Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2014, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.03.2014, Blaðsíða 30
30 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Aðalfundur UFA var haldinn þann 12. mars sl. í Hamri, félagsheimili Þórsara á Akureyri. Stjórnarskipti urðu á þessum aðalfundi þegar meiri hluti gömlu stjórnarinnar hætti eftir farsælt ár. Úr stjórn gengu Gunnar Gíslason formað- ur, Rannveig Oddsdóttir, Ólafur Sveinn Traustason, Þröstur Már Pálmason og Þórólfur Sveinsson en eftir urðu þær Kolbrún Sveinsdóttir og Gyða Árna- dóttir. Nýja stjórn ungmennafélags- ins skipa Gyða Árnadóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Birgitta Guðjónsdóttir, Katrín Ásmundsdóttir, Sigurður Sig- urðarson, Sigurbjörg Bergsdóttir og einn fulltrúi frá meistararáði. Ekki hef- ur verið ákveðið hver verður næsti formaður UFA. Haukur Valtýsson, vara- formaður UMFÍ, var gestur fundarins og tók hann til máls og hrósaði UFA fyrir frábæran árangur og meistaratitla sem fremstu keppendurnir hafa hlotið í ýmsum greinum. Sagði hann þetta afar góðan árang- ur hjá þessum hópi. Fyrsta mál á dagskrá var skýrsla stjórnar. Á síðasta ári voru haldnir 14 stjórnarfundir og fjölmargir fundir með ÍBA og öðrum hags- Aðalfundur Ungmennafélags Akureyrar: Síðasta ár var fjárhagslega gott munaaðilum. Starf stjórnar er að halda utan um mótahald, ungl- ingaráð, meistararáð og ýmislegt annað sem til fellur vegna frjáls- íþrótta. Fjáröflun fyrir UFA er erfitt starf; mestu munar um ágóða af kosningablaði sem hefur verið gefið út við hverjar kosningar. Samherjastyrkurinn er ómetan- legur og er hann notaður til að g reiða niður rútuferðir yngri krakk- anna. Gunnar Gíslason fór yfir helstu mál UFA og mót sem haldin voru og farið var á síðasta ári. Á síð- asta ári voru 22 Íslandsmeistarar og 54 Íslandsmeistaratitlar innan raða UFA. Hafdís Sigurðardóttir var kjörin íþróttakona UFA og setti Hafdís fyrst kvenna Íslandsmet kvenna innan UFA. Næst var farið yfir ársreikninga UFA. Árið 2013 var gott ár fjárhags- lega og hallinn var ekki nema 72.058 kr. og er það frábært miðað við að árið 2012 var hallinn 2.373.622 kr. Héraðsþing USVH var haldið að Reykjum í Hrútafirði 13. mars sl. Mæting var góð, rúmlega 30 full- trúar mættu til þings sem haldið var í boði Umf. Dagsbrúnar. Þingið var starfsamt og fjöldi ályktana samþykktur en veigamesta fundar- efnið var heildarendurskoðun á lögum sambandsins og tókst að afgreiða fjölda lagabreytinga undir styrkri stjórn þingforseta, Júlíusar Guðna Antonssonar. Ungmennafélagið Harpa, sem áður var í HSS, gekk til liðs við USVH á þinginu en sú breyting varð vegna breyttra marka sveitarfélaga. Fjárhagsstaða USVH er mjög góð. Þingfulltrúar fögnuðu sérstaklega samstarfi Umf. Kormáks og Sundfélagsins Húna við íþróttaæfingar á sambandssvæðinu sem hófst síðasta haust og hefur einfaldað skipu- lag íþróttastarfsins auk þess að vera mun ódýrara en fyrra fyrirkomulag. Mjög góður starfsandi og samstaða ríkti á þinginu og allar ályktanir voru samþykktar samhljóða. Sæmundur Runólfsson, framkvæmda- stjóri UMFÍ, var gestur fundarins og sæmdi hann Önnu Maríu Elíasdóttur starfsmerki UMFÍ fyrir ötult starf innan sambandsins en hún hefur komið víða við innan ungmenna- félagshreyfingarinnar mörg undanfarin ár. Guðmundur Haukur Sigurðsson lét af for- mennsku eftir sex ár á formannsstóli. Þakk- aði þingið honum störfin með lófataki og var honum færður blómvöndur og gjöf í þakklætisskyni. Nýr formaður var kjörinn Reimar Marteinsson, varaformaður Halldór Sigfússon, gjaldkeri Elín Jóna Rósinberg og ritari Hörður Gylfason. Fyrir í stjórn var Vigdís Héraðsþing Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga: Guðmundur Haukur lét af formennsku Gunnarsdóttir. Varamenn í stjórn voru kjörin Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sara Ólafsdóttir og Kristinn Víglundsson. Skemmtilegur tími „Á þessum tímamótum er mér þrennt efst í huga: Í fyrsta lagi er Landsmót UMFÍ 50+ sem við héldum á Hvammstanga 2011. Í öðru lagi endurnýjuðum við samning við sveitarfélagið sem felur í sér stuðning við íþróttastarfið á svæðinu. Í þriðja lagi er samkomulag sem við gerðum við íþrótta- félögin á svæðinu um sameiginlegt skipu- lag íþróttaæfinga sem hefur orðið til þess að gjaldskráin hefur lækkað og allt skipu- lag er miklu hentugra af því að við búum að stórum hluta í dreifbýli. Þegar maður lítur til baka er þetta búinn að vera skemmtilegur tími og gaman að vinna með ungu fólki. Ég óska nýjum formanni og stjórn velfarnaðar í starfi,“ sagði Guðmundur Haukur Sigurðsson, fráfarandi formaður USVH. Frá vinstri: Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, Anna María Elíasdóttir, sem var sæmd starfsmerki UMFÍ, Guðmundur Haukur Sigurðsson, fráfarandi formaður, og Gunnlaugur Júlíusson, stjórnarmaður í ÍSÍ. Breiðdalur

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.