Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2014, Blaðsíða 43

Skinfaxi - 01.03.2014, Blaðsíða 43
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 43 Velkomin á 17. UNGLINGALANDSMÓT UMFÍ á Sauðárkróki verslunarmannahelgina 1.-3. ágúst 2014 Skagfirðingar bjóða ykkur velkomin á skemmtilegasta frjálsíþróttavöll landsins þaðan sem aðeins er steinsnar í knattspyrnuvelli, íþróttahús, sundlaug, golfvöll, reiðhöll og aðstöðu fyrir allar aðrar keppnisgreinar, auk þess sem tjaldsvæði eru í stuttu göngufæri. www.visitskagafjordur.is Það verður kátt á Króknum N Ý PR EN T eh f. liðnum. Nægilega mikil þátttaka hefur verið á öllum þessum æfingum í vetur þannig að þeim er haldið gangandi og hefur orðið alger bylting í því á síðustu árum hversu miklu hærra hlutfall barna á Hellu stundar íþróttir heldur en var fyrir nokkrum árum. Samvinna við önnur íþróttafélög Margt hefur hjálpast að við það að geta verið með svona mikið úrval af íþróttum hjá svona litlu félagi. M.a. hefur fólk með íþróttalegan bakgrunn verið að flytja í sveitarfélagið sem er tilbúið til að leið- beina og halda utan um æfingar. Einnig hefur félagið lagt aukna áherslu á að leita eftir samvinnu við önnur íþróttafélög, þ.e. Íþróttafélögin Dímon á Hvolsvelli og Garp ásamt Umf. Selfoss. Hefur þetta starf skilað félaginu mun fleiri iðkendum til æfinga og keppni og er það verðmætasti árangur félagsstarfsins. Samhliða þessu hefur félag- ið kappkostað að vera með æfingagjöld eins lág og kostur er og nýtir til þess styrk frá sveitarfélaginu, lottóstyrk og fjáröflun sem félagið stendur fyrir, s.s. dósasöfnun, sem og ársgjald sem er 1.500 krónur. Eldri flokkar Meistaraflokkur Heklu í körfubolta karla hefur keppt í 2. deild KKÍ síðustu ár. Meist- araflokkur í blaki kvenna starfar í samvinnu við Dímon á Hvolsvelli og urðu þær m.a. HSK-meistarar í mars sl., í 1. og 2. deild. Ný heimasíða Umf. Hekla hefur unnið að því setja upp og taka í notkun heimasíðu. Þar mun félagið birta fréttir af því helsta sem er á döfinni. Slóðin er www. umfhekla.is. Kvennalið Heklu/ Dímonar sem urðu HSK-meistarar í blaki í 1. og 2. deild.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.