Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2014, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.03.2014, Blaðsíða 3
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 3 Í hröðu samfélagi nútímans er mikilvægt að hlusta á raddir ungs fólks, væntingar þess og framtíðarsýn. Breytingar á um- hverfi og lífsmynstri ungs fólks eru miklar. Þar eiga hvað stærstan þátt aukin og auð- veldari samskipti með tilkomu vefmiðla, tæknivæðing og frjálst flæði fólks og fjár- magns á milli landa. Margar af þessum breyt- ingum eru jákvæðar og þeim fylgja tækifæri, frelsi, jafnrétti, en þær kalla jafnframt á ný viðhorf og vinnubrögð og nýja hugsun. Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hefur frá stofnun haft málefni sem tengjast ungu fólki meðal forgangsverkefna. Það er hreyfingunni mikilvægt að auka lýðræðisvitund og þátt- töku ungs fólks í samfélaginu og við teljum að við gerum það best með því að beita nýstárlegum aðferðum til þess að efla lýð- ræði og tryggja að rödd ungs fólks heyrist með það að lokamarkmiði að auka rétt þess til að hafa áhrif, bæði á nærumhverfi sitt og hnattrænt, með þátttöku og skapandi hugs- un í samfélagi/samfélögum manna. Fyrsta og besta leiðin til að ná til unga fólksins er að eiga samtal við það um þessi mál. Í apríl næstkomandi verða tveir viðburðir ætlaðir ungu fólki haldnir á vegum UMFÍ og Æskulýðsvettvangsins (ÆV) sem UMFÍ er aðili að. Þann 5. apríl verður haldinn Norrænn þjóð- fundur ungs fólks á aldrinum 18–25 ára á Hilton Nordica hóteli. ÆV sér um undirbún- ing og framkvæmd þjóðfundarins sem er eitt af verkefnum NORDBUK, barna- og ung- mennanefndar Norrænu ráðherranefndarinn- ar árið 2014, sem Ísland er í formennsku fyrir. Yfirskrift fundarins er „Demokrati og Kreativitet, fremtiden og vi“ og er tilgangur hans og markmið að gefa ungu fólki tæki- færi til að koma saman og ræða helstu mál sem brenna á því um hvernig samfélag fram- tíðarinnar eigi að líta út. Spurningin, sem þjóðfundargestir leitast við að svara, er: „Hvernig viljum við (ég) að framtíð okkar (mín) verði?“ Lýðræðisleg vinnubrögð verða í öndvegi þar sem allir fá að koma sjónarmið- um sínum og hugmyndum á framfæri og skoðanir allra skipta jafn miklu máli. Engir fyrirlestrar eru eða ræður heldur eru það þátt- takendur sem kanna og tjá drauma sína um framtíðina, samfélagið, jörðina, náttúruna, vinnu og fjölskyldu, menningu og atvinnu- vegi. Þátttakendur ákveða sjálfir hvar áhersl- urnar liggja og hvaða lausnir eru mögulegar. Niðurstöður þjóðfundarins verða kynntar og sendar til Norrænu ráðherranefndarinnar og ríkisstjórna á Norðurlöndum og þeirra samtaka ungs fólks og annarra sem vilja nýta sér þær til samfélagsrýni og umbóta. Ungmennafélag Íslands stendur fyrir ráð- stefnunni „Ungt fólk og lýðræði“ 9.–11. apríl n.k. í Ísafjarðarbæ sem er gestgjafi ásamt Héraðssambandi Vestfirðinga (HSV). Það er ungmennaráð UMFÍ sem sér um undirbún- ing og framkvæmd ráðstefnunnar sem er sú fimmta í röðinni. Þema ráðstefnunnar að þessu sinni „Stjórnsýslan og við – áhrif ungs fólks á stjórnsýsluna“ og er markmiðið að Tækifæri fyrir ungt fólk skapa ungu fólki vettvang til að ræða hin ýmsu mál er það varða og bera saman þau samfélög sem það kemur frá í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna enda mörg ung- menni að kjósa í fyrsta skipti. Ráðstefnu- gestir munu leitast við að svara eftirfarandi spurningum: Er ungt fólk nægilega þroskað til þess að geta myndað sér skoðun sem vert er að taka mark á? Áhrif ungs fólks á eigið nærumhverfi? Er aðgengi ungmenna tryggt að íþróttum – og æskulýðsstarfi? Starf utan skólatíma? Hversu mikil áhrif hefur ung- mennaráðið þitt í sveitarfélaginu? Hefur ungt fólk almennt áhuga/skoðun á stjórnmálum? Allar ráðstefnurnar hingað til hafa verið lær- dómsríkar og mikil hvatning þeim ung- mennum sem starfa í ungmennaráðum sveitarfélaga og félagasamtaka víðs vegar um land. Ráðstefnugestir fá örnámskeið í ræðumennsku áður en hópavinna hefst og í fundarsköpum áður en ungmennaþingið sjálft hefst. Það er von hreyfingarinnar að með því að hafa slíka viðburði í boði fyrir ungt fólk eflist það í lýðræðislegum vinnubrögðum, samtali sín á milli og milli hópa og fái aukið gildi og vægi í ákvarðanatökum um málefni er varða samfélag/samfélög og um málefni er varða bæði nútíð og framtíð ungs fólks. Íslandi allt! Helga Guðrún Guðjónsdóttir Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ: M ennta- og menningarmálaráðu- neytið hefur falið Ungmennafélagi Íslands að annast framkvæmd á æskulýðshluta Erasmus+ áætlunar Evrópu- sambandsins. Samningur þess efnis var undirritaður í byrjun ársins. Ungmenna- félag Íslands hefur annast rekstur Evrópu unga fólksins, landsskrifstofu ungmenna- áætlunar Evrópusambandsins, frá 1. janúar 2007. Ný áætlun Erasmus+ tók til starfa 1. janúar 2014 sem leysir fyrri áætlun af hólmi. Tækifæri til þess að fjármagna verkefni tengd ungu fólki aukast til muna með til- komu Erasmus+ en heildarstyrkfé til æsku- lýðsgeirans fer úr 985.000 evrum árin 2007–2013 í allt að 1.470.000 evrum árin 2014–2020. Þá verður í fyrsta skipti hægt að sækja um styrki fyrir svokölluð stefnu- miðuð samstarfsverkefni en þeim er ætlað að efla frumkvöðlastarf innan æskulýðs- geirans á Íslandi. Skrifstofan, sem mun áfram bera heitið Evrópa unga fólksins, er til húsa í húsakynnum Ungmennafélags Íslands í Sigtúni 42 í Reykjavík. UMFÍ falið að annast framkvæmd á æskulýðshluta Erasmus+ áætlunar Evrópusambandsins Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, og Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, handsala samninginn. Fyrir aftan Helga Möller, forstöðumaður Evrópu unga fólksins, Erlendur Kristjánsson, deildarstjóri í mennta- og menningarmála- ráðuneytinu, og Karitas H. Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.