Morgunblaðið - 27.11.2012, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2012
SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA
SÉRSMIÐI
innréttingar, borðplötur, sprautulökkun
info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is
S: 897 2225
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Björgun skipverjanna tveggja af
fiskibátnum Jónínu Brynju ÍS úr
fjörunni á Straumnesi gekk hratt og
vel fyrir sig, að sögn Björns Brekk-
an Björnssonar, flugstjóra á þyrlu
Landhelgisgæslunnar, TF-LIF.
Vegna vindstrengs niður kletta
Straumnesfjalls þurfti þyrlan þó á
öllu sínu vélarafli að halda til að
hanga yfir fjörunni á meðan skip-
brotsmennirnir voru hífðir um borð.
„Þetta gekk bara vel. Aðstæður
voru þokkalegar,“ segir Björn
Brekkan um björgunarleiðangur-
inn.
Björgunarþyrla Landhelgisgæsl-
unnar, LÍF, flaug beint frá Reykja-
vík á slysstað. Þetta var í fyrrakvöld
og komið myrkur. „Við fórum í hæð
og beint á staðinn, lækkuðum okkur
niður yfir sjó út af Straumnesinu.
Við sáum vitann strax í nætursjón-
aukanum og bátinn í kjölfarið enda
var hann ennþá upplýstur. Hann var
um það bil sjómílu norðan við vit-
ann, skorðaður á milli stórra steina í
fjörunni og braut hressilega yfir
hann og allt í kring,“ segir Björn.
Komust ekki neitt
Mennirnir tveir komust sjálfir í
land og biðu björgunar í fjörunni
sem er um tíu metra breið undir
klettum Straumnesfjalls. Björn seg-
ir að þeir hafi verið tiltölulega
öruggir þar en ekki komist neitt þar
sem ekki var hægt að komast að
þeim frá sjó.
Hann segir að vindstrengurinn
sem kom niður klettastálið hafi
truflað flugmennina aðeins. Hann
hafi komið ofan á vélina og því verið
erfitt að hanga yfir mönnunum á
meðan þeim var bjargað. Sigmað-
urinn seig niður og skipbrotsmenn-
irnir voru hífðir upp í þyrluna. Björn
segir að ekki hafi tekið nema sjö
mínútur að ná þeim upp. „Um leið og
mennirnir voru komnir um borð
gerði snjóél. Að öðru leyti gekk
þetta vel,“ segir Björn.
„Það er alltaf viss áhætta að
hanga undir klettum en ég met það
ekki svo að við höfum verið í bráðri
hættu,“ segir Björn um aðstæðurn-
ar. Hann segir að þyrlan hafi staðið
vel fyrir sínu. Erfitt hefði verið að
standa í þessari björgun á minni vél
og erfitt hefði verið að athafna sig án
nætursjónauka, eins og alltaf í
myrkri.
Lukka að komast í land
Mennirnir voru fluttir til Ísafjarð-
ar þar sem þeir voru færðir á sjúkra-
hús til aðhlynningar.
Flugstjórinn segir að líkamlegt
ástand skipbrotsmannanna hafi ver-
ið gott, miðað við aðstæður. „Það var
ofsalega gott að þeir skyldu sleppa
óslasaðir í land. Það er alger lukka,
en þeim var brugðið,“ segir Björn.́
Hann segir að erfitt hafi verið að
átta sig á ástandi bátsins vegna
myrkurs. Hann hafi kastast um á
milli stórra steina í fjörunni þegar
þeir fóru.
Þurfti á öllu sínu afli að halda
Aðeins tók sjö mínútur að hífa skipverjana tvo af Jónínu Brynju úr fjörunni á Straumnesi um borð
í TF-LIF Erfitt að hanga yfir mönnunum vegna vindstrengs niður af Straumnesfjalli
Mynd/Landhelgisgæslan
Á strandstað Svona voru aðstæður þegar þyrlan kom, báturinn í flæðarmálinu og skipverjarnir biðu björgunar.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Áhöfnin Teitur Gunnarsson sigmaður, Hannes Petersen þyrlulæknir,
Sverrir Andreassen spilmaður, Andri Jóhannesson flugmaður og Björn
Brekkan Björnsson flugstjóri á Ísafjarðarflugvelli að björgun lokinni.
