Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Blaðsíða 48
Viðtal 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.10. 2012 TILB OÐ Í ELL INGS EN PI PA R\ TB W A • SÍ A • 12 29 33 SEM HITTA Í MARK HAGLABYSSUR WINCHESTER SXP BLACK SHADOW 26 11.665 kr. léttgr. í 6 mán. 69.990 KR. FULLT VERÐ 86.900 KR. É g byrjaði að syngja þegar ég var lítill. Kunni Sókrates utan að þegar það var í Evróvisjón,“ segir Jón Ragnar Jónsson innt- ur eftir upphafinu að tónlistar- ferli sínum. Lagið Sókrates var í Evró- visjónkeppninni 1988 þannig að Jón hefur verið þriggja ára. Jón ólst upp í Setbergshverfinu í Hafnar- firði. Hann á tvíburasystur, yngri bróður og eina eldri systur. „Ég bjó við hliðina á skól- anum sem krakki, það lá við að ég vaknaði við skólabjölluna. Svo bara fór ég á mínar fótboltaæfingar og hjólaði með gítarinn á bakinu niður í tónlistarskóla. Ég byrjaði sex ára, tók blokkflautuna og forskólann og svo klassískt gítarnám þegar ég var átta ára og lærði þangað til ég var átján. Við erum fjög- ur systkinin og vorum öll í tónlistarskól- anum. Það var til gítar heima og píanó og þetta bara þróaðist svona. Einhver jólin þegar ég var í níunda bekk og Friðrik Dór bróðir minn var ellefu ára fengum við trommusett í jólagjöf, það hefur ábyggilega líka hjálpað við að fá smá rytma í sig. Þá fórum við að vera meira úti í bílskúr, ég að syngja og á gítarnum og hann á tromm- unum. En framan af var ég bara að spila klass- ísk lög og læra lög sem voru á nótum. Það var ekki fyrr en pabbi keypti Stóru gít- arbókina að ég fór að læra grip og hljóma og svo í framhaldinu fór ég að semja mín eigin lög,“ segir Jón. Hann er ófeiminn við að ræða sín fyrstu skref á opin- berum vettvangi. „Ég söng frumsamið lag á móti reyk- ingum í Íslandi í dag þegar ég var tólf ára. Geggjað lag!“ segir hann og hlær meðan hann rifjar upp texta- brot með blaðamanni: „Er verið að fara að fá sér sígó einhvers staðar á bak við hól, með þennan óþverra og það er ekki einu sinni sól.“ Jón var þekktur í Versló fyrir sönghæfi- leika og tók þátt í söngleikjum þar, en hann segir að færri hafi vitað að hann kynni á gítar og semdi sjálfur. „En ég var samt allt- af að gera tónlist, oft að leika mér með vini mínum Kristjáni Sturlu.“ Það hafi svo verið þegar hann bjó í Boston, þar sem hann lærði hagfræði og spilaði fótbolta við Boston University, í kringum 2007-8 að hann fór að koma reglulega fram á stöðum þar ytra og áttaði sig á að þetta var nokkuð sem hann langaði virkilega til að leggja fyrir sig. Spurður hvort hann hafi gaman að því að koma fram segist Jón alltaf hafa þurft á athygli að halda. „Já, ég hef alltaf verið athygl- issjúkur. Þetta er í raun bara jákvætt fyrir fjölskyld- una að ég fái athygli í gegn- um tónlistina, í staðinn fyrir að vera alltaf með uppistand í einhverju fjölskylduboði. Ég væri ábyggilega þannig ann- ars,“ segir hann og hlær. Þorði ekki að panta pítsu Sjálfstraustið geislar af Jóni og þótt hann sé hógvær og kannski svolítið strákslegur í framkomu leynir sér ekki að hann veit hvað hann vill. En hefur hann aldrei ver- ið feiminn eða óöruggur? „Jú, í ýmsu öðru en að koma fram á sviði. Ég þorði til dæmis ekkert fyrr en ég var orðinn fimmtán ára að hringja og panta pítsu. Mér fannst það geðveikt mál þannig að ég lét bara eldri systur mína eða tvíburasystur mína um það. Vill helst vera heima JÓN JÓNSSON ER HAGFRÆÐIMENNTAÐUR POPPARI OG FÓTBOLTASTRÁKUR ÚR HAFNARFIRÐINUM. HANN BYRJAÐI Í TÓNLISTARSKÓLA SEX ÁRA OG KOM FYRST FRAM OPINBERLEGA TÓLF ÁRA. NÚ ER HANN KOMINN MEÐ PLÖTUSAMNING VIÐ SONY Texti: Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is M or gu nb la ði ð/ G ol li
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.