Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2014, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.03.2014, Blaðsíða 36
36 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands U ngmennafélagið Ásinn, á Jökul- dal, í Hróarstungu og í Jökulsárhlíð, safnar nú fyrir hjartahnoðtæki. Slíkt tæki veitir jafnt og stöðugt hjartahnoð og getur aukið lífslíkur sjúklings sem flytja þarf langar leiðir. Það þótti kraftaverki líkast þegar sjúkra- flutningamönnum og læknum tókst að bjarga lífi ungrar erlendrar konu sem hneig niður í Möðrudal á Fjöllum fyrir tveimur árum. Hún var beitt hjartahnoði í meira en klukkustund áður en hjarta hennar fór slá að nýju. Fjallað var um tilfellið í Lækna- blaðinu og fullyrt að lífslíkur aukist ef hjartahnoð hefst strax, áður en hugað er að öndunarvegi. Þá skiptir máli að hnoð- að sé jafnt og stöðugt, hnoðað 30 sinnum og blásið tvisvar til skiptis. Sjúkraflutningamenn á landsbyggðinni þurfa gjarna að beita hjartahnoði við erfið- ar aðstæður sem geta bitnað á gæðum hjartahnoðsins. Þeir flytja gjarnan sjúkl- inga langa leið og tveir skiptast á að hnoða. En til er hnoðtæki sem tryggir Fylkir og Fjölnir mættust í úrslitaleik karla í fútsal, innanhússknattspyrnu, en leikurinn fór fram í íþróttahúsinu á Álftanesi 12. janúar sl. Þess má geta að Fjölnir vann þessa keppni 2011. Síðastliðið haust tryggði Fjölnir sér sæti í Pepsi-deild karla á næsta sumri þannig að Fjölnismenn hafa ástæðu til að fagna góðum árangri sem gefur fyrirheit um gott komandi keppnistímabil. Úrslitaleikurinn var bráðfjörugur og sáust mörg skemmtileg tilþrif. Fjölnir komst yfir, 4-1, og lét foryst- una aldrei af hendi. Lokatölur urðu 6-8 fyrir Fjölni. Þórir Guðjónsson skoraði þrjú mörk fyrir Fjölni í leikn- um. Aron Sigurðsson og Viðar Ari Jónsson skoruðu tvö hvor og Gunnar Már Guðmundsson eitt. jafnt og stöðugt hjartahnoð. Það spennist utan um sjúklinginn og hnoðar hann með tjakki sem gengur niður á brjóstið. Tvær og hálf milljón Eiríkur Þorri Einarsson er sjúkraflutninga- maður á Egilsstöðum og formaður í Ung- mennafélaginu Ásnum sem safnar nú fyrir slíku tæki sem kostar hátt í tvær og hálfa milljón. Allt er þetta gert til að sjúklingar fái sem best hjartahnoð á erfiðum ferða- lögum. Það skiptir máli að hafa góðan búnað „Þessi ár sem maður er búinn að vera sjúkraflutningamaður hér á svæðinu hefur maður smám saman áttað sig á því hvað það skiptir miklu máli að hafa góðan bún- að. Með þessu tæki sem okkur vonandi tekst að fá erum við í raun að fá tvo auka- sjúkraflutningamenn sem við höfum ekki. Þarna eru tveir menn sem geta séð um hnoðið í þessu eina tæki. Í dag eru þessi tæki í notkun á nokkrum stöðum á land- inu og víða stendur til að fá slíkt tæki á næstunni,“ sagði Eiríkur Þorri Einarsson í spjalli við Skinfaxa. Eiríkur Þorri sagði að söfnunin fyrir um- ræddu tæki gengi ágætlega og vonandi yrði fyrr en seinna hægt að ráðast í kaup á tækinu. „Það hafa komið upp tilfelli þar sem þessi búnaður hefði komið að góðum notum þegar fólk hefur farið í hjartastopp. Þá skiptir miklu máli að halda endurlífgun áfram þangað til að maður er kominn inn í sjúkrabílinn í betri aðstæður. Nú er bara að vona að við fáum tækið sem fyrst en það á tvímælalaust eftir að skila sínu,“ sagði Eiríkur Þorri Einarsson. Ungmennafélagið Ásinn safnar fyrir hjartahnoðtæki Eiríkur Þorri Einarsson, sjúkraflutningamaður á Egilsstöðum, og formaður í Ungmennafélaginu Ásnum. Fjölnir Íslandsmeistari í innanhússknattspyrnu

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.