Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Side 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Side 59
14.10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 LÁRÉTT 1. Blanda af hvíldarstað og farartæki verður að mælieiningu. (7) 4. Klyfjar sem eru nauðsynlegar í múrsteina? (10) 8. Einhvern sé skamma mín út af bætiefni. (8) 9. Hreyfing flokkist og sá eftir. (8) 12. Inga skapvond með Frakka í búningi (11) 13. Ílát undir grænmeti í mars fyrir yfirmenn í hernum. (10) 15. Uxa drepi með rigningu. (7) 17. Sleip hlaða upp lyfi. (9) 19. Fyrir alla muni hætti vist á sjó. (8) 21. Les hægt „f-i-s-k“ í unnum matvælum (11) 24. Sérfræðingur í að laga gröf. (11) 26. Labbaði ásamt einhverjum og játaði. (7) 28. Heildarútgáfa er einhvers konar safnrit. (7) 29. Sinni enn einhvern veginn á töngunum. (8) 30. Tegundin sem hljómar eins og myrkrið. (6) 31. Þrjóturinn vill virkin næst. (10) 32. Er krafturinn ákafur í skerðingunni? (7) LÓÐRÉTT 2. Að trekkja klukku veldur þreytu. (7) 3. Einhverjar ná með spón að fara í tímabundna kennslu. (13) 5. Forði Einari til baka út af svikum. (6) 6. Ekki nógu gamall til að fara í partí finnur uppbrot. (8) 7. Senna út af slitri. (8) 10. Sá laug á mörkunum við að reyna í einfeldni sinni að skoða eftir sálfræðikenningu. (9) 11. Teinn drepi í hýsi. (7) 12. Slær einhvern veginn í látum. (4) 14. Peningar forföður eru heimting. (5) 16. Akneytið dyl með rugli um það sem gerir andrúmsloftið betra. (11) 18. Sárið sem hefur verið leiðir þig í fangelsið. (9) 20. Næ og stel Hollywood stjörnu hjá þeim sem eru gamlar. (10) 21. Óðinsheiti sem kallað er upp í feluleik. (7) 22. Lasin skar einhvern veginn kaupmann. (9) 23. Það sem lífvörður í Hollywood gerir í sýningarbyggingu. (10) 25. Eftir miðjan júlí ærin finnur sennileika. (8) 27. Léleg hundaföt? (6) Bolvíkingar halda naumri forystu í efst deild eftir fyrri hluta Íslands- móts skákfélaga sem fram fór í Rimaskóla um síðustu helgi. Til marks um breiddina í hópi má geta þess að Jóhann Hjartarson og Jón L. Árnason tefla á fimmta og sjötta borði. Fjögur lið virðast eiga raun- hæfa möguleika á sigri en Bolvík- ingar standa ekki aðeins best að vígi í vinningum heldur einnig að hluta til vegna þess óvenjuleg fyrirkomulags að b-lið þeirra, sem einnig teflir í efstu deild, getur og hefur skipað fram skákmönnum a-liðsins í við- ureignunum við helstu keppinauta a- liðsins. Þetta er formgalli á reglugerð þessa geysivinsæla móts sem dregur til sín um 500 skákmenn hvaðanæva af landinu. Bollaleggingar um breyt- ingar á keppninni hafa verið tals- verðar að undanförnu en virðast ekki ná til þessa þáttar sem þekkist ekki í öðrum flokkakeppnum hér á landi. Staða efstu liða er þessi: 1. Bolvíkingar 22½ v. 2. Vík- ingaklúbburinn 22 v. 2. Taflfélag Reykjavíkur 21½ v. 4. Taflfélag Vest- mannaeyja 20½ v. Í 2. deild leiða