Morgunblaðið - 31.10.2012, Side 2

Morgunblaðið - 31.10.2012, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2012 ILVA Korputorgi, sími 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 DAGSKRÁ Lifandi tónlist Frostrósir Friðrik Ómar Happdrætti KYNNINGAR Karl K. Karlsson Hafliði súkkulaðimeistari MARSEILLE sápur Kaffitár Búrið ÓTRÚLEG TILBOÐ 30% af öllum CHRISTMAS jólavörum, MARSEILLE sápum, kertum og púðum KONUKVÖLD FIMMTUDAGINN 1. NÓVEMBER Frá 18:30-21:00 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Auður Sveinsdóttir Laxness lést á mánu- dag, 29. október, 94 ára að aldri. Auður fæddist á Eyr- arbakka 30. júlí 1918. Foreldrar hennar voru Sveinn Guðmundsson járnsmiður og Halldóra Kristín Jónsdóttir hús- móðir. Fjölskylda Auðar fluttist til Reykjavíkur þegar hún var sjö ára og bjó á Bárugötu. Auður giftist Hall- dóri Laxness rithöfundi í desember 1945. Þau kynntust á Laugarvatni og í bókinni Á Gljúfrasteini rifjaði Auð- ur fyrstu kynni þeirra upp: „Við Halldór fórum út að ganga að kvöldi til. Við gengum svolítinn spöl inn dal- inn og settumst á þúfu við lítinn læk. Stuttu síðar teygði Halldór sig eftir blómi yfir öxlina á mér, og þar með voru forlögin ráðin.“ Auður og Halldór byggðu heimili sitt á Gljúfrasteini í Mosfells- dal þar sem þau bjuggu ásamt dætrum sínum Sigríði og Guðnýju. Auður var handa- vinnukennari að mennt. Hún fékk snemma áhuga á fé- lagsmálum og kven- réttindabaráttu, var meðal stofnenda kvennablaðsins Melkorku árið 1944, sat lengi í ritnefnd tímaritsins Hugur og hönd og skrifaði greinar um vefn- að, prjón og fornar íslenskar listir í þessi rit. Auk þess vann hún að hann- yrðum og hönnun, meðal annars á flíkum úr íslenskri ull. Þekktustu mynstur sem rutt hafa sér til rúms á lopapeysum síðustu áratugi og marg- ir telja ævaforn hannaði Auður fyrir hálfri öld. Auður var manni sínum mikil stoð og stytta en þegar frá leið gegndi hún sífellt veigameira hlut- verki í vinnuferli hans. Í viðtali við Morgunblaðið í apríl árið 2002 sagð- ist hún hafa orðið einskonar einkarit- ari Halldórs með tímanum og hlustað á bækur hans verða til. „Það gekk þannig fyrir sig að hann sat í horninu og „dikteraði“ mér. En svo þegar hann var kominn í síðustu yfirferð þá var ég að sjálfsögðu með allt á blöð- um, enda þá búin að vélrita sömu bókina margsinnis. Ég tók því þátt í hverri einustu yfirferð,“ sagði Auður í viðtalinu. „Þetta var mikil vinna.“ Auður dvaldi síðustu ár á dvalar- heimilinu Grund í Reykjavík þar sem hún lést á mánudag. Andlát Auður Sveinsdóttir Laxness Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Við erum ennþá rafmagnslaus. Það gæti varað lengi, kannski sex til tíu daga. Netið er komið aftur inn, það datt út í einhvern tíma vegna þess að grein brotnaði og lenti á rafmagns- línu, en gert var við það fljótlega, sem betur fer. Ísskápurinn er í gangi því við erum sjálf með rafal. Einnig er gasið ennþá á og við höfum vatn,“ seg- ir Margrét Hannesdóttir, sem er bú- sett í New Jersey og lærir söng við Westminster Choir College. Hún seg- ir að það væsi ekki um sig. Ein búð opin í nágrenninu „Ein búð er opin í hverfinu sem er í dýrari kantinum. Hún hefur til um- ráða stóran rafal. Búðin fór ekki vel út úr síðasta fellibyl, Írenu, og er því núna vel undirbúin. Fyrir utan búðina bíður fólk í röðum til dæmis til að hlaða símana sína.