Skinfaxi - 01.03.2014, Qupperneq 23
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 23
Nám í íþróttalýðháskóla er fjölbreytt
og í raun stökkpallur í framhaldsnám
F
ulltrúar frá íþróttalýðháskólanum í
Sønderborg voru á Íslandi á dögunum
í þeim tilgangi að kynna skólann og
þá möguleika sem í boði eru fyrir íslensk
ungmenni. Framhaldsskólar voru heim-
sóttir og eins var haldinn opinn kynningar-
fundur í þjónustumiðstöð UMFÍ.
Íþróttalýðháskólar bjóða upp á skemmti-
legt og spennandi nám fyrir ungt fólk á
átjánda ári og eldra. Skólarnir leggja áhersl-
ur á mismunandi íþróttagreinar en flestir
bjóða þeir upp á mjög fjölbreytt námsefni.
Námið er krefjandi og uppbyggjandi og
hver dagur býður upp á ný ævintýri. UMFÍ
er í samstarfi við níu danska lýðháskóla.
Skemmtilegt og uppbyggi-
legt nám í Sønderborg
Íþróttalýðháskólinn í Sønderborg er í
frábæru umhverfi rétt við landamæri Dan-
merkur og Þýskalands. Hægt er að leggja
stund á allar almennar íþróttagreinar, t.d.
fótbolta, handbolta og badminton. Íslensk
ungmenni hafa um langt skeið sótt nám í
lýðháskólann í Sønderborg og er sam-
dóma álit þeirra að skólinn bjóði upp á
skemmtilegt og uppbyggilegt nám.
Dvölin hafi verið frábær upplifun og
góður skóli í lífinu.
Karl F. Jörgensen Jóhannsson og
Michael Willemar, skólastjóri Íþróttalýð-
háskólans í Sønderborg, komu til Íslands í
mars í þeim tilgangi að kynna skólann fyrir
ungmennum í framhaldsskólum og víðar.
Karl er fyrrverandi kennari og nemandi
við skólann en nú vinnur hann sem lýð-
háskólaráðgjafi í verkefnum sem heita
Unge med power.
Skiptir máli að fá nemend-
ur frá mörgum löndum
„Þetta er í fjórða sinn sem skólinn kynn-
ir starfsemi sína á Íslandi. Íslensk ungmenni
hafa sótt skólann í mörg ár og því má
segja að það sé komin hefð á dvöl þeirra
þar eins og annarra ungmenna frá hinum
Norðurlöndunum. Okkur finnst skipta
máli að skólann sæki nemendur frá
mörgum löndum til að ná fram blandaðri
menningu. Við erum ánægðir með ferðina
til Íslands en auðvitað hefur verkfall kenn-
ara í framhaldsskólum sett strik í reikning-
inn. Við reyndum samt að gera sem best
úr ferðinni. Þessi kynning á vonandi eftir
að skila árangri og við eigum eftir að sjá
fleiri Íslendinga í skólanum á næstunni,“
sagði Karl. Hann sagði skólann hafa átt
gott samstarf við UMFÍ og aðra aðila hér
á landi.
Munum kynna skólann
árlega á Íslandi
„Nám í íþróttalýðháskóla gefur mikla
möguleika og er í raun stökkpallur út í
framhaldsnám í Danmörku og á hinum
Norðurlöndunum. Íslendingum hefur
aðeins fækkað á síðustu árum og þess
vegna ákváðum við að fara í herferð í fyrra
sem er farin að skila sér. Að sjálfsögðu hafði
kreppan áhrif hvað fækkun varðaði en það
hefur mjög jákvæð áhrif að fara um og
kynna skólann. Það verður árlegur viðburð-
ur hér eftir að fara til Íslands og kynna skól-
ann og við vonum að sem flestir setji sig í
samband við okkur og afli sér upplýsinga,“
sagði Karl.
Samblanda af íþróttum og
undirbúningur fyrir lífið
Karl sagði að nám í íþróttalýðháskóla
væri fjölbreytt og afar spennandi kostur.
Boðið er upp á nám sem er sambland af
íþróttum og undirbúningi fyrir lífið og
um leið fyrir framhaldsnám. Margir koma
til náms í skólanum að loknu framhalds-
skólanámi og eru ekki búnir að ákveða
næstu skref hvað framhaldsnám áhrærir.
Karl sagði nám í íþróttalýðháskóla góða
millilendingu fyrir annað nám, t.d. í Dan-
mörku sem mörg íslensk ungmenni velja.
Á meðal dvölin stendur í Sønderborg fara
nemendur í námsferðir í 2–3 vikur á skíði
í Frakklandi og á Ítalíu, á íþróttasetur á
Kanaríeyjum og eins til Afríku en þessar
ferðir bjóða upp á marga möguleika.
Afríkuferðin er nýjung og er ætluð til að
kynnast framandi menningu og víkka
sjóndeildarhringinn.
Blanda af námi og
ferðalögum
„Við getum sagt að dvöl í íþróttalýð-
háskóla sé blanda af námi í skólanum
sjálfum og ferðalögum með góðum skóla-
félögum. Ég hvet alla til að kynna sér þenn-
an möguleika og þá er um að gera að hafa
samband, fara inn á heimasíðuna www.
ihs.dk þar sem allar helstu upplýsingar
koma fram og svo er hægt að fylgjast
með okkur á Facebook,“ sagði Karl.
Nemendur Versl-
unarskóla Íslands
sýndu kynning-
unni mikinn
áhuga.
Karl F. Jörgensen Jóhannsson og
Michael Willemar, skólastjóri Íþrótta-
lýðháskólans í Sønderborg, á kynn-
ingunni í Verslunarskóla Íslands.