Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Blaðsíða 28
B
ókin Súpur allt árið eftir Sigurveigu Káradóttur er komin út hjá
bókaútgáfunni Sölku en Sigurveig er þekktur matgæðingur og
matreiðslubókahöfundur. Það eru fjölbreytilegar súpuuppskriftir í
bókinni, sem endurspegla titilinn, að súpur séu matur sem gengur
allan ársins hring. Góðar haustsúpur eru til dæmis rauðrófusúpa og rófu-
súpa með beikoni, kjötsúpa frá Marokkó og lauksúpa ylja um vetur og í
sumarhita er kjörið að gæða sér á grænbauna- og myntusúpu eða gazpacho.
Nú er ekki úr vegi að spyrja höfundinn: Hvað er svona sniðugt við súp-
ur? „Það er hægt að gera þær úr svo mörgu. Margir átta sig ekki á því
hvað þetta er góður og þægilegur matur og þær geymast vel. Fólk gerir oft
sömu súpurnar aftur og aftur,“ segir Sigurveig en bók hennar ætti sann-
arlega að gefa fólki hugmyndir.
Hún bendir á hversu fjölhæfur matur súpur séu, að þær geti bæði verið
léttur forréttur og síðan séu matarmiklar súpur kjörinn veislumatur.
Sigurveig gefur líka uppskriftir að kjarngóðu grænmetis- og kjötsoði.
„Þetta er eitthvað sem fólk gerði alltaf í gamla daga en svo komu súpu-
teningarnir. Það er mikill munur að gera soðin sjálfur,“ segir Sigurveig og
bætir við að þetta sé vissulega tímafrekara en maður komist fljótt upp á
lagið með það. Sjálf frystir hún kraftinn gjarnan í ísmolaboxi, þá er líka
hægt að nota einn og einn í sósugerð. „Soðið er svo bragðmikið, rétt eins og
krydd,“ segir hún en ítrekar að ef fólk noti teninga verði það að vanda valið
á þeim og passa upp á saltmagnið.
Að lokum, geturðu gefið lesendum eitt gott ráð í súpugerð? „Tíminn er
mikilvægur, það þarf að leyfa þeim að malla og hafa þær ekki á of háum
hita. Alls ekki láta bullsjóða í pottinum, þá drepurðu bragðið. Svo bara
smakka til og bæta við kryddi ef þér finnst þurfa. Og nota gott hráefni.“
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
SÚPUR ERU SÉRSTAKLEGA FJÖLHÆFUR MATUR
Forréttur og veislumatur
BÓKIN SÚPUR ALLT ÁRIÐ INNIHELDUR TUTTUGU OG FIMM GIRNILEGAR OG NÆRANDI SÚPUUPPSKRIFTIR ÚR SMIÐJU
SIGURVEIGAR KÁRADÓTTUR. HÚN SEGIR SÚPUR VERA EINSTAKLEGA GÓÐAN OG ÞÆGILEGAN MAT SEM GEYMIST VEL.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Sigurveig Káradóttir vandar alltaf val-
ið á því hráefni sem hún notar.
ÍTÖLSK FISKISÚPA
Fyrir 2-3
Ansjósurnar gefa súpunni góðan undirtón og gera
hana kraftmikla. Þetta er án efa fljótlegasta leiðin til
að komast til Ítalíu.
4–5 ansjósur
2–3 msk ólífuolía eða olían af ansjósunum
50 g skalottlaukur
50 g sellerí
100 g gulrætur
50 g púrrulaukur
100 g fennel
100 g rauð paprika
1–2 hvítlauksrif
50 ml hvítvín
2 tsk tómatpúrra
200 g tómatar
300–400 ml vatn
1 lárviðarlauf
nokkrir dropar af Worchestershire-sósu
300 g hvítur fiskur – t.d. lúða eða skötuselur
300 g rækjur – helst í skelinni
sjávarsalt
hvítur pipar
svartur pipar
sítrónusafi
handfylli af ferskri steinselju – helst ítalskri
Látið ansjósurnar í pott ásamt olíu. Skerið græn-
metið í meðalstóra bita og bætið út í. Látið mýkjast
á frekar lágum hita í 6–8 mínútur. Saxið hvítlaukinn
og bætið honum við. Hvítvínið fer svo út í strax
þar á eftir. Þá fer tómatpúrran í pottinn og næst
koma smátt saxaðir tómatarnir. Leyfið vökvanum
að gufa aðeins upp (í 1–2 mínútur) og bætið svo
vatninu saman við. Látið lárviðarlaufið út í ásamt
Worchestershire-sósunni og smakkið súpuna til
með salti og pipar.
Bætið nú fiskinum og rækjunum út í. Gott er að
bitarnir séu þéttir og heilir. Það er ekki verra að
hafa fiskinn heilan og með beini, það gefur súpunni
enn meiri kraft. Eins má nota skelflettar rækjur í
súpuna, hafið þær ósoðnar þegar þær fara í pottinn
svo þær verði ekki seigar. Bullsjóðið í 2–3 mínútur.
Skreytið með smátt saxaðri steinselju, kreistið sí-
trónusafa yfir eða berið sítrónubáta fram með súp-
unni.
*
Morgunblaðið/Golli
Matur og drykkir
Salt eldhús er nýr áfangastaður í heimi sælkerans í Reykjavík »32