“ Margrét er sjálfri sér nóg um raf- magn. Nágrannar hennar hafa leitað á náðir hennar og fengið að hlaða síma. Einn fárra sem komust til vinnu Brynjólfur Stefánsson býr í Upper West Side í New York ásamt fjöl- skyldu sinni. Hann vinnur á hrávöru- markaði og verslar með olíu. Hann er einn fárra sem komust til vinnu í gær. „Við erum mjög fá í vinnunni í dag. Neðanjarðarkerfið er í lamasessi. Það lítur út fyrir að það taki langan tíma að koma því aftur í gagnið, talað er um að það taki allt frá fjórtán tímum til tveggja vikna. Það kom gríðarlega mikið saltvatn niður í öll göng. Það er einstaklega slæmt fyrir þessi kerfi því þeim er stýrt með rafmagnsbúnaði sem fer illa í saltvatni, þá myndast ákveðin filma í kringum öll tengi. Áð- ur en fólki er hleypt niður er gengið úr skugga um að allt sé öruggt.“ Hann segir að eyðileggingin sé meiri en fólk gerði ráð fyrir. „Ég vaknaði um miðja nótt þegar sprengingin varð í Consolidated Edis- on-raforkuverinu í austurhluta Man- hattan. Himinninn lýstist allur upp og varð alveg blár. Annars hef ég lítið um Sandy að segja. Ég vaknaði alveg við veðrið en ég bý á svæði sem slapp ótrúlega vel, sem betur fer,“ segir Hildur Haraldsdóttir, nemi í upp- tökufræðum, búsett í Midtown Man- hattan . Himinninn lýstist upp við sprenginguna  Eyðileggingin töluverð en þó væsir ekki um Íslendingana á svæðinu AFP Flóð Götur New Jersey eru víða á floti eftir fellibylinn Sandy. Fólk hefur þurft að flytja brott af heimilum sínum sökum flóðs og rafmagnsleysis. Bændur á norðanverðu landinu hafa undanfarið búið sig undir illviðrið sem er í veðurkortunum og hugað að búpeningi sínum. Verið var að smala þessu stóði í skjól skammt frá Hofsósi í gær. Þá var verður byrjað að versna. Búist er við stormi, þ.e. meðalvindhraða frá 20 metrum á sekúndu og upp úr, á Norðvesturlandi í dag en víða um landið seint í kvöld, að því er greint er frá á vefsíðu Veðurstofunnar. Spáð er norðan- og norðaustanvindi, 8-15 m/s, á höfuðborgarsvæðinu í dag en 10-18 m/s undir kvöld. Þá er spáð norðan 13-20 m/s ásamt snjó- komu norðan til á landinu og norðaustan 18-23 m/s á Vestfjörðum en 10-18 m/s annars staðar. skulih@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Veðurstofan býst við stormi víða um land í kvöld Um fjörutíu Íslendingar ætla á vegum Hlaupaferða í New York-maraþonið sem á að halda á sunnudag. Hlaupinu hefur ekki verið aflýst. „Inni á heimasíðu New York- maraþonsins segir að þeir séu að fylgjast með. Þeir hafa sent póst og sagst vera í viðbragðs- stöðu en ég bendi þó á að þeir héldu New York-maraþonið eftir 11. september, þannig að við verðum að trúa því að þeir verði snöggir að laga þetta núna,“ segir Matthildur Hermannsdóttir, eigandi Hlaupaferða. Verði snöggir að laga þetta HLAUPARAR BÍÐA OG VONA „Við erum svona að byrja á því að reyna að virkja þetta betur. Þetta var náttúrlega notað á Skáldabúðaheið- inni, þá voru heimamenn ríðandi og það kom mjög vel út,“ segir Jóhann Pjetur Jónsson, formaður Björg- unarhesta, aðspurður út í námskeið sem Björgunarskóli Landsbjargar hélt nýlega en námskeiðið fjallaði um notkun hesta við leit og björgun. „Það er ekki alls staðar hægt að koma fjórhjólum eða sleðum að og þá er þetta gott. Kosturinn við þetta er að hesturinn sér um að fóta sig og þá hefur knapinn augun á landinu í kringum sig en ef þú ert á fjórhjóli eða gangandi horfirðu meira niður fyrir þig,“ segir Jóhann en hann á von á því að notkun hesta við björgun muni aukast á næstu árum. Ljósmynd/Jóhann Pjetur Jónsson Leit Hestar fóta sig, menn leita. Nota hesta við leit og björgun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.