Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2014, Blaðsíða 42

Skinfaxi - 01.03.2014, Blaðsíða 42
42 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Á ársþingi HSK sem fór fram á Borg í Grímsnesi laugardaginn 8. mars sl. var Umf. Heklu á Hellu afhentur Unglingabikar HSK. Unglingabikar HSK er afhentur því félagi sem hefur sýnt hvað mestar framfarir síðustu ár. Samfella í íþróttastarfi Fyrir fimm árum var körfubolti það eina sem var í gangi á vegum Umf. Heklu þar sem íþróttakennarar við Grunnskólann á Hellu sáu um þjálfunina. Vöxturinn í starfi félagsins hefur verið jafn og stígandi síðan. Félagið tók að sér, í samvinnu við sveitarfélagið og Grunnskólann á Hellu, að sjá um samfellu í íþróttastarfi þrjá virka daga vikunnar, fjóra tíma í senn. Samfella er fjölbreytt íþróttadagskrá sem hefst eftir að skóla lýkur og stendur yfir í tvo tíma fyrir 1.–4. bekk og í tvo tíma fyrir 5.–10. bekk. Síðan hafa orðið breytingar á þessu kerfi og sér félagið í dag um dagskrána fyrir 5.–10. bekk tvisvar í viku. Farin hefur verið sú leið að leita sam- vinnu við önnur félög, s.s. íþróttafélögin Öflugt unglingastarf hjá Ungmennafélaginu Heklu Dímon á Hvolsvelli og Garp og Umf. Selfoss til þess að geta aukið flóruna á íþróttum sem stundaðar eru. Hærra hlutfall barna stundar íþróttir Á vegum félagsins eru í dag stundaðar eftirfarandi greinar, sumar hverjar í sam- vinnu við ofangreinda aðila: fimleikar, blak, frjálsar íþróttir og hreysti (skóla- hreysti), körfubolti, borðtennis, sund, handbolti og taekwondo. Íslandsmeistari í borðtennis Félagið eignaðist fyrir skömmu sinn fyrsta Íslandsmeistara í borðtennis þegar Þorgils Gunnarsson varð Íslandsmeistari í flokki 11 ára og yngri. Síðustu ár hefur félagið staðið fyrir íþrótta- og tómstundanámskeiði í þrjár til fimm vikur á sumrin þar sem þátttaka hefur verið allt að 60 krakkar og hefur námskiðið gengið afar vel. Öflugt skáklíf Félagið hefur í samvinnu við Grunn- skólann á Hellu staðið að mótahaldi í skák. Skáklífið í skólanum er mjög öflugt og m.a. varð Umf. Hekla héraðsmeistari HSK í skák 16 ára og yngri í febrúar síðast- Hressir krakkar úr Ungmennafélaginu Heklu með unglingabikar HSK. Þorgils Gunnarsson, Íslandsmeistari í borðtennis í flokki 11 ára og yngri ásamt Aroni Birki Guðmundssyni sem varð í 3.-4. sæti í sama flokki.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.