Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Blaðsíða 15
14.10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 VIÐ VILJUM SJÁ ÞIG Arion banki hefur, í samstarfi við Umferðarstofu, sent öllum börnum fæddum árið 2006 endurskinsmerki að gjöf. Önnur börn sem langar í merki geta nálgast þau í næsta útibúi Arion banka meðan birgðir endast. Komdu í heimsókn því við viljum sjá þig. © D IS N EY H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 2 -2 1 8 5 Hið hreina klám Sérðu einhverja sérstaka þróun í bókmenntunum? „Það breytir miklu hér á landi að það eru komnar klámbækur fyrir konur sem drepa glæpasögurnar, sem hlýtur að vera harmleikur fyrir þig. Nú er ekki lengur barist fyrir kvenfrelsi heldur kynfrelsi. Hið hreina klám hefur tekið völdin. Konur eru ánægðar með þetta, einkum menntastúlkurnar. Hópur kvenlesenda hefur ekki áhuga á bókmenntum sem slíkum heldur því hvort aðalpersónurnar ná saman í lokin eða ekki. Ef lesendahópurinn væri ekki að sverma fyrir þessum endalokum myndi hann ekki lesa bækur. Jafnvel giftar konur spyrja sig forvitnar: „Ná þau saman í lokin eða ekki?“ En í þessum bókum ná þau alltaf saman í lokin. Bækurnar fylgja ákveðinni hefð í skáldsagna- gerð á þann hátt að þar eru karl- menn alveg óskaplega fallegir. Þarna rætist því draumur kvenna um glæsilega menn. Svo bætist við að klofið er komið í brennidepil, sem er mjög gott. Í þessum bókum er söguþráðurinn fullur af vand- ræðagangi sem konunum líkar við og það truflar þær ekki hvað þetta er hræðilega lélegt. Glæpasagan er þúsund sinnum betri. Þessar konur eru búnar að fá það sem þær vilja fá: vandræðagang og lélegheit.“ Ný skáldsaga er að koma frá þér, um hvað er hún? „Aðalpersónurnar eru tvær manneskjur sem hafa ekki komist áfram í leikhúsheiminum en hafa á vissan hátt fest í leikriti sem þær halda áfram að leika allt sitt líf án þess að gera sér grein fyrir því að þær hafi staðnað, en eru svo að reyna að ná saman eins og í ástar- sögunum. Síðan dregur höfund- urinn allt samfélagið inn í söguna. Þú veist ekki hvað er að gerast í þessari sögu fyrr en á lokasprett- inum. Þegar þú lest bókina muntu sjá að hún er vel gerð tæknilega séð, ekki bara ritlistarlega séð, án þess að ég sé að hreykja mér yfir því á nokkurn hátt.“ Þú hefur fengið allskyns verðlaun og viðurkenningar á ferlinum og svo verður Guðbergsstofa opnuð á næsta ári. Skiptir þetta þig máli? „Nei, þetta skiptir mig engu máli. Ég er algjörlega hlutlaus gagnvart því. Svona hlutir breyta mér ekki á nokkurn hátt. Ég hef fengið æðsta heiðursmerki Spánar og líka heiðursmerki frá konung- inum, þannig að ég er riddari. En hvað á ég að gera við þessa hluti? Þeir hjálpa mér ekkert, en ég tek við þeim.“ Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.