Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.2013, Síða 40

Skinfaxi - 01.06.2013, Síða 40
40 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Aðalfundur Ungmennafélags Grindavíkur var haldinn í grunnskóla Grindavíkur 3. mars sl. Góð mæting var á aðalfundinum, sú besta í langan tíma. Bjarni Már Svavars- son, sem verið hefur formaður síðastliðin þrjú ár, gaf ekki kost á sér áfram. Í hans stað var Gunnlaugur Jón Hreinsson kosinn formaður en hann var formaður UMFG í nokkur ár á undan Bjarna. Helga G. Guð- jónsdóttir, formaður UMFÍ, sat fundinn. Góð skýrsla sýnir það mikla starf sem unnið er innan félagsins og niðurstaða reikninga er góð. Fyrir fundinum lágu tillögur að lagabreytingum frá stjórn um breytingar á skipan í stjórn UMFG og breyt- ingar á lottóreglugerð. Hvort tveggja var samþykkt. Lögð var fyrir fundinn Stefna UMFG sem unnið hefur verið að um nokkurt skeið og urðu töluverðar umræður um hana. Var hún samþykkt með tilmælum um að stjórn UMFG tæki til skoðunar nokkur atriði sem bent var á að mættu betur fara. Mikil um- ræða var um uppbyggingu íþróttamann- virkja í Grindavík sem bæjarstjórn hefur Aðalfundur Ungmennafélags Grindavíkur: Gunnlaugur Jón kosinn formaður Grindavíkur ákveðið að fara í og eru skiptar skoðanir innan íþróttahreyfingarinnar um hvort að rétt sé staðið að málum. Nýkjörinn formað- ur lagði áherslu á að ný stjórn þyrfti að vinna að því með deildum félagsins að auka foreldrastarf, allar deildir myndu setja sér íþróttaleg markmið, sættir yrðu um uppbyggingu íþróttamannvirkja og að auka þyrfti vægi íþrótta, gæði starfsins og félagslegt uppeldi. Gunnlaugur Jón Hreinsson, í ræðustóli, var kosinn formaður Umf. Grindavíkur, á aðalfundi félagsins. Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga: Fjallað um ferðakostnað aðildarfélaga HSV 13. ársþing HSV var haldið í stjórnsýslu- húsinu á Ísafirði 22. maí sl. Jón Páll Hreins- son var endurkjörinn formaður en ein breyting varð í stjórn héraðssambandsins. Atli Freyr Rúnarsson kom nýr inn í stjórn í stað Marons Péturssonar en hann hafði þá setið í 11 ár í stjórn og varastjórn HSV. Maron var síðan sæmdur starfsmerki UMFÍ og tók Ísak Andri Maronsson við viður- kenningunni fyrir hönd föður síns. Þá var Guðjón Þorsteinsson sæmdur gullmerki HSV og silfurmerki fengu þau Helgi Sig- mundsson, Gísli Jón Kristjánsson og Frið- gerður Ómarsdóttir. Helga Guðrún Guð- jónsdóttir, formaður UMFÍ, flutti ávarp á ársþinginu, en auk hennar sat Sæmund- ur Runólfsson, fram- kvæmdastjóri UMFÍ, þingið. „Þingið gekk vel. Þó nokkrar umræður urðu um ýmis mál en hæst bar þó umfjöllun um ferðakostnað aðildarfélaga HSV. Fyrir þinginu lá tillaga um að stofna sérstaka nefnd sem tæki að sér að fjalla um ferðakostnað og koma með tillögur þar að lútandi um aðgerðir sem fælu í sér að bæta hag aðildarfélaga HSV og allra liða á landsbyggðinni í þessum efnum. Í sérstakri greinargerð, sem Óðinn Geirsson vann fyrir hönd KFÍ í samráði við Atvinnu- þróunarfélag Vestfjarða, kom fram mjög skekkt samkeppnis- staða aðildarfélaga og íþrótta- liða af landsbyggðinni hvað ferðakostnað og annað áhrærir. Við stofnuðum nefnd sem mun skila tillögum í haust,“ sagði Jón Páll Hreinsson, formaður HSV. Jón Páll sagði enn- fremur stefnuna að styrkja íþróttaskóla HSV enn frekar en meiri stuðn- ingur í þeim efnum hefur borist frá Ísafjarðarbæ. Jón Páll sagði annars starf- semina innan HSV góða og menn væru bjartsýnir á framhaldið. Frá ársþingi HSV sem haldið var í stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Friðgerður Ómarsdóttir og Helgi Sigmundsson hlutu silfurmerki HSV og eru hér með Jóni Páli Hreinssyni, formanni HSV. Gísli Jón Kristjánsson hlaut einnig silfurmerki HSV og tók Friðgerður á móti merki hans, en þau eru hjón. Guðrún Helga Guðjónsdóttir ásamt Ísak Andra Maronssyni sem tók við starfs- merki UMFÍ fyrir hönd föður síns.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.