Morgunblaðið - 31.10.2012, Page 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2012
Elsku frænka okkar, Solveig
Björnsdóttir, hefur nú kvatt okk-
ur. Hetjulegri baráttu hennar til
margra ára er lokið, baráttu sem
einkenndist þó af sigrum hennar
í löngu og þyrnum stráðu stríði.
Beittustu vopnin hennar voru
vafalaust létt skap, stórt hjarta
og hæfileiki til þess að taka á
Solveig
Björnsdóttir
✝ Solveig Björns-dóttir fæddist í
Reykjavík 30. júlí
1971. Hún lést í
Eyjarhólum, Mýr-
dalshreppi, 9. októ-
ber 2012.
Útför Solveigar
fór fram frá Skeið-
flatarkirkju í Mýr-
dal 20. október
2012.
vandamálum með
þrautseigju sem
seint verður leikin
eftir. Solveig var
einstök.
Þegar Solveig
var á unglingsaldri
bjó hún tímabundið
hjá okkur í Garða-
bæ á meðan læknar
leituðu orsaka
þeirra sjúkdómsein-
kenna sem höfðu þá
þegar gert vart við sig. Eins og
gefur að skilja saknaði hún fjöl-
skyldunnar sinnar og heimahag-
anna í Mýrdal og það fór ekki
framhjá okkur hvað henni þótti
vænt um sitt fólk, enda einlægni
og væntumþykja henni í blóð
borin. Faðmlag frá Solveigu var
alltaf ekta.
Það er ekki laust við að hún
Solveig okkar hafi gætt heimilis-
lífið nýjum litum og eignast með
okkur margar og góðar minning-
ar. Þetta var á „Duran Duran vs.
Wham“-tímabilinu og má því
gera sér í hugarlund þær tilraun-
ir og þá gjörninga sem við
frænkurnar framkvæmdum í
nafni þeirrar tísku. Okkar nán-
ustu muna eftir fjólubláa Prince-
tímabilinu. Eða deginum sem við
lituðum hárið appelsínugult – og
augabrúnirnar í stíl. Öll símaöt-
in. Skrópin í leikfimi til að hanga
í Bitabæ. Misheppnaðar gervi-
neglur. Sokkin augu og sólbruni
eftir að hafa prófað undratækið
háfjallasól á hæsta styrk, – og
aðeins of lengi. Hjólaskautaferð-
in sem endaði inni í opinni upp-
þvottavélinni.
Mörgum skondnum atvikum
mætti bæta við, auk nokkurra
sem vart teljast prenthæf.
Strax á unga aldri var Solveig
félagslynd, lífsglöð og þroskuð
sál. Á mannamótum vakti hún
því eftirtekt með heillandi fram-
komu, hún var hnyttin í tilsvör-
um, hress og spjallaði mikið við
unga jafnt sem aldna. Í hennar
túlkun breyttist hversdagslegur
raunveruleiki í litríka frásögn.
Við munum eftir stríðninni og
glottinu sem fylgdi, stríðni sem
hún kunni þó að nota svo listilega
án þess að særa nokkurn. Það er
mikils virði að eiga þessar minn-
ingar, geta leitað huggunar og
jafnvel brosað í sorginni.
Þeir sem kynntust Solveigu
muna skemmtilegu og hjarta-
hlýju stelpuna, sem var troðfull
af réttlætiskennd og alltaf tilbúin
að tala máli þeirra sem minna
mega sín eða eru beittir órétti.
Tómarúm hefur myndast sem
ekki verður fyllt, en eftir sitja
hlýjar minningar um elsku Sol-
veigu okkar, einstaka manneskju
sem snerti hjörtu okkar allra
sem hittu hana.
Elsku Rósa okkar og fjöl-
skylda, vid samhryggjumst ykk-
ur innilega.
Baldur, Laufey, Þórey
Þöll og Arney Ösp.
Ég var nítján ára gömul þegar
ég hóf störf á deild 18, barnadeild
Kópavogshælis, 1974. Þetta voru
aðrir tímar; mörg börn með ólík-
ar þarfir vistuð saman, sum rúm-
liggjandi, önnur spræk, eins og
hann Snorri minn. Hann var svo
iðinn og glaður strákur. Hann
bræddi hjarta mitt og kveikti hjá
mér löngun til að læra þroska-
þjálfun. Það var fyrir hann sem
ég gerði það, drenginn sem
missti ekki lífsgleðina. Tengsl
ungrar stúlku við lítinn dreng
sem aldrei gleymast.
