Skinfaxi - 01.03.2014, Síða 33
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 33
Héraðsþing HSK var haldið í 92. sinn í
félagsheimilinu á Borg í Grímsnesi laugar-
daginn 8. mars sl. Þing HSK hafa þrisvar
sinnum verið haldin á Borg, þ.e. árin 1968,
1976 og 2000. Vel yfir 90 fulltrúar mættu á
þingið af 122 sem áttu rétt til setu.
Fjöldi mála var afgreiddur á þinginu.
Allir þeir sem komu að framkvæmd 27.
Landsmóts UMFÍ, sem HSK hélt á Selfossi
sl. sumar, hlutu þakkir fyrir störf sín.
Íþróttafólk ársins var heiðrað og til-
kynnt að Guðmunda Brynja Óladóttir,
knattspyrnukona frá Selfossi, hefði verið
valin íþróttamaður HSK 2013. Einnig
voru veitt ýmis sérverðlaun. Umf. Selfoss
var stigahæsta félagið, Umf. Hekla fékk
unglingabikar HSK og frjálsíþróttadeild
Héraðsþing Héraðssambandsins Skarphéðins:
Engilbert Olgeirsson sæmdur gullmerki UMFÍ
E
ngilbert Olgeirsson var sæmdur
gullmerki UMFÍ á héraðsþingi
HSK 8. mars sl. Engilbert er fædd-
ur á Selfossi árið 1966. Hann ólst upp
í Nefsholti í Holtum og vann við hefð-
bundin sveitastörf á búi foreldra sinna
og sundlaugarvörslu á Laugalandi
fram að unglingsárum. Hann varð
stúdent frá Menntaskólanum á Laugar-
vatni 1986 og hélt svo áfram námi við
Íþróttakennaraskólann og útskrifaðist
sem íþróttakennari 1988.
Engilbert hefur látið til sín taka í
félagsmálum íþrótta- og ungmenna-
félaga og var m.a. formaður Ungmenna-
félagsins Ingólfs um skeið á mennta-
skólaárum sínum. Þá var hann formað-
ur körfuknattleiksnefndar HSK um
þriggja ára skeið. Hann vann að stofnun
Íþróttafélagsins Garps árið 1992 og sat
í stjórn þess um tíma. Þá var Engilbert
kjörinn í stjórn ÍSÍ árið 2000 og sat þar í
framkvæmdastjórn til ársins 2009.
Eftir að Engilbert hóf störf hjá HSK hef-
ur meginreglan verið sú að hann vinnur
með nefndum sambandsins en situr ekki
í þeim. Undantekning er ritnefndir um
Umf. Þórs foreldrastarfsbikar
HSK. Þá var Kristín Stefáns-
dóttir, Umf. Vöku, valin öðling-
ur ársins.
Þórir Haraldsson, Umf. Sel-
foss, var sæmdur gullmerki
HSK og Helgi Kjartansson,
Umf. Biskupstungna, og Þor-
björg Vilhjálmsdóttir, Íþrótta-
félaginu Suðra, voru sæmd
silfurmerki HSK.
Helga Guðrún Guðjóns-
dóttir, formaður UMFÍ, sæmdi
Engilbert Olgeirsson, fram-
kvæmdastjóra HSK, gullmerki
UMFÍ. Jóhannes Óli Kjartans-
son, Umf. Selfoss, Bjarnheiður
Ástgeirsdóttir, Umf. Selfoss, og
Guðmundur Jónasson, Umf.
Heklu, hlutu starfsmerki UMFÍ.
Stjórn HSK skipar eftirtalið
fólk: Guðríður Aadnegard, for-
maður, Guðmundur Jónasson,
gjaldkeri, Bergur Guðmunds-
son, ritari, Örn Guðnason, vara-
formaður, og Fanney Ólafsdótt-
ir, meðstjórnandi. Í varastjórn
eru Anný Ingimarsdóttir, Gestur Einarsson
og Jóhannes Óli Kjartansson.
sögu Sigurðar Greipssonar og sögu HSK. Þá
hefur hann einnig setið í ýmsum nefndum á
vegum UMFÍ, FRÍ og GLÍ. Honum hefur tekist
að gegna hinu vandasama og umfangsmikla
starfi framkvæmdastjóra HSK frá 1991 á þann
hátt að flestir telja það til fyrirmyndar enda
hefur honum alltaf þótt gaman í vinnunni.
„Ég lít svo á að ég hafi verið sæmdur gull-
merki UMFÍ fyrir þau störf sem ég inni af
„Ég nýt þess að vinna fyrir hreyfinguna“
hendi fyrir hreyfinguna. Ég hef alltaf
lagt mig fram við að vinna að fram-
gangi hreyfingarinnar. Þetta er líka
viðurkenning fyrir það starf sem ég
vinn fyrir mitt samband. Ég nýt þess
að vinna fyrir hreyfinguna, hef alltaf
haft gaman af vinnunni, alltaf eru ný
verkefni til að takast á við, og ekki
síður að vinna með góðu fólki,“
sagði Engilbert Olgeirsson í samtali
við Skinfaxa.
Engilbert sagðist alltaf hafa haft
gaman af félagsmálum og að þau
væru eitt af aðaláhugamálum hans.
Hann væri ennfremur mikill íþrótta-
unnandi.
„Ég hef starfað lengi í hreyfing-
unni og þetta hefur verið gefandi og
skemmtilegur tími. Ég tel mig ennþá eiga
erindi við hreyfinguna og meðan að svo
er, er ég ekkert á förum úr þessu. Þetta er
fjölbreytt starf og skemmtilegt vinnu-
umhverfi og ég hef verið heppinn með
samstarfsfólk í sambandinu. Maður hefur
líka kynnst góðu fólki í hreyfingunni um
allt land,“ sagði Engilbert Olgeirsson,
framkvæmdastjóri HSK.
Mynd að ofan: Frá vinstri: Jóhannes
Óli Kjartansson, Bjarnheiður Ást-
geirsdóttir, Helga Guðrún Guðjóns-
dóttir, formaður UMFÍ, Guðmundur
Jónasson og Engilbert Olgeirsson.
Mynd til vinstri: Frá vinstri: Guðríður
Aadnegard, formaður HSH, Þórir
Haraldsson, Þorbjörg Vilhjálmsdóttir
og Helgi Kjartansson.
Engilbert Olgeirsson
við setningu 27.
Landsmóts UMFÍ
á Selfossi 2013.