Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Blaðsíða 42
*Fjármál heimilannaMenntun borgar sig þrátt fyrir að afborganir af námslánum taki sinn tíma A ð vera læs á flókna fjármálaútreikn- inga er ekki forsenda þess að geta haldið utan um eigin buddu og sett sér markmið í fjármálum. Markmið Stofnunar um fjármálalæsi er að hvetja almenn- ing til að ná betri tökum á eigin fjármálum og tryggja þannig fjárhagslegan stöðugleika í lífi sínu og fjölskyldna sinna. Breki Karlsson, forstöðumaður stofnunar- innar, segir að fjármálalæsi sé engin geimvís- indi heldur almenn skynsemi. Breki og Áslaug Pálsdóttir, starfsmaður stofnunarinnar, munu skrifa pistla tengda fjármálum heimilanna í Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Breki segir að persónuleg reynsla sín hafi vakið áhuga á því að auka læsi almennings á fjármál. „Það sem kveikti í mér á sínum tíma var persónuleg reynsla, þ.e.a.s. ég hafði ábyrgst skuldabréf sem féll á mig af fullum þunga og ég var í mörg ár að klára að borga af. Ég hugsaði með mér að ég hafði aldrei lært neitt um þetta í skóla, vissi allt um Snorra Sturluson og hvern- ig hann lifði og dó, en ekkert um hvernig ætti að haga fjármálum heimilisins í dag.“ Hann segist drifinn áfram af þeirri vissu að heimurinn verði örlítið betri eftir því sem fleiri verði læsir á eigin fjármál. Breki segir mikil- vægt að flækja ekki hlutina heldur halda sig við einfaldar reglur til að taka fjármál heimilisins traustum tökum: Peningar þurfa ekki að vera til í bunkum til að hægt sé að hafa gagn af einföldum ráðum fyrir heimilisbókhaldið. Morgunblaðið/Golli BREKI OG ÁSLAUG SKRIFA PISTLA UM FJÁRMÁL Engin geimvísindi PENINGAR ERU EKKI ALLT EN ÞAÐ SKIPTIR MÁLI AÐ GERA SÉR GREIN FYRIR STÖÐUNNI. STOFNUN UM FJÁRMÁLALÆSI GEFUR GÓÐ RÁÐ FYRIR HEIMILISBÓKHALDIÐ * Halda bókhald(vita hvaðan maður kemur) * Greina stöðuna(vita hvar maður er) * Gera áætlun(vita hvert maður ætlar að fara) * Eyða ekki meiraen maður aflar (sníða sér stakk eftir vexti) * Láta peninganavinna með sér en ekki á móti * Gera ráð fyrirhinu óvænta (eiga varasjóð, greiða fyrir tryggingar, huga að lífinu eftir vinnu o.fl.) * Muna að peningar eru ekki allt (þeir kaupa jú ekki hamingju) Foreldrar eru gjarnir á að segja börnum sínum aðmenntun borgi sig, en gerir hún það raunverulega?Menntun fylgir mikill kostnaður, t.d. skráningar- gjöld og bókakaup, svo þarf auðvitað að framfleyta sér meðan á námi stendur. Til að ráða við kostnað sem nám- inu fylgir neyðast margir til að taka námslán sem seinna meir þarf að greiða með til- heyrandi kostnaði. Spurningin er því – borgar það sig að fara í nám? Samkvæmt tölum frá Hag- stofu Íslands eru laun þeirra sem lokið hafa háskólaprófi síður undir lágtekjumörkum en laun þeirra sem einungis hafa lokið grunn- eða fram- haldsskólaprófi. Árið 2011 voru 4% háskólamenntaðra með laun undir lág- tekjumörkum en 8,2% þeirra sem lokið höfðu framhalds- skólaprófi. Tölurnar sýna líka að atvinnuleysi er minna á meðal háskólamenntaðra, árið 2011 voru 5,2% háskóla- menntaðra atvinnulaus, 5,6% þeirra sem klárað höfðu starfs- eða framhaldsskólamenntun en atvinnuleysi var 14,6% á meðal grunnskólamenntaðra. Tökum dæmi um störf sem krefjast oftast menntunar: Samkvæmt launakönnun VR eru meðallaun stjórnenda og sérfræðinga 564.000 krónur á mánuði. Ef miðað er við þessar tekjur og 4,5 milljóna króna námslán er árleg afborgun námslána 253.800 krónur í 20 ár. Að þessum forsendum gefnum þarf menntun að hækka mán- aðarlaun um 21.150 krónur á mánuði til að hún borgi sig. Samkvæmt launakönnun VR frá 2011 eru laun þeirra sem lokið hafa meistara- eða doktorsnámi 64% hærri en laun þeirra sem lokið hafa grunnskólamenntun eða minna. Séu þessar niðurstöður teknar saman má álykta að aukið nám dragi úr líkum á atvinnuleysi og auki líkur á hærri launum. Ef við bætum svo við gleðinni sem fylgir því að vera í uppbyggilegu námsumhverfi og læra það sem okkur þykir áhugavert er auðvelt að komast að nið- urstöðunni: Já, foreldrar þínir hafa rétt fyrir sér: Menntun borgar sig! Aurar og krónur BORGAR MENNTUN SIG? ÁSLAUG PÁLSDÓTTIR NÁM ÍTÖLUM 21.000 krónur er upphæðin sem þarf á mánuði til að greiða námslán *Meirihluti þessa hóps er með háskólapróf Launaupplýsingar miðast við LaunakönnunVR 2011 564.000 krónur eru meðallaun stjórnenda og sérfræðinga f. skatt* 389.000 krónur eru meðallaun fólks með framhaldsskólamenntun 175.000 krónur er upphæðin sem háskólamenntaðir hafa umfram hina sem hafa framhaldsskólamenntun á mánuði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.