Dveldu á guðs vegum, kæri
Snorri, og haltu áfram að leika
þér við Trausta bróður. Einlæg
samúð til foreldra.
Gunnhildur Sigurjónsdóttir.
Kveðja frá Bjarkarási
Hinn 19. janúar 1999 hóf
Snorri Jónsson störf í Bjarkarási.
Snorri Jónsson
✝ Snorri Jónssonfæddist í
Reykjavík 7. des-
ember 1966. Hann
lést á heimili sínu,
Grundarlandi 17, 5.
október 2012.
Snorri var jarð-
sunginn frá Kapell-
unni í Fossvogs-
kirkju 17. október
2012.
Hann starfaði í
Bjarkarási til 5.
október 2012 og má
því segja að hann
hafi verið í vinnu
fram á síðasta dag.
Hann var mikill
dugnaðarforkur og
leið best ef hann
hafði nóg fyrir
stafni.
Snorri vann fjöl-
breytt störf í Bjark-
arási og naut sín best við ýmiss
konar pökkunarvinnu og list-
sköpun í Smiðju. Hann hafði
gaman af gönguferðum og kom
þá oft við í gróðurhúsinu til að fá
eitthvert góðgæti handa kanín-
unum í Elliðaárdalnum.
Snorri var jákvæður að eðlis-
fari og einn af þessum drífandi
mönnum sem er svo gott að hafa í
starfsmannahópnum. Hann var
einnig mjög hjálpsamur og var
fljótur að stökkva til ef þurfti að
bera kassa, taka til í borðsal, að-
stoða með þvottinn eða fara með
hluti milli deilda. Hans er því sárt
saknað í Bjarkarási.
Starfsfólk Bjarkaráss er þakk-
látt fyrir að hafa fengið að eiga
langt og farsælt samstarf með
Snorra Jónssyni.
Við vottum móður hans og
systur ásamt öllum í Grundar-
landi 17 samúð okkar.
Þórhildur Garðarsdóttir
og Valgerður Unnarsdóttir.
Æskuvinkona mín, Halldóra
Jónsdóttir á Stærribæ í Gríms-
nesi er látin eftir harða baráttu
við illvígan sjúkdóm. Í veikind-
unum sýndi hún mikinn bar-
áttuvilja og bjartsýni, alltaf
tilbúin að takast á við það sem
að höndum bar af krafti og
æðruleysi.
Við Dóra vorum sveitungar,
vorum saman í fermingar-
fræðslu hjá sr. Guðmundi Ein-
arssyni á Mosfelli. Það var eft-
Halldóra
Jónsdóttir
✝ Halldóra Jóns-dóttir fæddist á
Brjánsstöðum í
Grímsnesi 2. nóv-
ember 1930. Hún
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 8. október
2012.
Útför Halldóru
fór fram frá Sel-
fosskirkju 20. októ-
ber 2012.
irminnileg vika þar
sem 10 unglingar
bjuggu á heimili
prestsins í heila
viku og nutu hans
andlegu hand-
leiðslu. Síðan lá
leið okkar á hér-
aðsskólann á Laug-
arvatni og þar
treystust æsku-
böndin enn í tvö
ár.
Dóra var einstaklega góður
félagi, alltaf í góðu skapi, hjálp-
söm og hreinskilin. Hún bjó yf-
ir ótal mörgum góðum kostum
sem verða ekki taldir upp hér
en eitt var það sem mér þótti
mjög fallegt í fari hennar; hún
lagði alltaf góð orð til manna,
hvort sem það voru sveitungar
eða annað samferðafólk. Samt
hafði Dóra ákveðnar skoðanir á
þeim málefnum sem til umræðu
voru.
Dóra var lánsöm í sínu
einkalífi, átti fimm dugleg og
myndarleg börn og eiginmann
sem er einstakur drenglundar-
maður og lifir sína góðu konu.
