Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2014, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.03.2014, Blaðsíða 32
32 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Fimmtudaginn 13. mars sl. var 93. ársþing UMSE haldið að Rimum í Svarfaðardal, í umsjón Umf. Þorsteins Svörfuðar. Alls mættu 44 fulltrúar frá aðildarfélögum og stjórn, gestir og starfsmenn þingsins. Fulltrúar frá 11 af 13 aðildarfélögum voru á þinginu auk fulltrúa stjórnar og var mætingin 80% af mögulegum heildarfjölda full- trúa sem er mikil aukning frá fyrri árum. Var þetta í fyrsta sinn sem þingið er haldið að kvöldi til á virkum degi sem skýrir líklega að hluta til góða þátttöku. Sammæltust viðstaddir um að þessi tilhögun væri gæfuspor. Haukur Valtýsson, varaformaður UMFÍ, flutti ávarp á þinginu og kveðjur frá hreyfingunni. Þingið fór vel fram og voru umræður bæði líflegar og málefnalegar. Alls voru sextán tillögur samþykktar, sem munu eiga þátt í að móta starf UMSE næsta árið. Að þessu sinni var kosið um formann, rit- ara og meðstjórnanda í stjórn UMSE. Nokkr- ar breytingar urðu á stjórninni en Óskar Þór Vilhjálmsson gaf ekki kost á sér til áframhald- andi formennsku. Einnig lét Kristlaug María Valdimarsdóttir af störfum sem ritari sambandsins. Nýr formaður UMSE var kjörin Bjarnveig Ingvadóttir frá Umf. Svarfdæla en hún snýr nú aftur til starfa innan íþróttahreyfingar- Ársþing Ungmennasambands Eyjafjarðar: Bjarnveig Ingvadóttir kosin nýr formaður innar eftir nokkurra ára hlé. Ritari var kjörin Guðrún Finnsdóttir, Umf. Smáranum. Þor- gerður Guðmundsdóttir, Umf. Samherjum, var endurkjörin sem meðstjórnandi. Í vara- stjórn voru endurkjörin Guðrún Sigurðar- dóttir, Umf. Svarfdæla, og Sigurður Eiríks- son, Umf. Samherjum. Svanbjört Brynja Bjarkadóttir gaf ekki kost á sér til áfram- haldandi setu í varastjórn og í hennar stað var kjörinn Gunnar Ingi Ómarsson, Umf. Æskunni. Aðrir, sem sitja í stjórn UMSE, eru Edda Kamilla Örnólfsdóttir, varaformaður, frá Hestamanna- félaginu Funa, og Einar Hafliða- son, gjaldkeri, frá Umf. Þorsteini Svörfuði. Á þinginu var að venju veitt ur félagsmálabikar UMSE. Stjórn félagsins veitir bikarinn því félagi sem talið er hafa stað- ið sig hvað best í innra starfi, bæði íþróttastarfi og almennu félagsstarfi. Að þessu sinni hlaut Umf. Smárinn bikarinn og tók formaður félagsins, Jónína Garðarsdóttir, við viðurkenn- ingunni. Mynd til hægri: Jónína Garðarsdóttir, for- maður Umf. Smárans, tekur við félagsmála- bikar UMSE frá Óskari Þór Vilhjálmssyni, fráfarandi formanni UMSE. Þing UMSB var haldið laugardaginn 8. mars sl. í félagsheimilinu Brautartungu. Þingið var vel sótt og komu góðir gestir frá UMFÍ, þau Hrönn Jónsdóttir, meðstjórnandi, og Kristinn Óskar Grétuson, varamaður í stjórn. Stjórn UMSB var endurkjörin, voru það Sigurður Guðmundsson, sambandsstjóri, Kristín Gunnarsdóttir, gjaldkeri, og Ásgeir Ásgeirs- son, varasambandsstjóri, sem voru kjörin að þessu sinni auk varamanna þeirra en þar kom ný inn Þórdís Þórisdóttir, formaður Ung- menna- og íþróttafélags Hvalfjarðarsveitar. Þingið var starfsamt og gekk vel. Auk hefð- Ársþing Ungmennasambands Borgarfjarðar: Samningur við KPMG undirritaður á þinginu bundinna fundarstarfa var undirritaður samn- ingur milli UMSB og KPMG. Samningurinn fjallar um það að KPMG styrki sambandið rausnarlega með því að sjá um færslu á bók- haldi UMSB og gerð ársreikninga auk þess sem KPMG býður aðildarfélögum sambands- ins sambærilega samninga. Þá er einnig kveðið á um að KPMG muni aðstoða UMSB við að útbúa handbók gjaldkera íþrótta- félaga. Handbókin mun væntanlega auð- velda gjaldkerum aðildarfélaganna starf sitt auk þess sem skil og færsla á bókhaldi verð- ur sambærilegra á milli aðildarfélaga UMSB. 97. ársþing Ungmennasambands Austur- Húnvetninga var haldið 9. mars sl. á Blönduósi. Vel var mætt á þingið, rúm- lega 30 fulltrúar komu frá aðildarfélög- um sambandsins og var þingið mjög starfsamt. Nokkrar tillögur komu fram á þinginu um ýmis málefni sambandsins. Kjósa þurfti formann og varaformann til tveggja ára og voru þær Aðalbjörg Valdi- marsdóttir, formaður, og Hafdís Vilhjálms- Ársþing Ungmennasambands Austur-Húnvetninga: Aðalbjörg Valdimarsdóttir endurkjörin formaður dóttir, varaformaður, endurkjörnar í stjórn auk þess sem Rannveig Lena Gísladóttir var kjörin gjaldkeri til eins árs. Aðrir í stjórn eru þær Guðrún Sigurjónsdóttir, meðstjórnandi, og Sigrún Líndal, ritari. Hestamannafélagið Neisti hlaut hvatn- ingarverðlaun USAH fyrir góða starfsemi, sérstaklega starf með börnum og ungling- um í héraðinu. Hestamannafélagið Neisti hlaut hvatn- ingarverðlaun USAH. Aðalbjörg Valdimars- dóttir, formaður USAH (t.h.), og Áslaug Finnsdóttir (t.v.) sem tók við verðlaununum fyrir hönd hestamanna- félagsins.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.