Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2014, Blaðsíða 39

Skinfaxi - 01.03.2014, Blaðsíða 39
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 39 M eistaraflokkur Einherja í knattspyrnu hljóp föstudaginn 3. janúar sl. 132 km leið frá Mývatni og heim til Vopnafjarðar. Hlaupið var til fjáröflunar fyrir félagið sem keppir í þriðju deild karla í sumar. „Hugmyndin kom fram þegar við vorum að velta fyrir okkur möguleikum í fjáröflun,“ sagði þjálfarinn, Víglundur Páll Einarsson, um tildrög ferðarinnar. Hópurinn gekk í fyrirtæki og hús á Vopnafirði auk þess að nota Facebook til að ná til þeirra sem fjær voru. Í kassann komu á milli sjö og átta hundruð þúsund krónur. „Stuðningur Vopnfirðinga, brottfluttra Vopnfirðinga, stuðningsmanna og fjöl- skyldu og vina hefur verið hreint út sagt stórkostlegur og við erum afar þakklátir,“ sagði Víglundur. Hlaupið hófst við Mývatn klukkan ellefu og tók ferðin um sjö og hálfan tíma. „Aðstæður voru erfiðar: mikill mótvindur, rigning og fljúgandi hálka. Við vorum hins vegar vel skóaðir og allir með hlaupa- gorma eða brodda.“ Tólf leikmenn tóku þátt í hlaupinu og skiptust þeir á að hlaupa á 5 km fresti. Sú vegalengd styttist hins vegar í lokin þegar menn voru teknir að þreytast. „Þessir drengir eru auðvitað alveg magn- aðir. Ég hugsa að hver og einn hafi hlaup- Meistaraflokkur Einherja á hlaupum ið milli 10 og 20 km. Það skiptir engu máli hvað þeir eru beðnir um að gera. Þeir gera það þegjandi og hljóðalaust og vel.“ Einherji sigraði í fjórðu deild í sumar og spilar í þriðju deild næsta sumar. Því fylgir umtalsverður kostnaður við ferðir. „Undirbúningur fyrir tímabilið hefur gengið vel. Við höfum verið að spila leiki í Lengjubikarnum og svo ætlum við að fara í viku æfinga- og keppnisferð til Barcelona. Þar munum við æfa við góðar aðstæður Sími 470 8100 / Fax 4708101 / sth@sth.is / www.sth.is og þjappa mannskapnum vel saman fyrir átökin í sumar. Ég er annars bara bjartsýnn á tímabilið en við byggjum liðið að mestu upp á heimamönnum. Við höfum fengið einn mann að láni frá Þór og allir þeir sem voru með okkur í fyrra verða áfram með. Við spilum heimaleiki okkar á nýja vellin- um í sumar en sá völlur lítur vel út, enginn klaki í honum, og aðstæður allt aðrar og betri en áður,“ sagði Víglundur Páll Einars- son, þjálfari Einherja, í samtali við Skinfaxa.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.