Þau hjón voru mjög samstiga
við myndarlegan búskap og
studdu hvort annað í blíðu og
stríðu. Þau voru gestrisin með
afbrigðum og nutum við þess
oft skólasystkini Dóru frá
Laugarvatni. Það var gaman að
sjá öll blómin hennar í garð-
inum og keyra með þeim um
landareignina þar sem sonur
þeirra hefur plantað miklum
skjólbeltum sem þau voru mjög
stolt af enda var Dóra ötul í
skógræktarfélaginu og ræktun
var eitt af hennar mörgu
áhugamálum.
Þau hjón höfðu látið af bú-
skap í hendur Ágústi syni sín-
um og voru flutt til Hvera-
gerðis en þar varð dvölin alltof
stutt vegna veikinda Dóru.
Ég kveð góða vinkonu og
votta Gunnari og börnum
þeirra samúð mína.
Ólöf Pálsdóttir.
Hvað er okkur efst í huga
þegar góð vinkona kveður?
Fyrst og fremst innilegt þakk-
læti fyrir allar stundirnar sem
við höfum átt saman. Allar
dásamlegu ferðirnar með þeim
góðu hjónum, Dóru og Gunnari,
þar sem hver ferð varð nýtt
ævintýri hvernig sem viðraði og
alltaf var veislukostur í tösk-
unni þeirra sem seint þraut. Öll
símtölin sem hittu í mark og
léttu lundina. Dóra var fljót að
leggja þeim lið sem féllu ekki
strax í hópinn enda lögðu
margir leið sína að Stærri-Bæ
þar sem hjónin voru samhent
með að fagna gestum þannig að
öllum fannst eins og lengi hefði
verið beðið eftir kærum gesti.
Einu sinni sagði Guðrún móðir
hennar í viðurkenningarskyni:
„Hún er nú meiri hamhleypan
hún Dóra mín.“ Það fannst okk-
ur vera góð lýsing á öllu henn-
ar verklagi. Hvort sem hún var
að gróðursetja blóm og tré,
taka á móti gestum, búa sig í
hestaferð, spila við góða félaga
eða sinna sinni kæru fjölskyldu.
Það var aldrei neitt hálfkák. En
allt hefur sinn tíma og dýr-
mætar minningar eru líka fjár-
sjóður. Hjartans þakkir fyrir
allt.
Sigríður Eiríks og
Steinunn Ingvars.
Ég var rétt nýbúin að kynn-
ast Erlu en upplifi samt mikinn
missi við fráfall hennar því við
Erla sameinuðumst í móður-
hlutverkinu gagnvart börnun-
um okkar, unga parinu Elínu
Klöru og Kolbeini Lárusi, og
hefðum eðlilega átt að eiga
mikil og náin samskipti í fram-
tíðinni.
Ég sá Erlu aðeins einu sinni
þegar við foreldrar Kolbeins,
Elínar, Óttars og Tobbu hitt-
umst í mat heima hjá okkur til
að sjá og kynnast hvert öðru
áður en unga fólkið færi til
náms í Grikklandi. Við skipt-
umst á kontaktupplýsingum til
vonar og vara ef eitthvað kæmi
fyrir en ekki óraði okkur fyrir
því að við í kjölfar upphring-
ingar frá Jóni föður Elínar
Klöru myndum þurfa að nota
þessi tengsl til að ná í Elínu
Erla Sigurdís
Arnardóttir
✝ Erla SigurdísArnardóttir
fæddist á Fæðing-
arheimili Reykja-
víkur 27. janúar
1964. Hún lést á
bráðamóttöku
Landspítalans 10.
október 2012.
Erla var jarð-
sungin frá Guðríð-
arkirkju 22. októ-
ber 2012.
Klöru og Kolbein
vegna þeirrar
hörmulegu fréttar
að móðir Elínar,
Erla Sigurdís,
væri látin.
Ég átti í þó
nokkru vinnu-
tengdu símasam-
bandi við Erlu
undanfarna mán-
uði þar sem fyr-
irtækið mitt skipt-
ir mikið við Sigurplast,
fyrirtækið sem Erla vann hjá.
Fyrir utan það hvað Erla var
þægileg og örugg hvað varðaði
vinnutengdu málin spjölluðum
við líka um krakkana okkar,
unga parið í Grikklandi, og
framtíðardrauma okkar fyrir
þeirra hönd.
