Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Blaðsíða 19
Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is
Sértilboð frá kr.179.900
með „öllu inniföldu“ í 15 nætur
Tenerife6. nóvember– 15 nætur
Frá kr. 179.900 í 15 nætur m/„öllu inniföldu“
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með „öllu inniföldu“ á Adonis Isla Bonita ***
í 15 nætur. Aukagjald fyrir einbýli kr. 35.900.
14.10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
Ferðalög og flakk
Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson
High Line er vinsæll
sælustaður á vesturhluta
Manhattan. Á dögunum
stilltu brúðhjón sér þar
upp í myndatöku, í
óvenjulegum garðinum.
Á völdum stöðum á High
Line-brúnni hefur lista-
mönnum verið boðið að
koma fyrir verkum sínum.
Hér hafa vegfarendur komið
sér fyrir í útskoti yfir 21.
stæti og hlýða á hljóð-
listaverk sem þar er. High
Line-garðurinn er opinn alla
daga frá klukkan sjö á
morgnana til tíu á kvöldin.
Flestir eru þar á ferð seinni-
partinn og um helgar.
HLJÓÐVERK Í ÚTSKOTI
Í nokkrum húsaröðum í
Chelsea-hverfinu á Manhattan
má segja að sé þungamiðja sam-
tímamyndlistar í dag. Gallerí má
finna víðar í borginni; á „upper
east-side“ eru allnokkur virðu-
leg, á „lower east-side“ hafa á
síðustu árum sprottið upp all-
mörg sem sérhæfa sig ekki síst í
ungum og efnilegum listamönn-
um, og sama má segja um gall-
eríhverfin í Brooklyn. Langflest
gallerí eru þó í Chelsea, nær 200
talsins um þessar mundir ef
marka má síðustu skrá Art in
America-tímaritsins.
Afar forvitnilegt er að reika
um Chelsea og stinga sér inn í
hvert galleríið af öðru, velta list-
inni fyrir sér og ná stundum að
láta ögra sér og hrífast. Gott er
að hafa skrána meðferðis, en
hann má fá í galleríunum, og velja
fyrirfram þar sem maður er
spenntastur fyrir. Mörg gall-
eríanna sérhæfa sig; leggja
áherslu á málvek, innsetningar
eða ljósmyndun, svo dæmi sé tekið, á fram-
sækna list eða hefðbundnari. En svo mikið er
víst að þarna í Chelsea eru sýnd verk eftir
fjölda áhugaverðra listamanna víðsvegar að
úr heiminum, og þar verða eigendaskipti að
mörgum þeirra fyrir umtalsverðar upphæðir.
Sérstaklega er áhugavert að reika mili sýn-
inga á laugardögum, því þá eru opnanir víða
og fleiri á ferli en aðra daga. Ef fólk verður
þreytt er svo alltaf hægt að fá sér kaffi eða
matarbita í hverfinu, og halda svo áfram að
skoða.
Sum galleríin í Chelsea búa yfir miklum salarkynnum. Eitt þeirra er Luhring Augustine Gallery en
þar er Ragnar Kjartansson meðal listamanna. Hér eru gestir á sýningu Guido van der Werve.
Draumaheimar
myndlistarunnenda
Bak við stórar dyr galleríanna eru forvitnilegar sýningar.
Víða eru gallerí á öllum hæðum húsanna í Chelsea.