Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2014, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.03.2014, Blaðsíða 10
10 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands L eikdeild Ungmennafélags Biskups- tungna sýndi í mars leikritið Barið í brestina eftir Guðmund Ólafsson, í leikstjórn Gunnars Björns Guðmundsson- ar. Óhætt er að segja að leikritið hafi held- ur betur slegið í gegn. Aðsókn var mjög góð og sló öll met. Sýningarnar fóru fram í Aratungu og er þetta leikrit það 28. í röð- inni sem ungmennafélagið hefur staðið fyrir síðan Aratunga var vígð árið 1961. Stórskemmtilegur gamanleikur Barið í brestina er stórskemmtilegur gaman- leikur sem gerist á heilbrigðisstofnun þar sem starfsmennirnir taka starf sitt misjafn- lega alvarlega. Von er á velferðarráðherra til að skoða magaspeglunartæki sem hann lét ráðuneyti sitt fjármagna fyrir stofnun- ina. En starfsfólkið ákvað þá að hagstæðara væri að nota fjármunina til að fjárfesta í Gamanleikurinn Barið í brestina sýndur í Aratungu færeyskum knattspyrnumanni fyrir lið bæj- arins. Upphefst þá mikill ærslagangur til að sannfæra ráðherrann um að tækið hafi verið keypt og er það mikið sjónarspil. Mikið lagt í sýninguna Mikið er lagt í sýninguna og er leikritið í alla staði vel heppnað. Leikararnir fara á kostum, sviðsmyndin er vel úr garði gerð, búningar, tæknibrellur og lýsing er allt vel útfært. Söngur er stór hluti af sýningunni og er sá flutningur til fyrirmyndar. Það er ótrúlega dýrmætt fyrir samfélag að eiga eins öfluga leikdeild og raun ber vitni. Að setja upp leikrit krefst mikillar vinnu, tíma og þolinmæði þeirra sem að sýningunni standa en allt auðgar og bætir þetta mann- lífið hér í kring og gefur því mikla ánægju. Allir þeir aðilar sem að þessu standa eiga svo sannarlega hrós skilið. Undirritaður fór á sýninguna 21. febrúar og var stemningin einstök en á þriðja hundrað gesta var þá í Aratungu og fóru allir glaðir heim. Helgi Kjartansson, formaður Ungmenna- félags Biskupstungna. Leiklistarstarf

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.