Því miður komumst hvorki
ég, Sigurður né Guðbjörg
Lára í útförina hennar Erlu
þar sem við vorum erlendis en
viljum senda öllum aðstand-
endum innilegar samúðar-
kveðjur. Þá sendum við kæra
kveðju til vinkvenna Erlu sem
kalla sig Villijurtirnar. Sér-
staka ástar- og samúðarkveðju
fá Elín Klara og Kolbeinn
Lárus. Við vorum með ykkur í
anda mánudaginn 22. október.
Megi Guð gefa ykkur gleði og
frið.
Þóra Þórisdóttir.
Laugardaginn 13. október
fékk ég þær sorgarfréttir gegn-
um Ingunni Mai, æskuvinkonu
mína, að hún Erla, gamla
bekkjarsystir okkar af Nesinu,
væri látin.
Það er svo óraunverulegt að
fá svona fréttir símleiðis. Mað-
ur á frekar von á slíkum frétt-
um af einhverjum af kynslóð
foreldra okkar en af einum úr
okkar hópi.
Erla fluttist á Unnarbrautina
þegar við ’64-árgangurinn vor-
um í Mýrarhúsaskólanum. Ekki
man ég nú alveg árið en giska á
10 eða 11 ára bekk. Erla borg-
arbarnið kom svo sannarlega
með kraft og dugnað með sér
úr Austurbæjarskólanum og
hristi heldur betur upp í okkur
Nesgenginu með sínum ein-
staka hætti … Já, það var nú
aldrei nein lognmolla í kringum
hana Erlu okkar.
Ég minnist margs sem brall-
að var í þessa daga. Efst er í
minni eftirmiðdagur einn eftir
skóla þar sem við bekkjarsyst-
ur Svava Jóhannesdóttir, Erla
og undirrituð vorum saman-
komnar heima hjá Erlu. Sátum
við inni í eldhúsi fram á kvöld
og tókum upp heimasamið efni
og leikrit upp á kassettur. Mik-
ið var hlegið yfir þessum upp-
tökum þar sem sköpunargleðin
og fíflagangurinn réð ríkjum.
Við hlustuðum á þessar upp-
tökur trekk í trekk og hvað við
töldum okkur vera ótrúlega
fyndnar og frábærar …
Heimskur hlær að sjálfs sín
fyndni, segi ég nú nær fjörutíu
árum síðar. Þessar kassettur á
ég enn í dag og rakst á þær
fyrir rælni fyrir nokkru. Þarna
bregður fyrir m.a. Rauðhettu
og úlfinum þar sem mikil leik-
aratilþrif eiga sér stað ásamt
miklum hlátrasköllum. Að sjálf-
sögðu gellur smitandi hlátur
Erlu einna hæst. Hlæjandi og
brosandi með sína einstöku
spékoppa birtist hún mér nú í
huganum áratugum síðar.
Erlu sá ég síðast á 25 ára
endurfundum hjá ’64-árgangin-
um úr Valhúsaskóla úti á Nesi í
júní 2005. Stuðboltinn hún Erla
var að sjálfsögðu mætt á stað-
inn. Alltaf jafn kát og hress,
einlæg og hlý tók hún þéttings-
fast utan um mig. Að sjálfsögðu
voru gömlu árin rifjuð upp í
bland við fréttir af fjölskyldum
okkar bekkja og af okkur sjálf-
um í dag.
Þar sem ég er búsett vest-
anhafs og hef komið heim með
mjög óreglulegu millibili síð-
ustu árin hefur Ingunn af og til
verið að færa kveðjur á milli
okkar Erlu. Þannig hef ég
fylgst með Erlu, má segja úr
fjarlægð í nokkur ár þar til í
morgun er mér bárust þessar
sorgarfréttir.
Þeim Höllu Karen, Elínu
Klöru, Hjálmari Gauta, Höllu
móður Erlu, systrum Helgu og
Jónu og barnabörnum vil ég
senda mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Blessuð sé minning Erlu
Arnardóttur.
Ragnhildur Rúriks-
dóttir (Naddý)
frá Bakka á
Seltjarnarnesi.
