Morgunblaðið - 27.11.2012, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 27.11.2012, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Austurbæjarskóli sigraði í hæfileikakeppninni Skrekk, en úrslitin réðust í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Margir áhorfendur fylgdust með og hvöttu lið sín til dáða, en í lokin voru það nem- endur Austurbæjarskóla sem fögnuðu mest. Átta skólar kepptu til úrslita, auk Austurbæj- arskóla voru það Ölduselsskóli, Háteigsskóli, Ingunnarskóli, Kelduskóli, Hlíðaskóli, Fellaskóli og Breiðholtsskóli. Þetta er í þriðja skiptið sem Austurbæjarskóli vinnur, en skólinn vann einnig 2005 og 2008. Í öðru sæti Skrekks varð Ingunn- arskóli og Hlíðaskóli í því þriðja. skulih@mbl.is Ákafir nemendur hvöttu sitt fólk til dáða á úrslitakvöldi í Borgarleikhúsinu Morgunblaðið/Ómar Austurbæjarskóli sigraði í hæfileikakeppninni Skrekk Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ég var að keyra upp Gerðhamrana og sá allt í einu kvikindi hlaupa niður götuna. Það var of stórt til að vera köttur og hljóp svolítið einkennilega. Það kom í huga minn að þetta væri ljótur hundur en svo áttaði ég mig á að þetta var tófa. Ég hef séð refi á Hornströndum og yrðlinga í Hóla- skjóli og þetta minnti mig á þá,“ sagði kona, sem átti leið um Grafar- voginn eftir hádegi sl. fimmtudag. Hún lýsti dýrinu sem grámóskulegu á lit með hvítum yrjum, með mjó- slegið trýni, granna framfætur og áberandi loðið skott. „Ég var að tala við manninn minn og mér brá svo að ég var næstum búin að keyra út af. Ég sagði við hann: Ég trúi þessu ekki, það er tófa að hlaupa hérna,“ sagði konan. „Ég bremsaði og horfði á eftir henni. Ég sá vel á hliðina á henni, þetta mjóa framstæða trýni og þetta úfna skott. Þetta leit út eins og rebbi.“ Hún sagði að stutt væri niður í fjöru þaðan sem hún sá dýrið og það stefndi einbeitt niður götuna. Er á ferðinni í byggð „Hún er á ferðinni í byggð,“ sagði Þráinn Ómar Svansson, mein- dýraeyðir hjá Reykjavíkurborg, um tófuna. Hann sagðist hafa heyrt af tófum á ferð í Grafarvogi. Þær skytu alltaf upp kollinum öðru hverju. „Þetta berst ofan úr Mosfellsheiði. Hún er í ætisleit, ræfillinn,“ sagði Þráinn um kaupstaðarferðir tóf- unnar. Tófur í úthverfunum Jónas Bjarnason, fyrrverandi lög- reglufulltrúi og refaskytta, býr neðst í Gerðhömrum. Hann stundaði refaveiðar í ein fjörutíu ár á Reykja- nesi, Mosfellsheiði og Hellisheiði. Jónas sagði aðspurður að hann hefði ekki orðið var við tófu á þess- um slóðum en taldi alls ekki ólíklegt að hún gæti hafa verið þarna á ferð. Jónas sagði að stór svæði sunnan við borgina væru í raun friðuð fyrir tófuveiði, hið opinbera legði ekkert til refaveiða og menn nenntu ekki að eltast við hana í hraununum. „Hún er farin að vera hér niðri í úthverfunum, ég hef frétt af því,“ sagði Jónas. „Ég hef aldrei séð hana hér en hún getur alveg hlaupið eftir fjörunni.“ Jónas sagðist kannast við gráyr- jóttar tófur og sagði að þær hefðu sloppið úr búrum. „Ég skaut margar svoleiðis á Reykjanessvæðinu, búr- tófur,“ sagði Jónas. Hann sagði að þessir refir hefðu verið stærri en þeir íslensku. Liturinn tortryggilegur Guðna Þór Bjarnasyni, tófuskyttu á Hraðastöðum III í Mosfellsdal, þótti litur dýrsins tortryggilegur þótt lýsingin passaði að öðru leyti við tófu. Hann sagði að á Mosfells- heiði væru aðallega hvítar og mó- rauðar tófur. Guðni sá þar fyrstu „Land Rover-brúnu“ tófuna á liðnu sumri. Hvítu tófurnar eru orðnar al- hvítar fyrir nokkru og þær mórauðu eru orðnar enn dekkri en þær voru í sumar. Guðni sagði að gráyrjóttu búrdýrin hefðu verið talin útdauð, en „maður skyldi aldrei segja aldrei“. Guðni sagði að Mosfellsbær stæði sig vel í því að halda lágfótunni í skefjum. Telur sig hafa séð tófu í Grafarvogi  Kona ein telur sig hafa séð tófu á ferli í götunni Gerðhömrum  Meindýraeyðir segir tófur vera á ferðinni í byggð í ætisleit  Reynd tófuskytta telur ekki ólíklegt að tófa geti hafa verið þarna á ferð Morgunblaðið/Árni Sæberg Yrðlingar Þessir yrðlingar áttu heima í Langadal í Þórsmörk. