Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.06.2013, Side 42

Skinfaxi - 01.06.2013, Side 42
42 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 92. ársþing Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga: Kristján kjörinn nýr formaður UDN 92. sambandsþing Ungmenna- sambands Dalamanna og Norður- Breiðfirðinga, UDN, var haldið í Leifsbúð 8. apríl sl. Þingið var vel sótt og starfsamt. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, sat þingið og flutti ávarp. Finnbogi Harðarson, sem gegnt hefur for- mennsku UDN sl. sex ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Kristján Garðarsson var kjörinn nýr formað- ur sambandsins. Auk nýs formanns var Ingveldur Guðmundsdóttir kosin gjaldkeri UDN. Ársþing Ungmennasambandsins Úlfljóts: Viðburðaríkt starfsár Ársþing Ungmennasambandsins Úlfljóts, USÚ, var haldið í Pakkhúsinu á Höfn í Hornafirði 15. apríl sl. Rétt til setu á þing- inu áttu 44 fulltrúar frá sjö félögum, auk stjórnar og gesta. Matthildur Ásmundar- dóttir var endurkjörinn formaður sam- bandsins. Góð mæting var á ársþingið en alls mættu 37 fulltrúar frá félögunum. Árið 2012 var viðburðaríkt en USÚ hélt Meist- aramót Íslands 15–22 ára í frjálsum íþrótt- um um sumarið, sem þótti takast mjög vel. Það var góð æfing fyrir stóra verkefnið sem fram undan er en eins og flestir vita heldur USÚ Unglingalandsmót UMFÍ í sumar. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, flutti ávarp á þinginu og Sæmund- ur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, sat einnig þingið. Helga lauk máli sínu með því að veita Ásgrími Ingólfssyni, formanni Sindra, starfsmerki UMFÍ. Ásgrímur fékk þessa viðurkenningu fyrir vel unnin störf innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Á þinginu voru samþykktar nokkrar tillögur. Þar má nefna að skipuð var nefnd sem í verða stjórn USÚ og einn fulltrúi frá hverju aðildarfélagi sem tekur þátt í Ungl- ingalandsmótinu 2013. Þá var samþykkt að fela stjórn að sækja um að fá að halda Landsmót 50+ árið 2015. Rekstrarniður- staða USÚ var jákvæð og var m.a. þess vegna samþykkt að keppnisgjöld kepp- enda USÚ á Unglingalandsmótinu 2013 verði greidd úr sjóðum USÚ. Þar með er hvatt til þess að sem flestir keppendur sjái sér fært að taka þátt. Ólöf Þórhalla Magnúsdóttir, ritari USÚ, lét af störfum eftir sex ára veru í stjórn og Páll Róbert Matthíasson kom inn í staðinn. Gönguhópurinn Stormur fékk hvatningarverðlaun UDN. Finnbogi Harðarson, fráfarandi formaður, sést hér afhenda verðlaunin. „Þetta var orðið ágætt og skemmtileg- ur tími að baki. Þegar maður lítur yfir far- inn veg er maður búinn að vinna með góðu fólki og það skiptir miklu máli,“ sagði Finnbogi Harðarson, fráfarandi formaður. Á þinginu var ræddur samstarfssamn- ingur við Dalabyggð sem gerir ráð fyrir m.a. sameiginlegum starfsmanni. Sam- Vest-verkefnið með héraðssamböndun- um í nágrenninu gengur vel og lofar góðu að sögn Finnboga Harðarsonar. Hvatn- ingarverðlaun UDN hlaut gönguhópurinn Stormur en í honum eru félagar eldri borg- ara í Búðardal og nágrenni. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, veitti Ásgrími Ingólfssyni starfs- merki. UMFÍ. Mynd: Valdemar Einarsson. Aðalfundur Ungmennafélags Njarðvíkur: Alexander og Logi sæmdir starfsmerki UMFÍ Aðalfundur Ungmennafélags Njarðvíkur, UMFN, var haldinn þriðjudaginn 26. mars sl. Vel var mætt á fundinn sem taldi um 100 félagsmenn og gesti. Meðal góðra gesta voru Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Helga Guðrún heiðraði tvo félagsmenn UMFN með starfsmerki UMFÍ, þá Alexander Ragnarsson og Loga Halldórsson. Formaður félagsins, Þórunn Friðriksdóttir, var endurkjörinn formaður. Af fjórum meðstjórnendum voru Ágústa Guðmarsdóttir og Ólafur Eyjólfsson kosin til tveggja ára stjórnarsetu í fyrra og sitja því áfram í stjórn. Brynja Vigdís Þorsteins- dóttir og Anna Andrésdóttir voru kosnar í ár til tveggja ára ásamt þremur varamönn- um, Hermanni Jakobssyni, Sigríði Ragnars- dóttur og Thor Ólafi Hallgrímssyni. Félagið heiðraði átta félagsmenn með gull-, silfur- og bronsmerkjum félagsins ásamt því að veita umsjónarmanni Sport- og ævintýraskóla, sem rekinn er á sumrin á vegum félagsins, sérstaka starfsviður- kenningu. Árni Már Árnason sundmaður var kjörinn Íþróttamaður UMFN 2012. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, sæmdi Alexander Ragnarsson og Loga Halldórsson starfs- merki UMFÍ.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.