Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2014, Síða 28

Skinfaxi - 01.03.2014, Síða 28
28 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Aðalfundur Keflavíkur íþrótta- og ung- mennafélags var haldinn 24. febrúar sl. og var Einar Haraldsson endurkjörinn formaður. Sigurvin Guðfinnsson hætti í stjórn félagsins eftir átján ára stjórnar- setu og Birgir Már Bragason kom inn nýr í varastjórn en hann á að baki fimmtán ára stjórnunarferil innan Keflavíkur. Stjórn Keflavíkur 2014–2015 er skipuð eftirtöldu fólki: Einar Haraldsson, for- maður, Kári Gunnlaugsson, Þórður Magni Kjartansson, Birgir Ingibergsson og Bjarney S. Snævarsdóttir. Í varastjórn eru Sveinn Adolfsson, Guðjón Axelsson og Birgir Már Bragason. Á aðalfundinum voru Guðni Kjartans- son og Sigurvin Guðfinnsson sæmdir gull- heiðursmerki Keflavíkur. Helga G. Guðjóns- dóttir, formaður UMFÍ, og Björg Jakobsdóttir, meðstjórnandi í stjórn UMFÍ, heiðruðu aðal- fundinn með nærveru sinni ásamt formanni Aðalfundur Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags: Einar Haraldsson sæmdur gullmerki UMFÍ ÍRB og bæjarfulltrúum. Helga Guðrún sæmdi Einar Haraldsson gullmerki UMFÍ. E inar Haraldsson, sem sæmdur var gullmerki UMFÍ á aðalfundi Kefla- víkur íþrótta- og ungmennafélags, fæddist í Reykjavík 1956. Einar ólst upp í Garðahreppi/Garðabæ og hlaut menntun sína í Barnaskóla Garðahrepps, Gagnfræðaskóla Garðabæjar og Iðn- skólanum í Hafnarfirði þaðan sem hann útskrifaðist sem húsasmíðameist- ari. Einar fluttist til Keflavíkur 1977 og settist í varastjórn Ungmennafélags Keflavíkur 1985, svo í aðalstjórn og var síðasti formaður Ungó en 30. júní 1994 sameinuðust sex íþróttafélög innan Keflavíkur undir merkjum Íþrótta- og ungmennafélags Keflavíkur sem síðan var breytt í Keflavík íþrótta- og ung- mennafélag. Einar var varaformaður þess félags fyrstu fjögur árin en síðan formaður og er að hefja sitt 17. ár sem formaður Keflavíkur íþrótta- og ung- mennafélags eða á 21. ár í þessu félagi. (29 ár samfellt í stjórn.) Hann sat í vara- stjórn og stjórn UMFÍ í 8 ár, 2003–2011. Þá sat hann í stjórn Íþróttabandalags Hjörleifur Stefánsson og Jón Ben Einarsson voru sæmdir starfsmerki UMFÍ. Gullmerki Keflavíkur fyrir 15 ára starf hlutu Sveinn Adolfsson, aðalstjórn, Birgir Már Bragason, knatt- spyrnu- og körfuknattleikstjórn, og Dagbjört Ýr Gylfadóttir, bad- mintondeild. Silfurmerki fyrir 10 ára starf hlutu Einar Helgi Aðalsteinsson og Oddur Sæm- undsson, knattspyrnu, og Kristján Þór Karlsson, badmin- ton. Bronsmerki fyrir 5 ára starf hlutu Andrés Þórarinn Eyjólfs- son, fimleikum, og Stefanía S. Kristjánsdóttir, badminton. Starfsbikar félagsins var veittur Hreini Steinþórssyni. Skúli Þ. Skúlason fylgdi eftir framtíðarsýn félagsins til næstu tíu ára og var hún samþykkt. Reykjanesbæjar árin 1999–2009, þá sem varaformaður öll tíu árin. „Að vera sæmdur gullmerki UMFÍ ristir dýpra í mínu hjarta en flest annað. Það eru sterkar ungmennafélagsrætur í manni og að njóta þess heiðurs að fá gullmerki hreyfingarinnar er mér meira en margan grunar. Ég fór ungur að æfa og keppa í ungmennafélagshreyfing- unni og þá í Stjörnunni en í því félagi var faðir minn formaður um tíma. Ég hóf svo seinna stjórnunarstörf í Keflavík sem ég gegni enn í dag. Þetta starf hef- ur gefið lífinu gildi og þegar maður lítur yfir farinn veg hefur margt breyst. Það er erfiðara en áður að ná í fjármagn en starfið gengur samt sem áður vel og mér finnst stjórnarmenn í gegnum tíð- ina eiga heiður skilið fyrir frábært starf þótt umhverfið hafi stundum verið erfitt. Annars lít ég björtum augum til framtíðarinnar og tækifærin eru mörg,“ sagði Einar Haraldsson, formaður og framkvæmdastjóri Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags, í samtali við Skinfaxa. „Ristir dýpra í mínu hjarta en flest annað“ Göngum um Ísland Fjölskyldan á fjallið

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.