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Verulegur hluti sparifjár landsmanna er á inn- lánsreikningum sem bera neikvæða raunvexti vegna lágra innlánsvaxta og mikillar verðbólgu og innlán heimilanna halda áfram að minnka. Þau drógust saman um 4,5% á þriðja ársfjórð- ungi ársins frá því sem var á sama tíma í fyrra, fyrst og fremst á peningamarkaðsreikningum og óbundnu sparifé, en á móti varð aukning í öðru bundnu sparifé heimila. Um seinustu mánaðamót áttu heimilin rúm- lega 600 milljarða í innlánum. Þar af nam hlut- ur verðtryggðra innlána, sem bera raunvexti, rúmlega 222 milljörðum kr. Þar er meðtalinn viðbótarlífeyrissparnaður, sem nam rúmum 88 milljörðum og innstæður á orlofsreikningum. Ef lífeyrissparnaður og orlofsfé er ekki tekið með í reikninginn er hlutur verðtryggðra inn- lána aðeins um sjötti hluti af heildarinnlánum heimilanna í landinu eða 21,4%. Stærsti hlutinn óbundið sparifé Önnur innlán heimila, sem eru samkvæmt upplýsingum Seðlabankans flokkuð undir óverðtryggð innlán heimila, voru um 388 millj- arðar kr. um seinustu mánaðamót. Þar af voru 26,6 milljarðar á gjaldeyrisreikningum. Stærsti hlutinn var óbundið sparifé, þ.e. pen- ingar á innlánsreikningum sem eru alltaf lausir til útborgunar. Heimilin áttu rúmlega 188 milljarða í óbundnu sparifé á reikningum inn- lánsstofnana í lok október, höfðu innstæðurnar þá dregist saman um 3,5 milljarða á einum mánuði og alls um 14,5 milljarða frá sama mán- uði í fyrra. Íslensk heimili áttu rúmlega 32 milljarða á peningamarkaðsreikn- ingum um seinustu mánaðamót en innlán á þessum reikningum hafa dregist umtalsvert saman eða um 25,5 milljarða frá sama tíma fyrir ári. Annað bundið sparifé heimilanna þ.e.a.s. innstæður sem eru annaðhvort með umsömdum binditíma eða innstæður sem eru uppsegjanlegar eftir tilkynningu, var um 53 milljarðar um seinustu mánaðamót og hafði aukist um rúman milljarð á einum mánuði. Þó að ekki liggi fyrir nákvæmar upplýsingar um hversu stór hluti þeirra peninga sem eru á óverðtryggðum innlánsreikningum bankanna bera neikvæða raunvexti er ljóst að það á við um megnið af óbundnu sparifé í bönkunum miðað við árshraða verðbólgunnar. Lengd binditíma og fjárhæð Almennir innlánsvextir á sparisjóðsbókum eru í dag 0,9% og óbundnir og óverðtryggðir reikningar bera yfirleitt innan við 2% vexti. Þegar um lengri binditíma er að ræða og hærri innistæður er algengast að innlánsvextir séu á bilinu 3% og allt upp 4,9% eftir lengd binditíma og fjárhæð. Ef um enn lengri binditíma er að ræða og fasta vexti getur raunávöxtunin verið jákvæð. Sé tekið mið af 5,3% verðbólgu á síð- ustu 12 mánuðum má sjá að raunávöxtun spari- fjár er t.d. neikvæð um 1,4% á reikningi sem ber 3,8% nafnvexti. Hún er neikvæð um 0,4% ef vextirnir eru 4,8%. Aðeins 21% innlána verðtryggt  Heimilin áttu rúmlega 188 milljarða í óbundnu sparifé á reikningum innlánsstofnana í lok október  Háar fjárhæðir íslenskra heimila eru á innlánsreikningum sem bera neikvæða raunvexti Brot 49 ökumanna voru mynduð á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Hafnarfjarðarveg í suðurátt, við Arnarneslæk. Á einni klukku- stund, eftir hádegi, fór 951 ökutæki þessa akstursleið og því ók lítill hluti ökumanna, eða rúmlega 5%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 94 km/klst en þarna er 80 km há- markshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 134. Vöktun lögregl- unnar á Hafnarfjarðarvegi er liður í umferðareftirliti hennar á höf- uðborgarsvæðinu. Aukið eftirlit á gatnamótum Á næstunni mun lögregla halda úti sérstöku auknu eftirliti á völd- um ljósastýrðum gatnamótum á höfuðborgarsvæðisins til 7. desem- ber næstkomandi. Eftirlitið verður á þeim gatnamótum þar sem slys hafa orðið flest síðustu ár sam- kvæmt tölum Umferðarstofu eða ef sérstök ástæða önnur þykir til, svo sem vegna hraðaksturs eða vegna ábendinga til lögreglu um ógæti- legan akstur. Rúm 5% ökumanna keyrðu of hratt Morgunblaðið/Sigurgeir S.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.