Skinfaxi - 01.03.2014, Síða 13
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 13
Bylting í aðstöðu
– Nú virðist manni mikil vakning fyrir
frjálsum íþróttum. Hvað veldur því?
„Bylting í aðstöðu er líklega stærsta ástæð-
an fyrir þessari þróun. Það er gríðarlegur
munur að fólk geti æft innanhúss yfir vetrar-
mánuðina, fleiri koma til að æfa og árangur-
inn verður betri. Frjálsíþróttahöllin í Laugar-
dal breytti öllu fyrir frjálsíþróttafólk.“
Gefast aldrei upp
– Hvaða veganesti gefur þú ungum frjáls-
íþróttamanni í dag?
„Að gefast aldrei upp. Ef þér finnst þetta
skemmtilegt og þú ert að fá eitthvað út úr
því skaltu halda áfram. Ég lenti sjálf oft í alls
konar meiðslum, var með beinhimnubólgu
í um tveggja ára skeið þar sem ég varð að
hætta að hlaupa. Ég hélt áfram, fór aðra leið,
hljóp í vatni og lyfti. Tók spretti einu sinni
í viku til að halda mér við. Ég vildi alveg sjá
fleiri í frjálsum íþróttum og meiri umfjöllun.
Boltaíþróttir fá stærsta plássið og fyrir vikið
er öðrum íþróttum ýtt til hliðar. Við fáum á
hinn bóginn mun meiri umfjöllun en fyrir tíu
árum. Við erum loksins að ná athygli sem kem-
ur til af bættum árangri. Ég fæ sjálf mun meiri
athygli, auðvitað er það gaman og fólk er farið
að taka miklu meira eftir manni en áður. Ég
sagði einu sinni að ég ætlaði að verða ein
besta frjálsíþróttakona Íslandssögunnar og
að komast jafnvel eitthvað lengra. Þetta voru
stór orð þegar ég sagði þetta á sínum tíma í
sjónvarpsviðtali en kannski er þetta að rætast.
Ég ætlaði að setja Íslandsmet í langstökki og
skrá nafn mitt í sögubækurnar. Þegar maður
setur sér markmið geta hlutirnir alveg ræst.“
Veit ekki hvað þarf til að fá
styrk úr Afrekssjóði
– Hvernig gengur að sameina nám,
æfingar og keppni? Ekki lifirðu heldur á loftinu.
Hefurðu einhvern fjárhagslegan stuðning til
að þú getir einbeitt þér enn frekar í íþróttinni?
„Nei, ég get ekki sagt að ég fái fjárhags-
legan stuðning. Ég er ekki á neinum styrk.
Það var úthlutað úr Afrekssjóði nýverið en ég
komst ekki á blað. Ég hef ekki fengið neinar
skýringar á því, er líklega ekki nógu góð. Þeir
úthlutuðu að vísu eingreiðslu að upphæð
300 þúsund krónur til þriggja einstaklinga
sem ég hef ekki séð enn. Einu sinni á ári fæ
ég styrk frá Akureyrarbæ, um 150 þúsund,
sem er varla fyrir einni keppnisferð á erlendri
grund. Ég hef lagt mikið á mig, sett met, svo
ég veit ekki alveg hvað maður þarf að afreka
til að fá styrk úr Afrekssjóði. Ég væri alveg til
í að heyra frá þeim og fá að vita hvað veldur.
Kannski þarf ég að vera hærri á heimslistan-
um en með árangrinum í langstökkinu er ég
komin í 35. sæti. Það finnst mér bara gott.
Það er hrikalega erfitt að fjármagna sig, ég
lifi á kærastanum og foreldrum mínum og
ég get aldrei þakkað nógu vel fyrir stuðning-
inn alla tíð. Þau styðja mig í einu og öllu en
það er bara ofsalega erfitt að vera upp á aðra
komin. Það er óþægileg tilfinning að geta
ekki séð um sig sjálfur af því að maður er að
reyna lifa drauminn. Það er erfitt að tala um
þetta því að það er hrikalega sárt hvernig
málum er háttað í þessum efnum. Ég verð
bara að vona að ég komist inn og fái styrk úr
Afrekssjóði á næsta ári.“
Þess má geta að Hafdís hefur verið dug-
leg að taka þátt í mótum á vegum UMFÍ í
gegnum tíðina. Hún keppti nokkrum á Ungl-
ingalandsmótum og hefur keppt á öllum
Landsmótum UMFÍ en fyrsta mót hennar var
á Sauðárkróki 2004.
Ákveðinn sjarmi yfir
Landsmótum UMFÍ
„Mér finnst Landsmótin skipa stóran sess í
sögu UMFÍ og vil endilega að þau haldi reisn
sinni og haldi áfram. Auðvitað hafa tímarnir
breyst og miklu meira er í boði en var fyrir
20–30 árum. Engu síður finnst mér alltaf
ákveðinn sjarmi yfir Landsmótum, gaman
að taka þátt og hitta fólk. Þetta er ákveðin
stemning sem ég vil ekki missa af. Vonandi
halda þau áfram,“ sagði Hafdís Sigurðardóttir
frjálsíþróttakona í viðtali við Skinfaxa.
„Ég hef lagt mikið á mig, sett
met, svo ég veit ekki alveg hvað
maður þarf að afreka til að fá
styrk úr Afrekssjóði“.