Skinfaxi - 01.03.2014, Blaðsíða 20
20 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Andrea Dan Árnadóttir vann lokaverkefni til B.A.-prófs úr Skinfaxa:
Kom mér einna helst á óvart
hvað efnið er fjölbreytt
A
ndrea Dan Árnadóttir vann lokaverk-
efni til B.A.-prófs í bókasafns- og
upplýsingafræði við Háskóla Íslands
sem er efnisskrá Skinfaxa. Efnisskráin hef-
ur að geyma allar þær greinar, samtals
311, sem birtust í Skinfaxa á árunum 2011
og 2012. Skráin skiptist í aðalskrá, efnis-
orðaskrá og mannanafnaskrá.
Á fyrstu síðum verkefnisins er fjallað
um uppbyggingu þess og tilgang. Einnig
er fjallað um Ungmennafélag Íslands, tíma-
ritið Skinfaxa og helstu verkefni félagsins.
Fjallað er um gerð verkefnisins og ýtar-
legar leiðbeiningar ásamt dæmum er að
finna fyrir hverja skrá fyrir sig.
Í inngangi ritgerðarinnar segir m.a.:
„Ungmennafélag Íslands er landssamtök
allra ungmennafélaga á landinu sem eiga
sér merkilega og yfir hundrað ára sögu.
Starfið, sem unnið er í hreyfingunni, er
ómetanlegt bæði börnum, unglingum og
fullorðnum og hafa margir landsmenn
notið góðs af starfsemi UMFÍ. Eitt af mörg-
um verkefnum félagsins í áranna rás hefur
verið útgáfa tímaritsins Skinfaxa. Tímaritið
hefur verið gefið út frá árinu 1909 og til
dagsins í dag og er aðgengilegt á www.
timarit.is og á heimasíðu Ungmenna-
félags Íslands. Mikið og merkilegt efni
hefur litið dagsins ljós í Skinfaxa, svo sem
fréttir af þeim verkefnum sem eru í gangi
hverju sinni, greinar um forvarnir og fréttir
frá aðildarfélögum. Til að þetta efni nýtist
ennþá betur og jafnvel fleirum en hingað
til, þá er hér ráðist í gerð efnisskrár fyrir
Skinfaxa, tímarit Ungmennafélags Íslands.
Verkefnið er fólgið í því að lesa og greina
efni þeirra greina sem birtust í Skinfaxa á
árunum 2011–2012 og gefa þeim efnis-
orð. Eftir að greinunum eru gefin efnis-
orð eru efnisorðin tekin saman og búnar
til skrár úr þeim. Þessum skrám er ætlað
að auðvelda lesendum að finna greinar
eftir efni þeirra. Markmiðið með gerð
efnisskrárinnar er að gera efni Skinfaxa
aðgengilegra öllum þeim sem hafa áhuga
á starfi Ungmennafélagshreyfingarinnar
eða íþrótta almennt sem og þeim sem
vilja afla sér frekari þekkingar á starfinu.
Efni tímaritsins er fjölbreytt svo sem fréttir
af þeim verkefnum sem eru í gangi hverju
sinni, greinar um forvarnir og fréttir frá
aðildarfélögum.“
„Ástæðan fyrir því að ég ákvað að nota
Skinfaxa í ritgerð minni var að ég hef ver-
ið viðloðandi íþróttir og fimleika. Ég fór
líka á sínum tíma á vegum UMFÍ í íþrótta-
lýðháskóla í Danmörku og mig langaði
þannig að vinna ritgerðina úr frá íþrótta-
tengdu efni í lokaverkefninu. Þetta var
blað sem mér fannst spennandi og ég
lét slag standa. Ég keppti einu sinni á
Landsmóti með UMSK á Sauðárkróki.
Mér fannst ritgerðarvinnslan skemmtileg,
hún var nákvæmisvinna og gaman að
lesa öll blöðin á tímabilinu 2011–2012.
Það kom mér einna helst á óvart hvað
efnið er fjölbreytt og margt áhugavert að
lesa úr hreyfingunni,“ sagði Andrea Dan
Árnadóttir.
Andrea sagðist alltaf hafa verið ákveðin
að skrifa um þetta efni og það hefði tekið
um þrjá mánuði sumarið 2013. Andrea
Dan vinnur nú í Skólasafnamiðstöð
Reykjavíkur. Auk þess er hún dómari fyrir
Stjörnuna í áhaldafimleikum. Hún var
reyndar að þjálfa en hætti því um síðustu
áramót, eða er í smápásu eins og hún
orðaði það.
Góð þátttaka var í almenningsverkefnum
UMFÍ síðastliðið sumar. Viðurkenningar hafa
verið veittar einstaklingum sem voru dug-
legastir í verkefnunum Hættu að hanga!
Komdu að hjóla, synda eða ganga og Fjöl-
skyldan á fjallið.
Inga Birna Tryggvadóttir hreyfði sig í 103
daga í verkefninu Hættu að hanga! Komdu
að hjóla, synda eða ganga. Jón Hjaltason
hreyfði sig í 101 dag, Eyrún Baldvinsdóttir í
98 daga, Sigurður Ingvarsson í 94 daga, Gróa
María Þórðardóttir í 90 daga, Kristín G. Páls-
dóttir í 66 daga, Kristján Björgvinsson í 60
daga og Gústav Sveinsson hreyfði sig í 50
daga.
Viðurkenningar fyrir að ganga á flest fjöll
fengu Guðbjartur Guðbjartsson sem gekk á
111 fjöll og Ástríður Helga Sigurðardóttir
sem gekk á 68 fjöll. Verkefnið Fjölskyldan á
Viðurkenningar veittar fyrir þátttöku í almenningsverkefnum UMFÍ
fjallið gengur út á að sambandsaðilar UMFÍ
tilnefna fjöll í verkefnið á hverju ári. Fólk er
svo hvatt til að ganga á fjöllin og rita nafn
sitt í gestabækur sem þar er komið fyrir.
Heppnir göngugarpar eru síðan dregnir út
og fá glaðning.
Eftirfarandi einstaklingar voru dregnir út
fyrir árið 2013: Þorsteinn Freyr Bender sem
gekk á Stóra-Dímon, Steinþóra Guðmunds-
dóttir sem gekk á Búrfell, Árný Jóhannes-
dóttir sem gekk á Úlfarsfell, Sigurbjörg
Baldursdóttir sem gekk á Snók, Jón Hákon
Ágústsson sem gekk á Bíldudalsfjall og
Þorsteinn Jakobsson sem gekk á Kollufjall.
Ungmennafélag Íslands þakkar öllum
sem tóku þátt í verkefninu og vonast til að
sjá sem flesta taka þátt í verkefnum UMFÍ
næsta sumar.