Morgunblaðið - 29.10.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.10.2012, Blaðsíða 23
hverfis- og samgöngunefnd frá 2011 og sat í Íslandsdeild Norð- urlanda- ráðs 2009-2011. „Þetta land á ærinn auð, ef...“ Ásmundur, fórstu á þing til að verja íslenskan landbúnað? „Ég fór í pólitík sem málsvari lands og þjóðar: til að vekja athygli á þeim óendanlegu möguleikum sem landið býr yfir, hvort heldur sem er í hefðbundnum íslenskum landbúnaði eða með annarri skyn- samlegri landnýtingu. Við verðum hvarvetna vör við aukna eftirspurn eftir því sem land- ið gefur af sér. Það er nú þegar auk- in eftirspurn eftir íslenskum mjólk- urafurðum og hún á einungis eftir að aukast. Það er aukin eftirspurn eftir lambakjöti, við erum farin að selja íslenskt hey sem gæðafóður erlendis og íslenskt korn er á hraðri leið með að verða hágæða samkeppnisvara og verðmæt til útflutnings, skóg- rækt hefur aldrei verið meiri og nytjaskógrækt er orðin að veruleika auk þess sem miklir möguleikar eru í vinnslu á þörungum og marg- víslegum fiskitegundum. Berðu bara saman brúna og nær- ingarríka, íslenska gróðurmold og ljósan leirinn í Evrópu sem hefur verið mergsoginn af ræktun um aldaraðir. Það er til nóg af góðum fyrirtækjum til að markaðssetja góða vöru, en það skortir land og góð ræktunarskilyrði. Þessu búum við yfir. Við Íslendingar erum á hraðri leið með að verða hágæða- matvælaframleiðendur og möguleik- arnir eru óendanlegir. En við verðum að nýta okkur sóknarfærin. Við þurfum að setja skynsamleg lög um kaup og sölu á jörðum og landi – skipuleggja skyn- samlega landnýtingu – verðum að þora að standa á eigin fótum og horfa á heiminn í heild, en forðast það, um fram allt, að láta múra okk- ur inni í tolla- tilskipunar- og reglu- gerðarfargani ESB.“ Fjölskylda Eiginkona Ásmundar er Sunna Birna Helgadóttir, f. 17.10. 1978, bóndi. Hún er dóttir Helga Torfa- sonar, fyrrv. forstöðumanns Nátt- úruminjasafns Íslands, og Ellu B. Bjarnarson sjúkraþjálfara. Dætur Ásmundar og Birnu eru Aðalheiður Ella, f. 2006, og Júlía Hlín, f. 2008. Hálfsystkini Ásmundar, sam- mæðra, eru Hulda Þórðardóttir, f. 18.5. 1977, nuddari, búsett í Hafn- arfirði; Daníel Johan Mikaelsson, f. 4.11. 1997, nemi í Hafnarfirði. Foreldrar Ásmundar eru Daði Einarsson, f. 26.5. 1953, bóndi á Lambeyrum, og Anna Sigríður Guð- mundsdóttir, f. 26.2. 1960, húsfreyja. Úr frændgarði Ásmundar Einars Daðasonar Ásmundur Einar Daðason Anna Guðrún Hallgrímsdóttir frá Laxárdal í Hrútafirði Jón Guðmundsson gullsmiður og ljós- myndari í Ljárskógum Guðmundur Jónsson b. í Ljárskógum Ástríður Hansdóttir húsfr. Anna Sigríður Guðmundsdóttir húsfr. í Rvík Sigrid Fivelsgal í Noregi Hans Fivelsgal í Noregi Valdís Sólveig Einarsdóttir húsfr. í Rvík Ólafur Jónsson yfirþjónn í Rvík Einar Ólafsson b. og skipstj. á Lambeyrum Sigríður Skúladóttir húsfr. á Lambeyrum Daði Einarsson b. á Lambeyrum í Laxárdal í Dölum Jóhanna Lilja Kristjánsdóttir húsfr. á Dönustöðum Skúli Jóhannesson b. á Dönustöðum í Laxárdal Viktoría Skúladóttir garðyrkjum. í Helguvík á Álftanesi Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari Guðbjörn Guðbjörnsson óperusöngvari Jón frá Ljárskógum skáld og söngvari í MA-kvartettinum Hilmar B. Jónsson varaforseti Alheimssam- taka matreiðslumeistara Jófríður Jónsdóttir í Kaldaðarnesi á Ströndum Þorsteinn Jónsson sóknarpr. á Mosfelli Stórtækar vélar Dæturnar og hundurinn hjálpa til við bústörfin. ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2012 Gísli Sigurbjörnsson, forstjórielli- og hjúkrunarheimilisinsGrundar, fæddist í Reykja- vík 29.10. 