hin sameinuðu félög Goðinn og Mátar rétt á undan TR og í 3. deild er Víkingaklúbburinn b- sveit efst og í 4. deild er Briddsfélagið í efsta sætið. Skemmtilegurt andi sveif yfir vötnunum á Íslandsmótinu um liðna helgi, hinir erlendu gestir margir komnir frá Úkraínu setja skemmti- legan svip á mótið og ýmsir meist- arar sem ekki hafa teflt lengi á þess- um vettvangi sáust aftur að tafli. Friðrik Ólafsson og Margeir Pét- ursson styrkja nú sitt 112 ára gamla félag, Taflfélag Reykjavíkur. Friðrik undirbýr sig að kappi fyrir minning- armót um Bent Larsen sem hefst í þessum mánuði. Margeir tapaði í 4. umferð vegna þess að sími hans hringdi og þar fór hugsanlega vinn- ingur sem gæti vegið þungt á loka- sprettinum. Friðrik tók viðfangsefni byrjunar skákar sinnar í 1. umferð sínum persónulegum tökum. Hinir dínamísku þættir skákstíl hans kom fram í hverjum leiknum á fætur öðr- um í byrjun tafls en skákin fer hér á eftir: Friðrik Ólafsson – Magnús Örn Úlfarsson Bogo-indversk vörn 1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 Bb4+ 4. Bd2 De7 5. a3 Bxd2 6. Rfxd2!? Afar sjaldséður leikur og sá fimmti var það raunar líka. 6. … d6 7. e3 e5 8. dxe5 dxe5 9. Rc3 0-0 10. Be2 He8 11. g4! Skemmtilegur leikur og óvæntur. Friðrik hefur alltaf verið mikill sér- fræðingur í því að fresta hrókun. 11. … c6 12. g5 Rfd7 13. Rde4 Rc5 14. Dd6 Rxe4 15. Dxe7 Hxe7 16. 0-0-0! Loks hrókar hvítur og hótar máti í leiðinni! 16. … Bd7 17. Rxe4 Ra6 18. b4 Bf5 19. Rd6 Be6 20. Hd2 Hb8 21. Hhd1 Rc7 22. Kb2 Re8 23. Re4 b6 24. Kc3 Veikleikar í stöðu svarts eru ekki margir og yfirburðir hvíts liggja fyrst og fremst í miklu meira rými á báð- um vængjum. 24. … Kf8 25. Bf3 Hc7 26. Rd6 Ke7 27. Rxe8 Hxe8 28. Be4 Hh8? Tapleikurinn. Svartur varð að leika 28. … h6. 29. f4 exf4 30. exf4 g6 Hvítur hótaði 31. f5. Burðarþol svörtu peðastöðunnar riðlast við þá „akademísku“ veikleika sem nú myndast. 31. He1! Hd8 32. f5 gxf5 33. Bxf5 Hxd2 34. Kxd2 Hc8 35. He4 Hg8 36. h4 Hh8 37. Ke3 Kd7 38. Bxe6 Uppskipti á hárréttu augnabliki. 38. … fxe6 39. Hf4 Kd6 40. Ke4 h6 41. g6 h5 42. Hf6 Hg8 43. Kf4 b5 44. cxb5 cxb5 45. Kg5 Kd5 46. Kxh5 e5 47. Kg5 – svartur réð ekki við frípeðin og gafst upp. Helgi Ólafsson helol@simnet.is SKÁK Friðrik Ólafsson teflir aftur fyrir TR Verðlaun eru veitt fyrir krossgátu vikunnar. Senda skal þátttökuseð- ilinn í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðs- ins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 14. október rennur út á hádegi 19. október. Nafn vinnings- hafa er birt í blaðinu 21. október. Vinnings- hafi krossgátunnar 7. október er Jón Guð- mundson, Öldugranda 7 Reykjavík. Hann hlýtur í verðlaun bókina Kortið og landið eftir Michel Houllebecq. Forlagið gefur bók- ina út. KROSSGÁTUVERÐLAUN Nafn Heimilisfang Póstfang

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.