Skinfaxi - 01.03.2014, Qupperneq 25
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 25
G
rindvíkingar hafa fundið leið til að
draga úr brottfalli barna úr íþróttum
og auka fjölbreytni í æfingum. Hlut-
fall barna, sem æfa íþróttir í bænum, er
hátt og kostnaður við fyrirkomulagið er
lítill. Bærinn og ungmennafélagið hafa
tekið höndum saman til að efla íþrótta-
iðkun barna og ungmenna. Bærinn niður-
greiðir æfingagjöld og í staðinn skuld-
bindur félagið sig til að hafa samræmd
gjöld á milli deilda. Þetta þýðir að fyrir
hvert barn á aldrinum sex til sextán ára
eru greiddar 22.500 krónur á ári eða 1.850
krónur á mánuði og má fyrir það æfa allar
íþróttir sem í boði eru. Deildirnar skipta
fjármunum á milli sín og fyrir vikið starfa
þær saman í stað þess að keppa um krón-
urnar. Börnin fá tækifæri til að prófa ólíkar
greinar og finna það sem hentar þeim best.
„Bærinn og Ungmennafélag Grindavík-
ur eru með samning sín í milli í barna- og
unglingastarfi frá 6 til 16 ára þar sem bær-
inn greiðir ungmennafélaginu ákveðna
upphæð á ári sem skiptist á milli deilda
eftir ákveðinni formúlu sem þær koma sér
saman um. Æfingagjöldin á ári eru rúmar
tuttugu þúsund fyrir einstaklinginn og
getur hann æft allar þær greinar sem í
boði eru. Þetta hefur mælst ákaflega vel
fyrir en Grindavíkurbær greiðir nú á milli
40 og 50 þúsund krónur með hverju barni.
Mesta brottfall úr íþróttum er á aldrinum
16–18 ára eins og rannsóknir sýna en með
þessu átaki ætlum við að reyna að sporna
við þessari þróun. Það verður fróðlegt að
Grindvíkingar finna leið sem
dregur úr brottfalli barna í íþróttum
sjá hvernig þetta kemur út hjá okkur með
tímanum,“ sagði Þorsteinn Gunnarsson,
sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs
Grindavíkur, í samtali við Skinfaxa.
Þ
ann 19. mars sl. undirrituðu Illugi Gunnarsson mennta- og
menningarmálaráðherra og Æskulýðsvettvangurinn (ÆV)
samning um ráðstöfun á fjárframlagi til samtakanna. Í samn-
ingnum kemur fram að Æskulýðsvettvangurinn sé vettvangur
sjálfboðaliðasamtaka sem leggi sérstaka áherslu á virka þátttöku
ungs fólks í samfélaginu og í þeim tilgangi skipuleggur hann
fjölbreytt félags- og tómstundastarf fyrir börn og ungmenni.
Markmiðið með fjárstuðningi ríkisins er að gera ÆV kleift að
inna þetta verkefni af hendi. Stuðningur ríkisins tekur einnig
mið af starfi ÆV sem félags-, forvarna-, uppeldis- og menntunar-
vettvangur barna og ungmenna.
Í samningnum er að auki m.a. kveðið á um að Æskulýðsvett-
vangurinn eigi að hafa aðgerðaáætlun til að bregðast við mál-
um er tengjast kynferðislegu ofbeldi eða einelti. Einnig er í
samningnum kveðið á um að:
• Æskulýðsvettvangurinn vinni gegn hatursorðræðu á netinu
og eða í starfinu, vinni með verkefnið Verndum þau í samstarfi
við höfunda bókarinnar, að verkefninu Þátttaka er lífsstíll er mið-
ar að því að auka þátttöku ungmenna í félags- og tómstunda-
starfi og að verkefnum gegn einelti og hvers konar ofbeldi.
• Æskulýðsvettvangurinn vinni með KOMPÁS og Litla-kompás,
m.a. með námskeiðum fyrir þjálfara og kynningu á handbókum.
• Æskulýðsvettvangurinn standi fyrir námskeiðum og fræðslu-
verkefnum sem séu öllum opin þar sem því verður við komið.
Samningur mennta- og menningarmálaráðuneytis
við Æskulýðsvettvanginn
Frá vinstri: Karitas H. Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri í mennta- og menningarmálaráðuneyti, Illugi Gunnars-
son, mennta- og menningarmálaráðherra, Sæmundur Runólfsson, formaður ÆV, Ragnheiður Sigurðar-
dóttir, verkefnastjóri ÆV, Júlíus Aðalsteinsson, málefnastjóri BÍS, og Erlendur Kristjánsson, deildarstjóri
íþrótta- og æskulýðsdeildar mennta- og menningarmálaráðuneytisins.