Skinfaxi - 01.03.2014, Qupperneq 40
40 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
94. ársþing Ungmennasambands Skaga-
fjarðar var haldið 2. mars sl. í félagsheimilinu
Höfðaborg á Hofsósi, í boði hestamanna-
félagsins Svaða. Þingið var vel sótt og voru
þingfulltrúar um 50 talsins. Haukur Valtýs-
son, varaformaður UMFÍ, ávarpaði þingið.
Jón Daníel Jónsson var endurkjörinn for-
maður UMSS. Að sögn Dúfu Ásbjörnsdóttur,
framkvæmdastjóra UMSS, gekk þingið með
ágætum. Vel var unnið í nefndum og þaðan
komu fjölmargar tillögur sem voru bornar
upp á þinginu.
„Verkefnin fram undan eru ærin en þar
ber hæst Unglingalandsmótið sem verður
haldið á Sauðárkróki um verslunarmanna-
helgina. Undirbúningur fyrir mótið gengur
vel. Það er, eins og gefur að skilja, í mörg
horn að líta en þetta er mjög spennandi
verkefni,“ sagði Dúfa Ásbjörnsdóttir, fram-
kvæmdastjóri UMSS.
Breytingar urðu í stjórn sambandsins.
Þeir Rúnar Vífilsson og Pétur Grétarsson gáfu
ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu
en í þeirra stað komu Sylvía Magnúsdóttir
og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir nýjar inn
í stjórnina.
Á þingi UMSS sem haldið var í félagsheimilinu
Höfðaborg á Hofsósi.
Ársþing Ungmennasambands Skagafjarðar:
Undirbúningur fyrir Unglingalandsmót ber hæst
Aðalfundur Ungmennafélagsins Þróttar var
haldinn í Félagsmiðstöðinni 6. mars sl. Farið
var yfir skýrslu stjórnar, ársreikningar lagðir
fram til samþykktar og kosið í stjórn. Svava
Arnardóttir bauð sig aftur fram til formanns
og var hún kjörin samhljóða. Íris Pétursdóttir
og Guðmann Rúnar Lúðvíksson sitja einnig
áfram í stjórn. Ekki tókst að manna stjórn að
fullu annað árið í röð og var stjórnarmeðlim-
um falið það verkefni að finna áhugasama
einstaklinga til þess að vinna með stjórninni.
Þrátt fyrir fámenna stjórn hefur stjórnin
ásamt framkvæmdastjóra unnið vel saman.
Aðalfundurinn var ágætlega sóttur og
voru umræður málefnalegar. Metnaðarfullt
starf er unnið í öllum deildum og fjöldi
barna og unglinga leggur stund á íþróttir
hjá félaginu, eina eða fleiri. Iðkendur á
vegum Þróttar í barna- og unglingadeild
eru tæplega 130 talsins. Fjórar deildir eru
reknar í félaginu, júdó, sund, körfubolti og
knattspyrna. Einnig stendur félagið fyrir
íþróttaskóla fyrir yngstu krílin einu sinni í
viku. Fundargestir voru almennt jákvæðir
og voru þeir einróma sammála því að stjórn
Þróttar væri að gera góða hluti og ætti að
vera sátt við starfsárið 2013.
Svava Arnardóttir, formaður Umf. Þróttar.
Aðalfundur Ungmennafélagsins Þróttar í Vogum:
Stjórnin vinnur að góðum verkefnum
Að undanförnu hafa starfsfólk og stjórnarmenn UMFÍ heimsótt
sambandsaðila víðs vegar um landið.
Annars vegar hafa stefnumótun-
arfundir verið haldnir á nokkrum stöð-
um á landinu og hins vegar hafa héraðs-
sambönd verið heimsótt þar sem starf-
semi og framtíðarsýn hafa verið rædd.
Þessir fundir hafa heppnast vel og
vonast stjórn UMFÍ til að fundirnir skili
sínu þegar fram í sækir.
Á síðasta sambandsþingi UMFÍ var samþykkt að halda fleiri fundi vegna
stefnumótandi vinnu um framtíð Lands-
móta UMFÍ. Vinnufundir hafa verið
haldnir í Borgarnesi, á Akureyri, á Sel-
fossi, á Egilsstöðum og í Reykjavík. Á
fundinum hefur verið kallað eftir áliti
og hugmyndum fólks úr hreyfingunni
um hvernig mótin eigi að þróast og í
hvaða farveg þau eigi að fara.
Fundir með stjórnum aðildarfélaga UMFÍ hafa verið haldnir víða um land
frá áramótum. Sem dæmi má nefna
að fundur var haldinn með stjórn Umf.
Njarðvíkur þar sem m.a. kom fram að
starfið stendur með miklum blóma hjá
félaginu, þátttaka í íþróttum er mikil og
fer vaxandi. Sex deildir eru reknar innan
félagsins og á sumrin hefur verið haldið
úti íþróttaskóla sem hefur gefið góða
raun. Félagið verður 70 ára 10. apríl nk.
og verður þeirra tímamóta minnst með
ýmsum hætti.
Þá voru haldnir fundir með HSK á
Selfossi og UÍF á Siglufirði. Starfið innan
þessara sambanda er mikið og góður
hugur í fólki.
Í byrjun febrúar voru haldnir fundir
með HHF á Patreksfirði, USVS í Vík og
HSS á Hólmavík. Fleiri fundir verða
haldnir fram á vorið.
Stefnumótunarfundir og héraðssamböndin sótt heim
Hólmavík
Borgarnes