Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2014, Síða 9

Skinfaxi - 01.03.2014, Síða 9
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 9 L eikdeild Umf. Eflingar frumsýndi 22. mars sl. verkið Í beinni eftir Hörð Þór Benónýsson með tónlist eftir Jaan Alavera. Ungmennafélagið Efling er 110 ára á árinu og af því tilefni var ákveðið að vera með frumsamið leikrit og tónlist. Þótti vel við hæfi að fá heimamennina Hörð og Jaan til verksins en þeir eru Eflingarmönnum að góðu kunnir og hafa oftar en ekki lagt hönd á plóg í sýningum undanfarinna ára. Leikstjórinn, Jenný Lára Arnórsdóttir, er heldur alls ekki ókunnug. Hún lék með leikdeildinni hér á árum áður Leiklistarstarf og er komin heim frá námi í London, út- skrifuð sem leikari og leikstjóri til að miðla sínum gömlu félögum. Tónlistarstjórn í verkinu er svo á höndum þeirra Jaans og Péturs Ingólfssonar. Að venju taka fjölmargir þátt í verkinu, gamalreyndir leikarar hjá félaginu í bland við minna reynda og þó nokkra sem eru að stíga sín fyrstu skref á sviði. Leikarar eru 25 og 4 manna hljómsveit auk þeirra fjölmörgu sem koma að sýningunni með öðrum hætti. Verkið er gamandrama Verkið er samtímaverk sem gerist á einum sólarhring um verslunarmannahelgina á ýmsum stöðum á landinu, auk þess sem beinar útsendingar frá útvarpsstöðinni FM 101 eru í gangi. Má segja að verkið sé gamandrama þar sem m.a. er fjallað á grátbroslegan hátt um fréttamat nútíma- ns, auk þess sem skyggnst er náið í fjöl- skyldulíf nokkurra persóna. Að venju voru kvenfélagskonur með kaffi og vöfflur á sýningum og því sann- kölluð kaffihúsastemning á Breiðumýri. Enginn var svikinn af því að eyða kvöld- stund þar. Dalakofinn bauð einnig upp á sérstakt leikhústilboð í samstarfi við Eflingu þar sem hægt var að fá saman í pakka mat og leikhúsmiða. Af þessu má sjá má að leiksýning sem þessi hefur margvísleg áhrif í sveitarfélaginu. Í beinni á fjölunum á Breiðumýri U ngmennafélag Reyk- dæla frumsýndi þann 7. mars sl. revíuna Ert´ekk´að djóka (elskan mín)? eftir Bjartmar Hannes- son, kúabónda og söngva- skáld á Norðurreykjum í Hálsa- sveit. Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson. Engin lognmolla Revían gerist að miklu leyti á ferðaþjón- ustubænum Efri-Bæ, þar sem sjaldnast er nein lognmolla. Einnig er litið við í fjósinu á Neðri-Bæ þar sem eftirlitsmaður frá þannig eftirlitsstofnun kemur og lítur á svæðið. Í revíunni er farið vel í gegnum æva- fornar asískar aðferðir til eflingar andlegs þroska og til styrktar huga og líkama. Franskur kokkur kennir pottþétta aðferð til að útbúa rauðvínssósu „bara nógu mikið rauðvín“. Fornleifagröfur í Reyk- holti, rauðir varðliðar og vellauðugur Kín- verji koma við sögu ásamt sérlegum sendiboða páfans í Róm. Revían Ert’ ekk’ að djóka (elskan mín)? frumsýnd í Reykjadal

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.