Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Blaðsíða 47
14.10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 allar hugmyndir eigi að skoða í þessu sam- hengi, þar á meðal þessa [að banna glæpa- samtök]. Það er þó engin töfralausn heldur ein leið af mörgum sem skoða þarf. Brýnasta verkefnið að mínu mati er að efla starfsemi lögreglu þannig að unnt sé að fylgja okkar starfi enn betur eftir á þessu sviði,“ sagði hann. Lagaumhverfið þykir um margt gott hér á landi þegar kemur að því að bregðast við starfsemi meintra glæpasamtaka. Nefna má í því sambandi fjölmörg tilvik þar sem erlend- um félögum í slíkum samtökum hefur verið snúið burt strax við komuna til landsins. Eft- ir slíkum málum hefur verið tekið víða og þykja þau bera viðbrögðum og staðfestu lög- reglu á Íslandi gott vitni. Sumir telja þetta þó ekki duga, t.a.m. lýsti Steinar Adolfsson, framkvæmdastjóri Lands- sambands lögreglumanna, því yfir á dög- unum að bæta þyrfti lagaumhverfið. Þá hef- ur lögreglan vakið máls á því að heimildir hennar hér á landi verði færðar til samræm- is við það sem þekkist á Norðurlöndum. Það hefur verið til skoðunar í innanríkisráðuneyt- inu. Hvað eru 1%-samtök? En hvers vegna óttast fólk Outlaws- samtökin? Outlaws MC eru yfirlýst 1%-samtök en það er viðtekinn skilningur lögreglu, þar sem Outlaws hefur haslað sér völl, að það þýði að þau hafi sagt sig úr lögum við samfélagið og telji í raun bræðralagið æðra landslögum. 1%-skilgreiningin er dregin af því að lög- regla lítur svo á að 99% allra vélhjóla- samtaka hafi á að skipa venjulegum, lög- hlýðnum borgurum. 1% lýtur eigin lögum og reglum. Hugtakið 1% var fyrst notað af lands- samtökum vélhjólafólks í Bandaríkjunum seint á fimmta áratug síðustu aldar til að skilgreina öfgamenn innan sinna vébanda. Voru þeir sagðir harðskeytt partíljón með tilhneigingu til að synda á móti straumnum. Hvergi var minnst á lögbrot á þeim tíma en lögregla tók þá skilgreiningu upp síðar, lík- lega á níunda áratugnum. Halda ber því til haga að 1%-klúbbarnir hafa aldrei fallist op- inberlega á skilgreiningu lögreglu og segja hana diktaða upp í því skyni að slá ryki í augu almennings og dómstóla. Menn kalli sig einfaldlega „1%-ara“ til að undirstrika köllun sína og tryggð við vélhjólin og bræðralagið. Þannig hefur Outlaws MC aldrei gengist við því opinberlega að vera glæpasamtök, heldur bara vélhjólaklúbbur. Saga Outlaws á Íslandi er ekki löng. Í maí á síðasta ári fékk hópur vélhjólamanna inn- göngu í „fjölskyldu“ Outlaws undir nafninu Black Pistons og skömmu síðar gekk annar hópur, Berserkir í Hafnarfirði, í Black Pi- stons. Í ágúst 2011 tóku samtökin upp nafnið Probationary Outlaws, það er Útlagar á skil- orði. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að ástæða sé til að ætla að sá hluti Proba- tionary Outlaws sem áður hét Berserkir verði fullgilt félag í Outlaws MC á næstu mánuðum. Samkvæmt sömu heimildum fer á hinn bóginn lítið fyrir starfsemi hins upp- runalega Black Pistons-hóps um þessar mundir. Hvort fullgilding aðildar breytir einhverju fyrir Outlaws á Íslandi, lögreglu og íbúa þessa lands mun tíminn leiða í ljós. Outlaws MC er bræðralag vélhjóla- manna og gilda þar strangar innri reglur. Eru þær æðri landslögum? Ljósmynd/Pressphotos.biz The McCook Outlaws Motorcycle Club var stofnaður í McCook, Illinois, árið 1935. Ró- legt var yfir starfinu fyrstu árin en eftir að samtökin fluttu sig um set til Chicago 1950 fór þeim að vaxa fiskur um hrygg. Á sama tíma varð höfuðkúpa helsta tákn félagsins. Árið 1963 gekk Outlaws í bræðralag 1%- samtaka vélhjólamanna og árið 1969 varð mottó til: „Guð fyrirgefur en Útlagar ekki.“ Outlaws færðu jafnt og þétt út kvíarnar í Bandaríkjunum og árið 1978 var fyrsta að- ildarfélagið sett á laggirnar erlendis, í Iowa í Kanada. Fyrsta vígi Outlaws í Evrópu varð til í Frakklandi 1993 og skömmu síðar hösl- uðu samtökin sér einnig völl í Noregi, Bret- landi, Belgíu og víðar í álfunni. Enda þótt Outlaws MC segist ekki vera glæpasamtök hafa margir meðlimir í sam- tökunum átt aðild að sakamálum víðsvegar um heim á umliðnum árum. Skoðum dæmi: Árið 2000 var Kevin O’Neill, forseti Out- laws í Wisconsin, dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir ítrekuð brot. Sama ár voru þrír Out- laws-liðar í Belgíu dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða félaga sinn á knæpu. Árið 2006 voru nokkrir Outlaws-liðar í Mosbach í Þýskalandi dæmdir í fangelsi fyr- ir tilraun til manndráps. Eftir það var fé- lagsdeildin í Mosbach leyst upp. Árið 2008 voru sjö Outlaws-liðar í Lund- únum dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morð á félaga í Hells Angels árið áður. Árið 2010 fann dómstóll í Milwaukee for- seta Outlaws í Bandaríkjunum, Jack Rosga, sekan um fjárglæfrastarfsemi og samsæri um að beita ofbeldi. Þótti það mikið högg fyrir samtökin. „Það að hjóla á Harley gerir menn ekki að glæpamönnum en menn fara yfir strikið þegar þeir beita ofbeldi í við- skiptaskyni,“ sagði Neil MacBride saksókn- ari Virginiu-ríkis. Við réttarhaldið yfir Rosga komu fram gögn sem þóttu sýna, svo ekki verður um villst, að Outlaws-samtökin séu skipulögð glæpasamtök. Sama ár týndi Thomas Mayne, meðlimur í Outlaws, lífi í skotbardaga við sérsveit lögreglu í Maine. Outlaws MC og Hells Angels hafa lengi eldað grátt silfur saman og hafa samtökin víða borist á banaspjót um yfirráð yfir til- teknum svæðum. Skemmst er að minnast þess að einn fullgildur meðlimur Outlaws í Belgíu, enn upprennandi meðlimur, og fé- lagi þeirra voru myrtir af liðsmönnum Hells Angels í fyrra. Fjöldi manna hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn málsins en enginn dæmdur ennþá enda er þagn- arskylda, svonefnd „omerta“, við lýði bæði innan vébanda Outlaws og Hells Angels. „Guð fyrirgefur en Útlagar ekki“ RÓTGRÓIN SAMTÖK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.