Morgunblaðið - 29.10.2012, Síða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2012
www.xd.is
Við viljum
heyra í þér
Sjálfstæðisflokkurinn
Í dag milli kl. 16 og 20 verða þingmenn
Sjálfstæðisflokksins á línunni í síma 515 1700.
Í dag verða þingmenn Sjálfstæðisflokksins við símann og ræða við
kjósendur um það sem þeim liggur á hjarta. Orðið er laust.
Við viljum heyra í þér hljóðið og ræða hvernig við getum unnið saman
að betra samfélagi.
Tekið verður við símtölum í síma 515 1700 frá kl. 16 - 20.
Sækjum fram - Sjálfstæðisflokkurinn
26 börnum og fjölskyldum þeirra, samtals
rúmlega 150 manns, var afhentur ferðastyrk-
ur úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair á laug-
ardaginn. Alls bárust sjóðnum um 300 um-
sóknir í þetta sinn en markmið hans er að
gefa langveikum börnum, foreldrum þeirra
og systkinum tækifæri til þess að fara í
draumaferð sem þau ættu annars ekki kost á.
Alls hafa 355 fjölskyldur notið stuðnings frá
sjóðnum frá stofnun hans. Þetta er 19. út-
hlutun sjóðsins og 10. starfsár hans.
Sjóðurinn Vildarbörn er fjármagnaður
með beinu fjárframlagi Icelandair, frjálsum
framlögum félaga í Saga Club Icelandair sem
geta gefið af Vildarpunktum sínum, með
söfnun myntar um borð í flugvélum Ice-
landair, sölu á Vildarenglinum um borð í vél-
um Icelandair og söfnunarbaukum á Kefla-
víkurflugvelli og söluskrifstofu Icelandair.
Í hverjum styrk frá sjóðnum felst skemmti-
ferð fyrir barnið og fjölskyldu þess og er all-
ur kostnaður greiddur – flug, gisting, dag-
peningar og aðgangseyrir að sérstökum
viðburði sem barnið óskar sér, að því er segir
í tilkynningu frá Icelandair. Að meðaltali eru
fimm í hverri fjölskyldu og því hafa um 1.770
einstaklingar farið í ferð á vegum sjóðsins.
Jafnan hafa margar fjölskyldnanna valið að
fara til Flórída og heimsækja Disneyland og
aðra skemmtigarða þar.
Starfsemi Vildarbarna Icelandair byggist á
hugmyndum og starfi Peggy Helgason, eig-
inkonu Sigurðar Helgasonar, sem lengi var
forstjóri Flugleiða og nú stjórnarformaður
Icelandair Group, en Peggy hefur lengi unnið
sem sjálfboðaliði á barnadeildum sjúkrahúsa
í Reykjavík og stutt fjölskyldur fjölda veikra
barna. Hún er nú í stjórn Vildarbarna Ice-
landair. Á myndinni eru styrkþegar ásamt
stjórnendum Vildarbarna við úthlutunina.
Rúmlega 150 manns á leið í utanlandsferð með styrk frá sjóðnum Vildarbörn Icelandair
Ljósmynd/Karl Petersen
Brosmild og glöð á leiðinni í draumaferðina
Fjölsótt landsmót Æskulýðs-
sambands þjóðkirkjunnar fór fram í
íþróttahúsinu á Egilsstöðum um
helgina. Alls tóku á annað þúsund
manns þátt í dagskránni, þar af um
800 ungmenni af öllu landinu. Á
laugardagskvöldinu fór fram karni-
val þar sem krakkarnir sungu, léku
á hljóðfæri, fluttu leikrit og gerðu
margt fleira sér til skemmtunar.
Seldu unglingarnir vöfflur og heima-
gerðan brjóstsykur til gesta sem
komu á karnivalið. Landsmótinu
lauk í gær með stórri messu í
íþróttahúsinu, líklega þeirri stærstu
sem fram hefur farið á Egilsstöðum.
„Kjörorð okkar á að vera að gera
heiminn örlítið betri í dag en hann
var í gær,“ sagði séra Solveig Lára
Guðmundsdóttir, vígslubiskup á
Hólum, í predikun við lokamessuna.
Yfirskrift landsmótsins var H2O þar
sem fræðst var um vatn og hjálp-
arstarf í þróunarlöndunum. Höfðu
ungmennin safnað fé til Hjálpar-
starfs kirkjunnar.
Messað á fjölsóttu lands-
móti æskulýðsfélaganna
Ljósmyndir/Bogi Benediktsson
Landsmót Hátt í 800 ungmenni af öllu landinu voru á landsmóti æskulýðs-
félaga þjóðkirkjunnar á Egilsstöðum um helgina. Þótti mótið takast vel.