Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Blaðsíða 23
14.10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23
Gerðu gæða- og verðsamanburð
FINNDU MUNINN
Listhúsinu Laugardal, 581 2233 · Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 · Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 · laugardaga 12.00 - 16.00
*3,5% lántökugjald
ÝMIR rúm 153x203 aðeins kr. 124.900
ÝMIR, SAGA, FREYJA,
ÞÓR OG ÓÐINN
Hágæða svæðisskiptar heilsudýnur
12 mánaðavaxtalausargreiðslur*
LOKAÐ
laugardaginn 13. október
vegna árshátíðar starfsmanna
öðruvísi en annarra Íslendinga. Sú vanga-
velta kom til vegna fjölda hlaupara sem
Steinar mætti á vegi sínum á Seltjarnarnesi
sem voru mun fleiri en hann mætti í Reykja-
vík
„Þetta varð kveikjan að því að ráðast í
rannsóknina.“
Marktækt á fimm búsetusvæðum
Að loknum vikunum sex var fólk aftur mælt
og tók árangurspróf á ný.
Þátttakendur sem svöruðu spurningalista
voru 73 í upphafi rannsóknarinnar en 42 í
lokin. Aðrir heltust úr lestinni, eins og geng-
ur og gerist, og varð til þess að ákveðin
svæði töldust ekki marktæk vegna þess hve
fáir búsettir þar tóku þátt frá upphafi til
enda. Rannsóknin þótti marktæk varðandi
íbúa fimm búsetusvæða (póstnúmera) af ell-
efu.
„Í þeim rannsóknum sem ég hef skoðað
kom oft fram að í útvherfum hreyfi fólk sig
minna en annars staðar; keyri til dæmis
meira í vinnuna frekar en fara gangandi eða
á hjóli, enda lengra að fara. Fólk sinni þar
stærri görðum og
stórum húsum, en
meiri almenn
hreyfing sé á
miðju svæðanna.“
Þarna er um að
ræða erlendar
niðurstöður en
þessir þættir hafa ekki verið rannsakaðir á
Íslandi svo vitað sé, að sögn Eddu.
Hún segist spennt fyrir því að leggjast í
frekari rannsóknir á þessu sviði, en ekkert
sé ákveðið ennþá. „Ég ætla að klára þessa
gráðu fyrst og sjá svo til. En þetta er vissu-
lega heillandi vettvangur.“
Morgunblaðið/Eggert
Edda Hermannsdóttir
hagfræðinemi og
líkamsræktarkennari
* Vildi ekki einblínabara á kíló og senti-metra, þó ég hafi kannað
þá þætti í leiðinni
Ég skil bara ekkert í því hvers vegna þær íslensku konur sem ný-lega sendu inn fantasíur sínar í samnefnda bók hafa hvergiminnst á Mister Bond, James Bond. Ófáar konur þekki ég sem
eiga feitar fantasíur með þeim eitursvala njósnara. Enda vart til sú
kona sem staðist getur þann hristing sem líkamnast í kyntröllinu:
Hann er eðalblanda af stólpagreindum, fjallmyndarlegum, heims-
bjargandi herramanni hvers kynþokki er í svo miklu magni að hvort
sem á hann er litið að aftan, framan eða á hlið, þá kikna konuhné.
Nánast daglega tekur hann æðrulaus að sér að bjarga breska heims-
veldinu ef ekki veröldinni allri. Og háskinn, hann er við hvert fótmál. En
Bond hikar aldrei, ekki heldur við að nota óspart sterkasta vopnið, kyn-
þokkann, í baráttunni við hin illu öfl.
Sagt er um Bond að allir karlar vilji vera
hann og að allar konur vilji sænga hjá honum.
Þetta er hverju orði sannara, því þegar þessi
útsendari hennar hátignar fer af stað þá gildir
einu hversu viljasterk glæpakvendin eru og
slóttug sem á vegi hans verða, honum tekst
alltaf að bræða hjörtu þeirra og brjótast
gegnum varnir þeirra gegn eðlunarlöngun-
inni. Það er ekki á nokkurrar konu færi að
standast óttalaus karlmennið Bond með
byssu við belti, girndarglóð í auga og goðumlíkan skrokk. Svo ekki sé
talað um baneitraðan og flugbeittan húmorinn. Hann einn og sér kemur
hormónaflæðinu af stað hjá þeim fljóðum sem þurfa að kljást við hann.
Þeir eru nokkrir sem tekið hafa að sér að túlka Bond á þeim fimmtíu
árum sem liðin eru frá því fyrsta myndin um hann kom fram á sjónar-
sviðið. Hver hefur gert það með sínum hætti, en enginn kemst með
tærnar þar sem Sean Connery hefur hælana þegar litið er til þokkans.
Hann er killer. Enda falla þær fyrir honum í löngum röðum, eins og
flugur. Reyndar var Bond frekari til kvenna hér áður, hann fór létt með
að sofa hjá hverju því sprundi sem á vegi hans varð. Núna liggur hann
ekki nema eina eða tvær í hverri mynd. Ætli hann sé að gefa sig? Að
lokum er vert að geta þess að ég hitti sjálfan Bond um daginn, á lestar-
palli í útlandinu. Og hann talaði íslensku. Fjölhæfur helvítið á’onum.
Sjóðheit stund í uppsiglingu í myndinni From Russia with Love.
KILLER
AF BESTU GERÐ
KRISTÍN HEIÐA
Stigið í
vænginn