Elsku hjartans Steini minn,
frændi, vinur og eiginmaður
minnar bestu vinkonu. Ég á svo
erfitt með að trúa því að þú sért
farinn frá okkur. Af hverju er
lífið svona ósanngjarnt? Ég
verð að trúa því að guð hafi ætl-
að þér eitthvað stórt og mik-
ilvægt verkefni sem enginn get-
ur leyst nema þú, eins
stórkostlegur og frábær þú
varst í lifanda lífi. Ég get ekki
lýst því í orðum hve sárt ég
sakna þín, að hitta þig ekki á
hverjum morgni í bakaríinu, sjá
þig ekki sitja í sætinu þínu á
kaffistofunni þegar ég mæti á
morgnana, tala við morgunhan-
ana sem einungis komu til að
hitta þig og vinnufélagana,
heyra ykkur hlæja eða í heitum
umræðum, það er mjög erfitt að
labba inn núna og hitta þig ekki.
Að geta ekki leitað til þín nístir
hjarta mitt.
Ég get nú ekki sagt að ég
eigi margar minningar um þig
frá því í gamla daga (eins og þú
sagðir svo oft) þó svo að ég hafi
verið með annan fótinn á Foss-
völlum 21 á þeim tíma. Þegar ég
hugsa til baka fer ég alltaf að
hugsa um sömu minninguna,
það var eitt kvöldið í desember
og við Ruth vorum að gista
saman eins og svo oft áður, við
vorum mjög uppteknar við það
að setja skóinn út í glugga en
heyrðum svo einhvern hlæja
fyrir utan hurðina og þar varst
þú hlæjandi að okkur og sagðir
bara blákalt við okkur að jóla-
sveinninn væri ekki til og við
þyrftum ekki að setja skóinn í
gluggann, ég man að ég horfði
lengi á þig og hugsaði hvað væri
eiginlega að Steina, hann væri
Steingrímur Krist-
inn Sigurðsson
✝ SteingrímurKristinn Sig-
urðsson fæddist á
Húsavík 30. sept-
ember 1964. Hann
lést 13. september
2012.
Útför Steingríms
fór fram frá Húsa-
víkurkirkju 25.
september 2012.
víst til en ég held
að þetta hafi verið
síðustu jólin okkar
Ruthar sem við
fengum í skóinn.
Þú vildir nú aldrei
kannast við þetta
þegar ég var að
segja þessa sögu
núna síðustu árin.
Þegar ég byrjaði
að vinna hjá ykkur
Maju fyrir rúmum
5 árum urðum við strax miklir
vinir og hún Maja þín varð mín
besta vinkona. Það var alltaf svo
yndislegt að koma heim til ykk-
ar, svo mikið líf og fjör, fullt hús
af börnum og hundum. Ég fann
alltaf svo mikla væntumþykju
frá þér til hans Elmars míns, þú
hugsaðir vel um hann og þegar
hinir tveir fæddust var ekkert
minna um hlýju og kærleik
gagnvart þeim, það var alveg
góð ástæða fyrir því að ég skírði
Kristin Örn í höfuðið á þér,
Steini minn. Þegar ég hugsa um
sumarið kemur sú minning allt-
af upp þegar ég var að koma frá
Akureyri úr heimsókn frá Maju,
þú varst svo ofarlega í huga
mínum að ég ákvað að fara til
þín, ég tók utan um þig og sagði
að mér þætti svo vænt um þig
og þú gætir alltaf treyst á mig,
þú trúir ekki hvað ég er þakklát
fyrir þetta.
Eitt af því sem ég dáði við
þig var að þú settir kúnnann í
1., 2. og 3. sæti, vildir allt fyrir
„kúnnann“ gera, reddaðir öllum
enda langbesti bakarinn og áttir
langbesta bakaríið í heimi með
henni Maju þinni, ávallt með
hjartað á réttum stað, reddaðir
öllum, skipti engu máli hvaða
dagur var eða á hvaða tíma,
jóladag, páskunum eða bara á
venjulegum sunnudegi.
Ég gæti skrifað endalaust um
þig,Steini. Elsku Maja mín,
bræður, Þura, Siggi, Halli,
Helgi, Siddi, Lilja, Ruth og fjöl-
skyldur ykkar sendi ég innilega
samúð. Elsku Steini, ég kveð
þig með trega og tárum en trúi
því að við hittumst á ný. Hvíldu
í friði.
Harpa Steingrímsdóttir.