Morgunblaðið - 31.10.2012, Síða 11

Morgunblaðið - 31.10.2012, Síða 11
Morgunblaðið/Golli Tolli Að taka andlega afstöðu til lífsins er ákveðin pólitísk afstaða, sem felst í því að taka ábyrgð á eigin hamingju. hafa hugrekki til að taka þessa af- stöðu.“ Tolli sækir mikið út í náttúr- una og hefur gaman af því að ganga á fjöll, hjóla og sigla kajak. „Þá tek ég inn öll áhrif náttúrunnar og leita í þann brunn þegar ég mála. Fjöllin í nýju verkunum eru karakterar úr Fjallabaksleið norð- an jökla þar sem gróandi er upp um alla sanda. Ég hef verið að leika mér með græna litinn í þessum landslagsmyndum en þær hafa þróast hægt og bítandi, bæði í tækni og litum. Í minni myndunum get ég líka leyft mér að vera ab- strakt og spontant, sem ég næ ekki í stóru myndunum. Ég nota ein- falda pensilskrift sem fyllir upp í rýmið í litlu myndunum. Þá kemur kröftug bygging í myndina og önn- ur tónlist.“ Í stærri myndunum er staka yfirgefna húsið sem hefur gengið eins og stef í gegnum myndir Tolla. „Ég er heillaður af eyðibýlum. Þeg- ar maður kemur að þeim þá finnur maður fyrir lífsins hjóli. Allt þetta smáa og persónulega er inni í rým- inu, blöð og haframjölspakkar en utan við eru kannski svakaleg fjöll, opið haf og himinn. Þarna bjó fólk og ól upp börnin sín. Eyðibýli í mínum verkum stendur fyrir mann- inn sem er umvafinn krafti náttúr- unnar.“ Sjómennskan happadráttur Tolli segist hafa álitið lista- menn helvítis aumingja hér áður. „Ég var stútfullur af hroka þegar ég var á sjó og var að leita að ein- hverri sjálfsmynd sem bit væri í. En sjómennskan var mikill happa- dráttur fyrir mig, ég lærði mikið af því, kynntist landi og þjóð og höf- uðskepnunum. Þar lærði ég vinnu- aga sem kemur sér heldur betur vel, því það krefst gríðarlegs aga að starfa sem myndlistarmaður. Ef ég skoða mitt karma þá hefur allt í lífi mínu haft tilgang, bæði hið góða og slæma. Erfiðleikarnir eru jarðveg- urinn sem lótusblómið vex upp úr. Maður rekur sig á og gerir mistök, en enginn þroski verður án þess. Ég er sáttur þegar ég lít um öxl. En ég undrast oft hver hafi skrifað þetta handrit sem líf mitt er.“ Mitt framlag til friðar Tolli gafst upp fyrir alkóhól- isma fyrir sautján árum og hann segir þá uppgjöf hafa verið fyrsta skref sitt inn í andlega tilveru. „Það er gríðarlegur skóli að vinna með tólf spora kerfið og í framhaldi af því fann ég minn farveg í búddism- anum. Þegar maður efast ekki lengur, þá kemur friðurinn. Ég mála þessar nýju myndir með tals- verðri vissu og hef gaman af og vil deila því með öðrum. Þetta er mitt framlag til friðar, sem listamaður, en ég sem manneskja leitast líka við að hjálpa öðrum og er með ýmis verkefni í gangi, sem er þáttur í því að heila sjálfan sig og eiga gott líf.“Morgunblaðið/Golli Fjall Einföld pensilskrift og kröftug bygging. Á morgun fimmtudag kl. 20 opnar Tolli sýningu sína Friður í Smiðjunni Listhúsi, Ármúla 36. Sýningin stendur til 14. nóvember. Morgunblaðið/Golli Jarðlitir Tolli sækir efnivið út í íslenska náttúru. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2012 Skoda Superb 2.0 TDi, Árg. 2011, dísel Ekinn 44.000 km, sjálfsk. Suzuki Swift 1300 GL 4WD, Árgerð 2011, bensín Ekinn 40.000 km, beinsk. Ásett verð: 4.390.000,- Toyota Land Cruiser 150, Árgerð 2012, dísel Ekinn 33.500 km, sjálfsk. Nissan Pathfinder 2500 SE. Árgerð 2008, dísel Ekinn 106.000 km, sjálfsk. Ásett verð 9.290.000,- Komdu og skoðaðu úrvalið! Laugavegi 174 | Sími 590 5040 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16 MM Pajero 3,2 Instyle Árgerð 2012, dísel Ekinn 21.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 9.390.000,- GOTT ÚRVAL AF NÝLEGUM GÆÐABÍLUM Ásett verð: 2.190.000,- Ásett verð 4.200.000,- Fuglavernd hvetur veiðimenn til að sýna samstöðu um hófsama veiði. Í tilkynningu frá félaginu segir: Það er allra hagur að rjúpnaveið- ar séu sjálfbærar til framtíðar. Rjúpan er hænsnfugl og sá eini sem lifir villtur á Íslandi. Rjúpan er þýðingarmikill fugl í íslensku vist- kerfi og m.a. forsenda fyrir tilvist fálka hér á landi. Rjúpnastofninn sveiflast reglulega og stofnstærð virðist ná hámarki á um 10 ára fresti og getur verið allt að tífaldur munur á rjúpnamergð í lágmarki og hámarki. Líklega eru það nokkr- ir samverkandi þættir sem hafa áhrif á sveiflurnar svo sem fæðan, sníkjudýr og afrán. Uppi eru kenn- ingar um að umferð veiðimanna um búsvæði rjúpunnar auki viðbótarafföll umfram það sem veitt er. Við hvetjum til hóflegra veiða og að boð og bönn séu virt og minn- um á að sá sem kaupir eða selur rjúpu eða afurðir hennar er að brjóta lög. Fuglavernd Ljósmynd/Daníel Bergmann Hvatt til hóf- samrar veiði Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.