Skinfaxi - 01.03.2014, Blaðsíða 38
38 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Námið heillar, ekki er
illa menntuð þjóðin.
Klámið bönnum, hvergi hér
hrakleg yrkjum ljóðin.
Þessi staka er eftir Ragnar Inga Aðal-
steinsson og er ekki öll þar sem hún er
séð. Hér er um að ræða sléttubönd en
vísu, sem er gerð undir þeim bragarhætti,
er hægt að hafa yfir jafnt aftur á bak sem
áfram án þess að bragreglur raskist. Sléttu-
bönd, sem skipta að auki um merkingu
eftir því hvort þau eru lesin aftur á bak
eða áfram, þykja einstaklega skemmtileg.
Ef lesendur ætla að spreyta sig á þessu
formi bið ég þá um að gæta vel að stuðlum
– því að ekki er rétt ort ef stuðlarnir
lenda ekki rétt í báðar áttir.
Margir kannast við Ragnar Inga Aðal-
steinsson frá Vaðbrekku í Jökuldal, en
hann hefur í gegnum tíðina látið til sín
taka í ljóðagerð og bragfræðikennslu. Nú
nýverið gaf Ragnar út stórgóða bók um
bragfræði sem heitir einfaldlega Íslensk
bragfræði. Hægt er að mæla með henni,
jafnt fyrir byrjendur og lengra komna. Þá
geta áhugamenn um hefðbundna ljóðlist
gerst áskrifendur að tímariti sem Ragnar
Ingi gefur út og heitir Stuðlaberg. Hægt
er að hafa samband við Ragnar Inga í
gegnum netfangið ria@hi.is til að fá nán-
ari upplýsingar um ritið og til að gerast
Vísnaþáttur
Höskuldur Búi Jónsson
áskrifandi en efni þessa tímarits er fjöl-
breytt og að mati undirskrifaðs mjög
skemmtilegt.
En víkjum að því efni sem vikið var að
hér í upphafi, þ.e. sléttuböndum, en
margir hafa spreytt sig á þeim. Sigurlín
Hermannsdóttir er þar á meðal, en hún
orti á Boðnarmiði:
Dáir ljóðin, aldrei ann
illum rógi manna.
Sáir góðu, hvergi hann
heggur skóginn sanna.
Ingólfur Ómar Ármannsson sendi mér
nokkur sléttubönd, hér eru tvö þeirra:
Kveður ljóðin, ekki er
ansi rogginn seggur.
Gleður fljóðin hvergi hér
hæðni brúkar Skeggur.
Bögur góðar mæra menn
mörgum hylli veita.
Fögur ljóðin yrkja enn
andans snilli beita.
Eins og venjulega óskaði ég eftir botn-
um í síðasta þætti. Tveir botnar bárust en
það var Jóhannes Sigmundsson, dyggur
lesandi Skinfaxa, fyrrverandi formaður
HSK og núverandi heiðursformaður, frá
Syðra-Langholti, sem botnaði svo:
Enn blæs vetur ósköp kaldann
ís og hret að landi.
Þó sem betur, það er sjaldan
þrúgað getur landsins fjandi.
Sólin upp rís bljúg og blíð
bræðir vetrarhjarta.
Bráðum kemur betri tíð,
burt flýr myrkrið svarta.
Ég þakka Jóhannesi kærlega fyrir.
Hér eru fyrripartar til að glíma við
fyrir næsta þátt:
Þiðnar klaki, kraftur vex
kitlar vorið blíða.
-
Þrýtur aflið, sjaldan sé
sæta góða stöku.
Ég hvet sem flesta til að botna þessa
fyrriparta og senda þættinum, auk frum-
ortra vísna. Hægt er að senda efni á Skin-
faxa, Sigtúni 42, 105 Reykjavík, eða með
tölvupósti á hoskibui@gmail.com.
Kvæðakveðja
Höskuldur Búi Jónsson