Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.10. 2012 Matur og drykkir Þ að er ekki sama hvar bjórinn er fram- leiddur, hvaðan vatnið er fengið og hvern- ig hann er bruggaður. Þekkt bjórhéruð eru í Belgíu, Þýskalandi og Tékklandi en sömu héruð eru ekki eins þekkt fyrir vínfram- leiðslu nema í Þýskalandi þarsem landsvæðið er svo margbreytilegt að í stóru landinu finnast einn- ig upplögð vínhéruð. Tékkland er gjarnan kallað Mekka bjórsins enda aðstæður þar fyrir hum- alræktun með afbrigðum góðar. Þessvegna flytja Tékkar ekki aðeins út bjór í miklum mæli heldur einnig humalinn óunninn fyrir bruggverksmiðjur í öðrum löndum. Við bætist að bjórkúltúrinn hjá þjóðinni er mikill og þar hefur varla verið hægt að koma tveimur þremur húsum saman öðruvísi en að byggja krá. Flest stræti Prag-borgar hafa sína eigin krá og sum þeirra með krá fyrir hvern stigagang. Ófá þorpin hafa sín eigin brugghús. Tékkarnir þóttu frekar herská þjóð fram að 30 ára stríðinu á 17. öld en hafa síðan þá verið þekktir fyrir að vilja helst aldrei grípa til vopna og er bjórdrykkjunni kennt um. Það er sama hversu viðbjóðs- legar herraþjóðir hafa drottnað yfir þeim, þeir hafa aldrei gert uppreisn. Frægasti hermaður Tékklands er góði dátinn Svejk, sem vissulega vildi aga í hernum, en helst vildi hann bjór. Úr bruggverksmiðju Plzenský Prazdroj í Tékklandi. Skálað í Plzenský Prazdroj. Frá verksmiðju Budejovický Budvar. BJÓRMENNING Mekka bjórsins í Evrópu HINAR SUÐRÆNU ÞJÓÐIR EVRÓPU HAFA ÖFLUGA VÍNMENNINGU EN BJÓRMENNINGIN EFLIST ÞEGAR NORÐAR DREGUR. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Góði dátinn Svejk. Tvær þekktustu bjórtegundir Tékka eru Plzenský Prazdroj sem oftast er kallaður Plzen og Budvar. Plzenský Prazdroj var bruggaður fyrst í borginni Plzen árið 1842 og sló samstundis í gegn og var í langan tíma á eftir aðalútflutningsvara landsins. Slíkar voru vinsældir hans að af þessari bjórtegund varð pilsner að alþjóðlegu heiti fyrir ljósan bjór en pilsner kemur af nafni bjórsins sem er Plzen. Þótt hér á Íslandi fengi það með tímanum merkingu óáfengs bjórs. Bjórinn hét upphaflega aðeins Plzen en þar sem ár- angur hans varð svona gríðarlegur um heim allan hófu margir að brugga svipaðan bjór og þegar nafn bjórsins varð að alþjóðlegu heiti um allskonar ljósan bjór þurftu Tékkarnir að bæta við nafn bjórsins Plzenský Prazdroj sem þýðir á íslensku Pilsner hinn upphaflegi! Eða eins og hann er nefndur upp á þýsku: Pilsner Urquell. Enda var Plzenský Prazdroj fyrsti lagerbjór heimsins en sú tegund bjórs er vinsælust í heiminum í dag. Budejovický Budvar er næstfrægasta bjór- tegund Tékklands en sú tegund átti síðar eft- ir að verða vinsælasta bjórtegund Bandaríkj- anna undir nafninu Budweiser. Þangað hófu Tékkar að flytja bjórinn árið 1871 og varð hann strax vinsæll bæði á austurströndinni og í villta vestrinu. Árið 1938 náðu Banda- ríkjamenn að gera samning við Tékkana um að selja bjórinn undir sínu merki í landinu, en deilur um gróðann af sölu Budweiser í Bandaríkjunum náðu langt fram á þessa öld. En þess ber að geta að í Tékklandi er núver- andi bandarísk útgáfa á hinum eðal-Budvar almennt talin piss. PLZENSKÝ PRAZDROJ OG BUDVAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.