Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.10. 2012 Matur og drykkir I lmurinn af nýbökuðu brauði tekur á móti manni þegar gengið er inn hjá Salt eldhúsi í bakhúsi við Laugaveg. Þar ræður Auður Ögn Árnadóttir ríkjum og tekur á móti konunum sem eru að streyma inn til að læra að baka franskar makkarónur, þann stórkostlega sæta bita. Konurnar, þar með talin undirrituð, setja á sig svuntu og er síðan vísað til borðs. Námskeiðið byrjar á huggulegri stund, nýbökuðu brauði og áleggi sem Auður er búin að út- búa, þar með töldu fersku pestói og sítrónusmjöri (lemon curd). Auður kynnir verkefni dagsins og útdeilir upp- skriftum. Þarna fer enginn svangur til vinnu og líka ljóst að það þarf orku til að baka franskar makkarónur því í tali Auðar kemur skýrt fram að þetta sé mikil nákvæmisvinna. Til dæmis er líklegra að makkarónubaksturinn mistakist í rigningu! Þennan dag hellirignir og það dregur aðeins úr mannskapnum en Auður kann ráð til að vega upp á móti þessu. „Bakstur er vísindi,“ segir hún og makkarónubakstur er ekki bara vísindi heldur líka tækni. „Makkarónukökur eru mjög miklar dívur,“ segir hún og eru það orð að sönnu. Mikið er lagt upp úr stemningunni og umhverfið er fal- legt og hægt að segja sem svo að allt umhverfið bjóði upp á góða upplifun. Kennslueldhús sælkerans Í spjalli að námskeiðinu loknu útskýrir Auður hverju hún vilji ná fram með þessum námskeiðum. „Ég er að reyna að ná fram þessari sælkeraupplifun. Ég kalla þetta kennslueld- hús sælkerans. Hingað getur fólk komið til að læra eitthvað nýtt. Ég legg mikið upp úr því að það sé heildar sælkera- upplifun að koma hingað hvað varðar bragð, lykt, sjón og heyrn. Ég vil að þetta allt vinni saman,“ segir hún en til dæmis er verið að spila frönsk lög á þessu námskeiði, sem eykur enn á upplifunina. „Mér finnst líka gaman að reyna að ná fram þeirri stemningu að fólki finnist það vera að koma í heimsókn til mín,“ segir hún og það er ástæða þess að hún er til dæmis ekki með stórt ljósaskilti utan á húsnæðinu. Blaðakona kom á námskeiðið án þess að þekkja neinn en leið strax sem hluta af hópnum. Allir fóru að spjalla saman og stemningin var afslöppuð. „Þetta er það sem gerist hérna. Til dæmis var indverskt námskeið hérna um daginn. Á því voru þrjú pör en að öðru leyti þekktist fólkið ekki. Þar kynntist fólk á námskeiðinu og ætlaði hópurinn að stofna Facebook-hóp til að halda utan um þetta og skiptast á uppskriftum og ráðum. Það myndast oftar en ekki skemmtileg stemning hérna, þó að fólk komi og þekki eng- an. Stundum þarf ég aðeins að ýta undir þetta, spyr: Viltu smakka? Og gef til kynna að það megi labba á milli,“ segir Auður en jafnan eru 12 manns í hópi á matreiðslunám- skeiðunum hennar. Sjálf kennir hún á makkarónunámskeiðinu því hún er lærð á því sviði. Á önnur námskeið fær hún til sín gesta- kokka. Til dæmis kenndi kokkur af Gandhi á indverska námskeiðinu og Gulli á Grillmarkaðnum sá um taílenska matargerðarnámskeiðið sem var í vikunni. Ennfremur hefur til dæmis verið haldið námskeið í ostagerð og makkarón- unámskeiðin hafa verið mörg og sérstaklega vinsæl. Fram- undan er eftirréttanámskeið, námskeið í nepalskri mat- argerð og ítalskt matreiðslunámskeið en hægt er að fylgjast með dagskránni á www.salteldhus.is og undir Salt eldhús á Facebook. „Ég legg áherslu á það í öllum námskeiðum að þú gerir sjálfur allt frá grunni og kennarinn er bara til aðstoðar. Það er allt öðruvísi að horfa bara á einhvern gera eitthvað, að koma á sýnikennslu í matreiðslu er bara eins og að horfa á sjónvarp. Mér finnst ofboðslega gaman að taka á móti fólki og gefa því að borða og gera það í rétta um- hverfinu, með lifandi blóm í vasa, kerti, réttu músíkina og fallegt umhverfi, búa til einhverja stemningu,“ segir hún en frá því að Salt eldhús var opnað um mánaðamótin maí, júní hefur verið vinsælt hjá vinnufélögum að koma til hennar í hvataferðir og hópefli. „Starfsmennirnir elda saman og svo setjumst við niður og borðum saman. Öll matreiðslunám- skeiðin enda á veislu,“ segir hún. Það er nú engin tilviljun að þetta sé allt svona smekklegt hjá Auði en hún er búin að reka stílistaþjónustuna Tilefni ehf. í nokkur ár. „Svo villtist ég fyrir tilviljun á svona nám- skeið erlendis, reyndar í aðeins hrárra umhverfi, en þarna var fullt af ókunnugu fólki að elda saman og svo var sest niður að borða. Ég hélt áfram að eltast við þetta í útlönd- um og var alltaf að bíða eftir því að einhver kæmi með þetta hingað heim. Svo hugsaði ég: Af hverju geri ég þetta bara ekki sjálf? Og ákvað að slá til.“ Makkarónuuppskrift Auðar er leyndarmál að sinni en hún deilir hinsvegar tveimur kremuppskriftum sem eru hennar eigin en Auður hefur verið að þróa krem með minna sykurmagni en tíðkast til að vega upp á móti sætum kökunum. Auður leggur áherslu á að vera með flotta ofna og elda- vélar en heldur sig við heima- eldhúsgræjur svo fólk geti leikið eftir heima það sem það lærir á námskeiðunum. FRANSKAR MAKKARÓNUR Dívur bakstursins Svona pakka fá þátt- takendur á makka- rónunámskeiðinu með sér heim. SALT ELDHÚS ER NÝR ÁFANGASTAÐUR Í HEIMI SÆLKERANS Í REYKJAVÍK. ÞAR ER AUÐUR ÖGN ÁRNADÓTTIR VIÐ STJÓRNVÖLINN OG KENNIR ALLT UM LEYND- ARDÓMA BAKSTURS Á FRÖNSKUM MAKKARÓNUM. BAKSTURINN ER VÍSINDI OG TÆKNI ÞAR SEM NÁKVÆMNI ER FYRIR ÖLLU. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.