1907. Hann var sonur Sig- urbjörns Ástvalds Gíslasonar, kenn- ara, ritstjóra og prests á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, og k.h., Guðrúnar Lárusdóttur, rithöfundar og alþm. Gísli missti móður sína og tvær systur í mjög sviplegu slysi sem frægt varð, er bifreið með þeim mæðgum rann út í Tungufljót í Biskupstungum 1938. Þetta var eitt fyrsta alvarlega bílslysið hér á landi. Guðrún Lárusdóttir var önnur konan sem kjörin var á Alþingi. Auk þess dóu þrjú systkina Gísla í barnæsku. Alls urðu systkinin tíu en meðal þeirra voru Lárus, rithöf- undur og minjavörður Reykjavík- urborgar, sem var öðrum fremur stofnandi Árbæjarsafns; Friðrik stórkaupmaður og Lára kennari, móðir Einars Þorsteins Ásgeirs- sonar arkitekts sem vann með Ólafí Elíassyni myndlistarmanni ytra byrðið stórfenglega á Hörpunni. Gísli stundaði nám við Verslunar- skóla Íslands og lauk þaðan prófum 1927. Hann var um skeið frímerkja- kaupmaður en stofnaði Elli- og hjúkrunarheimilið Grund 1934, var forstjóri þess og síðar jafnframt forstjóri Áss í Hveragerði frá 1952. Auk þess að vinna brautryðj- andastarf í þágu aldraðra sinnti Gísli mikið íþróttamálum, bindind- ismálum og ferðamálum alla tíð. Hann var einn af stofnendum Krabbameinsfélags Íslands og for- maður knattspyrnufélagsins Vík- ings um skeið. Hann gegndi auk þess fjölda trúnaðar- og ábyrgð- arstarfa á ýmsum vettvangi. Gísli kvæntist Helgu Björns- dóttur húsfreyju og eignuðust þau fjórar dætur, Nínu Kristínu, sem hefur starfað lengi við Grund; Sig- rúnu, sem lengi var kennari við FÁ; Guðrúnu, forstjóra elli- og hjúkr- unarheimilisins Grundar, en sonur hennar er Gísli Páll Pálsson, for- stjóri dvalarheimilisins Áss í Hvera- gerði, og Helgu, sem nú er látin. Gísli lést 7.1. 1994. Merkir Íslendingar Gísli Sigur- björnsson 95 ára Ingveldur Jónasdóttir 90 ára Benjamín Jóhannesson Guðmunda Kristjana Jónsdóttir Gústaf Símonarson 85 ára Ásgeir Björgvinsson Ingibjörg Sigurðardóttir Marý Valdís Jónsdóttir 80 ára Almar Gestsson Halldór Marteinsson 75 ára Guðgeir Sumarliðason Hugrún Gunnarsdóttir Þóra G. Helgadóttir 70 ára Garðar Gíslason Guðjón Guðmundsson Hafsteinn Sigurðsson Helga Óskarsdóttir Herdís Kristín Björnsdóttir Jóhann Ágústsson Ólafur Karlsson Rannveig Pálsdóttir 60 ára Fríða Margrét Jónsdóttir Magnús Guðmundsson Marey Allyson Macdonald Steinunn Jóna Geirsdóttir 50 ára Áskell Örn Ólafsson Chanpen Hanlue Einar Axel Schiöth Einar Örn Benediktsson Halldóra Pétursdóttir Jóhanna Margrét Jóhannesdóttir Lúðvík Magnús Ólason Svavar Bergsteinn Björnsson 40 ára Berglind Salvör Heiðarsdóttir Bjarni Þór Gylfason Elías Samúelsson Erika Martins Carneiro Guðlaug Friðgeirsdóttir Haraldur Þór Egilsson Ingimar Örn Gylfason Ingólfur Hartvigsson Karl Pálmason Rakel Björg Jónsdóttir Sigurjón Ólafsson Þórdís Arnardóttir 30 ára Andy Victor Nilsson Baldvin Ósmann Brynjólfsson Birna Rún Sævarsdóttir Egill Fannar Rúnarsson Elísabet Tania Smáradóttir Haukur Hilmarsson Kristinn Már Brynjólfsson Rakel Björk Benediktsdóttir Rósa Margrét Húnadóttir Sarah Jane Dearne Þórður Ingi Guðmundsson Til hamingju með daginn 30 ára Egill lauk BA-prófi í félagsfræði frá HÍ, starf- ar við sölu- og þjónustu- deild ÁTVR og er vínsérfr. við Vínbúðina, Dalvegi. Maki: Jóhanna Pálsdóttir, f. 1987, þroskaþjálfi. Dóttir: Rakel Ásta, f. 2010. Foreldrar: Fríða Böðv- arsdóttir, f. 1953, mat- reiðslumaður og rithöf- undur, og Jónas Ingi Ottósson, f. 1952, flug- vallastarfsmaður. Egill Jónasson 40 ára Högni er vél- smiður en rekur Italiano Pizzeria í Kópavogi og bílasöluna Bifreiðar.is. Maki: Marta Halldórs- dóttir, f. 1975, húsfreyja. Börn: Rakel Ýr, f. 1996; Andri Jökull, f. 2000; María Rán, f. 2001, og Viktor Jökull, f. 2008. Foreldrar: Gunnar Jökull Hákonarson, f. 1949, d. 2001, trommari, og Mar- grét Kolbeins, f. 1951, starfar á Morgunblaðinu. Högni Jökull Gunnarsson 50 ára Aðalsteinn lauk prófum í netagerð frá Iðn- skólanum í Reykjavík og er netagerðarmeistari. Maki: Elsa Sigurbjörg Bergmundsdóttir, f. 1963, útibússtj. ÁTVR í Ólafsvík. Synir: Snæbjörn, f. 1987, og Hólmkell Leó, f. 1991. Foreldrar: Snæbjörn Aðalsteinsson, f. 1940, fyrrv. lögreglumaður, og Kristín Lárusdóttir, f. 1942, fyrrv. versl- unarmaður og húsfr. Aðalsteinn Snæbjörnsson Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón ÖRUGGLEGA FYRIR ÞIG! Skeifunni 3 - Sími: 588 5080 - dynjandi.is KULDAGALLA R Á ALLA FJÖLSKYLDU NA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.