Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2014, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.03.2014, Blaðsíða 19
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 19 Annað árið í röð náði lið HSK/Selfoss þeim frábæra árangri að vinna stiga- keppni þátttökuliða á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum 11–14 ára innanhúss, en mótið var haldið í Laugardalshöllinni 8.–9. febrúar sl. Keppnin var gríðarlega spennandi, lengst af var liðið í öðru eða Lið HSK/Selfoss Íslandsmeistari annað árið í röð þriðja sæti en því tókst að fara fram úr ÍR í síðustu boðhlaupsgreininni. Lið HSK/Selfoss endaði með 586,9 stig, ÍR varð í öðru sæti með 576,4 stig og FH varð í þriðja sæti með 524,7 stig. Einnig varð liðið Íslandsmeistari í þremur flokk- um, þ.e. piltum 12 ára og 14 ára og stúlk- um 12 ára. 79 keppendur voru skráðir til leiks frá HSK/Selfossi og unnu keppendur þaðan til fjölda verðlauna. Þá voru tvö HSK-met sett á mótinu. Alls tóku 392 keppendur víðs vegar af að landinu þátt í mótinu og náðist góður árangur í mörgum greinum. Meistaramót Íslands í frjálsum íþrótt-um 15–22 ára fór fram í Laugardals- höllinni 11.–12. janúar sl. Alls voru 217 keppendur skráðir til leiks frá 16 félögum víðs vegar að af landinu. Mikið líf var í höll- inni og var gaman að fylgjast með unga fólkinu okkar. Irma Gunnarsdóttir, Breiðabliki, og Tristan Freyr Jónsson, ÍR, urðu fjórfaldir Íslandsmeistarar í aldursflokki sínum (16–17 ára). Þetta var frábær árangur hjá þeim og ljóst er að hér eru á ferð mikil efni. Guðbjörg Bjarkardóttir, FH, Reynir Zoëga, Breiðabliki, Kolbeinn Höður Gunn- arsson, UFA, og Björg Gunnarsdóttir, ÍR, urðu þrefaldir Íslandsmeistarar í sínum aldursflokkum. Guðbjörg Bjarkardóttir, FH, varð Íslands- meistari 15 ára stúlkna í 60 m hlaupi, 200 m hlaupi og 60 m grindahlaupi. Hörður Franz Pétursson, ÍR, varð Íslandsmeistari 15 ára pilta í 60 m hlaupi og 200 m hlaupi. Helgi Guðjónsson, UMSB, varð Íslands- meistari 15 ára pilta í 800 m hlaupi og 1500 m hlaupi. Reynir Zoëga, Breiðabliki, varð Íslandsmeistari 15 ára pilta í 60 m grindahlaupi, langstökki og þrístökki. Harpa Svansdóttir, HSK/Selfossi, varð Íslandsmeistari 15 ára stúlkna í langstökki og kúluvarpi. Tristan Freyr Jónsson, ÍR, varð Íslandsmeistari 16–17 ára pilta í 60 m hlaupi, 200 m hlaupi, hástökki og stangar- stökki. Fannar Yngvi Rafnarsson, HSK/Sel- fossi, varð Íslandsmeistari 16–17 ára pilta í langstökki og þrístökki. Irma Gunnarsdóttir, Breiðabliki, varð Íslandsmeistari 16–17 ára stúlkna í 60 m hlaupi, 200 m hlaupi, 60 m grindahlaupi og kúluvarpi. Thelma Lind Kristjánsdóttir, ÍR, varð Íslandsmeistari 16–17 ára stúlkna í langstökki og þrístökki. Kolbeinn Höður Gunnarsson, UFA, varð Íslandsmeistari 18–19 ára pilta í 60 m hlaupi, 200 m hlaupi og 400 m hlaupi. Sæmundur Ólafsson, ÍR, varð Íslandsmeistari 18–19 ára pilta í 800 m hlaupi og 1500 m hlaupi. Krister Blær Jónsson, ÍR, varð Íslandsmeistari 18–19 ára pilta í 60 m grindahlaupi og hástökki. Aníta Hinriksdóttir, ÍR, varð Íslandsmeistari 18–19 ára stúlkna í 200 m hlaupi og 800 m hlaupi. Guðbjörg Ósk Sveinsdóttir, UFA, varð Íslandsmeistari 18–19 ára stúlkna í 60 m grindahlaupi og langstökki. Ívar Kristinn Jasonarson, ÍR, varð Íslandsmeist- ari 20–22 ára pilta í 60 m hlaupi og 200 m hlaupi. Björg Gunnarsdóttir, ÍR, varð Íslands- meistari 20–22 ára stúlkna í 60 m hlaupi, 200 m hlaupi og 400 m hlaupi. Guðlaug Edda Hannesdóttir, Fjölni, varð Íslands- meistari 20–22 ára stúlkna í 800 m hlaupi og 1500 m hlaupi. Sveinbjörg Zophonías- dóttir, FH, varð Íslandsmeistari 20–22 ára stúlkna í 60 m grindahlaupi og hástökki. Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 15–22 ára: Góður áran gur og frábær þátttaka Kolbeinn Höður Gunnarsson, UFA, varð þrefaldur Íslands- meistari í sínum aldursflokki á MÍ 15–22 ára.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.