Morgunblaðið - 29.10.2012, Page 11
áherslu á að bjóða viðskiptavinum sín-
um upp á vandaðar vörur á góðu verði.
„Verð og gæði haldast í hendur hjá
okkur. Þess vegna reyni ég að bjóða
góðar og vandaðar vörur eins ódýrt og
kostur er.“
Þriðji ættliðurinn
Verslunin hefur verið í eigu sömu
fjölskyldu frá stofnun hennar árið
1918 og er Svava þriðja kynslóðin sem
heldur utan um reksturinn.
Á Svövu er ekkert fararsnið og
segir hún að framundan séu spenn-
andi tímar með þróun vefverslunar og
tækifæra sem ný tækni og nýir tímar
færa með sér en Guðsteinn afi hennar
gerði sér vel grein fyrir því að tím-
arnir breytast. Í viðtali við Lesbók
Morgunblaðsins skömmu fyrir jólin
1963 sagði hann að með batnandi
efnahag og auknum framförum hefði
öllu farið fram og bætti því við að
óhætt væri að segja að allt hefði
breyst og velmegunin aukist ótrú-
lega. Fólk væri farið að kaupa dýrari
vörur en áður og spyrði ekki eins
mikið um verð. Guðsteinn sagði í lok
viðtalsins að tímarnir hefðu auðvitað
mátt breytast – „því að þetta var ekk-
ert líf hjá fólkinu í gamla daga, hreint
ekkert líf“.
Morgunblaðið/RAX
Hvernig skal hnýta Hjálpleg og skemmtileg veggmynd á versluninni.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2012
Ein er upp til fjalla kvaðJónas Hallgrímsson. Núum helgina hafa líklegast
um 3.000 rjúpnaveiðimenn verið
einir upp til fjalla yli húsa fjær.
Veður til rjúpnaveiða var ekki sér-
lega gott víðast hvar á landinu
nema þá helst í gær, sunnudag.
Líklegast stunda um 5.000 Íslend-
ingar rjúpnaveiðar. Nú í haust eru
veiðidagarnir aðeins níu og talið
er að rjúpnastofninn telji um það
bil 390.000 fugla, ráðlagt er að
ekki verði veiddar fleiri en 34.000
rjúpur í ár. Eins og áður sagði
ganga um 5.000 manns til rjúpna
hér á landi, samkvæmt ráðlagðri
veiðiráðgjöf á hver veiðimaður að
veiða svona sex til sjö fugla.
Kannanir sýna að um 20% Ís-
lendinga snæða rjúpur um jólin,
það eru líklegast um 70.000 rjúp-
ur. Það er því ljóst að rjúpur
verða ekki á borðum margra
landsmanna þó að þeir svo gjarn-
an hefðu kosið það. Það eru ekki
svo mörg ár síðan við veiddum
svona 120-140.000 rjúpur á ári,
veiðitíminn var þá 67 dagar. Á sín-
um tíma voru rjúpnaveiðar at-
vinnugrein og rjúpur útflutnings-
vara. Árið 1913 voru fluttar út
169.500 rjúpur og árið 1919
204.000 rjúpur. Á öldum áður hef-
ur verið gríðarlega mikið af rjúpu
hér á landi, svo mikið að komið
hefur fyrir að hún hafi ekki haft
nægjanlegt æti eða það hafi komið
upp sjúkdómar í stofninum vegna
stærðar hans. Í ævisögu Þorsteins
Kjarvals, „Örlaganornin að mér
réð“, sem Jón G. Jónatansson
skráði, segir meðal annars: „Mikið
hrun var í rjúpnastofninum 1893.
Þorsteinn fór í eftirleit frá Rann-
veigarstöðum í Álftafirði til Víði-
dals ásamt tveim mönnum öðrum.
Fundu þeir mikið af dauðri rjúpu
á leið sinni yfir fjöllin. „Þar lá
rjúpan víða, steindauð og stirðnuð
en horuð og var það ömurleg
sjón,“ segir Þorsteinn.“
Íslenski rjúpnastofninn hefur
dregist verulega saman á undan-
förnum 50 árum, talsvert hefur
verið deilt um ástæður þessarar
miklu fækkunar.
Þess má geta að rjúpum hefur
einnig fækkað talsvert annars
staðar á norðlægum slóðum eins
og til dæmis í Finnlandi, Noregi
og Svíþjóð. Ofveiði er ekki eina
ástæðan fyrir fækkun rjúpunnar.
Ýmsir aðrir þættir spila þarna inn
í, nefna mætti hlýnun veðurfars,
breytingu á gróðurfari og fjölgun
refs og mannvirkja eins og girð-
inga og háspennulína. Rjúpnaveið-
ar eru vinsælustu skotveiðar ís-
lenskra veiðimanna og er það ekki
skrítið. Rjúpnaveiðar eru líkam-
lega krefjandi, veiðimaðurinn þarf
að vera vel á verði, lesa í lands-
lagið, fylgjast með veðurfari og
landslaginu.
Það er einstök náttúruupplifun
að vera úti í íslenskri náttúru á
þessum tíma árs, seinnihluta
haustsins og í byrjun vetrar. Þá er
rjúpan einhver sá besti matur sem
völ er á og vinsæll jólamatur eins
og áður hefur komið fram. En nú
er staðan sú að ekki eru nægjan-
lega margar rjúpur til skiptanna
og það verðum við að virða.
Rjúpnaveiðar ganga nefnilega út á
svo margt annað en að fella bráð-
ina. Stór þáttur er að takast á við
náttúruna, vera þátttakandi en
ekki bara áhorfandi. Í 2.000 ár
hafa karlar haldið út á mörkina til
að veiða, á kvöldin hafa svo menn
setið við eldinn og sagt frá við-
burðum dagsins og veiðisögur.
Þessi þáttur veiðanna, félags-
skapurinn, er ekki síður mikil-
vægur en vel heppnuð veiði. Sagt
er að veiðieðlið sé af sama meiði
og kynhvötin, það skyldi þó ekki
vera, allavega þráum við veiði-
menn sterkt að komast á fjöll
næstu helgarnar.
Spurningin er hvort á þessum
tíma árs sé veiðihvötin ekki sterk-
ari á meðal margra veiðimanna en
kynhvötin?
Morgunblaðið/Golli
Rjúpnaveiðar Margir fara til fjalla.
„Einn er upp til fjalla“
Nýting og náttúra
Sigmar B. Hauksson
Heildarlausnir í hreinlætisvörum
Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, Sími: 520 7700
Hafðu samband og fáðu tilboð
sími 520 7700 eða sendu línu á raestivorur@raestivorur.is
raestivorur.is
Viltu halda fjárhagsáætlun
líka þegar kemur að hreinlætisvörum?
Sjáum um að birgðastaða hreinlætis-
og ræstingarvara sé rétt í þínu fyrirtæki.
Hagræðing og þægindi fyrir stór og lítil fyrirtæki, skóla og stofnanir.
Við erum með lausnina fyrir þig