TF-LIF er af gerðinni Aerospa-
tiale Super Puma. Hún er í eigu
Landhelgisgæslunnar og hefur
þjónað sem aðalbjörgunarþyrla
Gæslunnar frá 1995. Hún fór í
stóra skoðun á síðasta ári. Hún
er búin til leitar með nætursjón-
auka.
Landhelgisgæslan er með á
leigu tvær aðrar björgunarþyrlur
af sömu gerð. TF-GNA kom til
landsins 2009. TF-SYN var tekin
á leigu fyrr á þessu ári. Hún er
ekki jafn vel búin til björgunar-
starfa í myrkri.
Leit og björg-
un í 17 ár
BJÖRGUNARÞYRLAN LIF
Egill Ólafsson
Helgi Bjarnason
„Þetta er eitthvað sem ég vildi aldrei
lenda í og ég vona að ég eigi aldrei
eftir að lenda í þessu aftur,“ sagði
Einar Jón Snorrason, sjómaður í
Bolungarvík, sem bjargaðist ásamt
félaga sínum þegar Jónína Brynja
ÍS-55 strandaði við Straumnes.
Skipverjar voru á leiðinni heim að
lokinni veiðiferð á sunnudagskvöld.
Veðrið var sæmilegt, suðvestan
kaldi. „Við fórum upp í Straumnes-
fjöru. Það er alltaf mikið brim við
Straumnesið enda miklir straumar
sem mætast þarna,“ sagði Einar.
Töldu á milli aldnanna
Skipverjarnir sendu út neyðarkall
eftir að báturinn strandaði. „Við drif-
um okkur svo í land þegar við vorum
búnir að fullvissa okkur um að það
hefði komist til skila. Við þurftum
reyndar smátíma til að mana okkur
upp í að stökkva frá borði.“
Einar sagði að fjaran á þessum
stað væri stórgrýtt. „Við þurftum að
sæta lagi. Við vorum búnir að telja á
milli aldnanna og náðum þannig að
komast upp í fjöruna. Við þurftum
bara að láta okkur vaða og slökuðum
okkur niður á spotta.“
Skipverjarnir komust þannig upp í
fjöru án þess að blotna. Ofan við fjör-
una er þverhnípi. Einar sagði að ekki
hefði væst um þá í fjörunni. Þeir
hefðu verið þurrir í hlýjum göllum.
„Manni fannst þetta bara vera enda-
laus bið,“ sagði Einar en um klukku-
tími leið þangað til þyrlan kom til
þeirra. Þeir höfðu framan af ljós frá
bátnum, en eftir að drapst á vélinni
þurftu þeir að bíða í myrkri í fjör-
unni.
Lögreglan á Vestfjörðum fer með
rannsókn málsins. Teknar voru
skýrslur af skipverjunum tveimur í
gær. Hlynur Snorrason rannsóknar-
lögreglumaður segir að málið sé að
verða nokkuð skýrt en kveðst ekki
geta greint frá því efnislega á þess-
ari stundu hver tildrög slyssins voru.
Rannsóknarnefnd sjóslysa vinnur
sjálfstæða rannsókn og er gagna-
öflun hafin. Nefndin fær einnig gögn
úr rannsókn lögreglunnar. Að rann-
sókn lokinni gefur nefndin út
skýrslu um slysið.
Einar sagðist ekki vilja ræða um
ástæður þess að báturinn strandaði.
Þetta hefði verið óhapp sem orsak-
aðist af mannlegum mistökum.
Vilborg leysir af
Einar sagði að báturinn hefði ver-
ið talsvert skemmdur. Gat kom á
botninn og hægt hefði verið að sjá
inn í vélarrúmið. Bátur fór í gær á
vegum tryggingafélagsins og út-
gerðarinnar, Jakobs Valgeirs ehf.,
til að athuga ástand bátsins og hvort
einhverju væri hægt að bjarga.
Jónína Brynja leysti af hólmi afla-
bátinn Guðmund Einarsson ÍS. Út-
gerðin er að útbúa annan bát til
veiða í stað Jónínu Brynju. Það er
báturinn Vilborg ÍS sem notaður var
þegar Guðmundur Einarsson ÍS bil-
aði. Jakob Valgeir Flosason útgerð-
armaður reiknar með að Vilborg fari
á sjó í dag. Þá segir hann að athugað
verði með aðra báta til að óhappið
raski starfseminni sem minnst.
„Við þurftum bara
að láta okkur vaða“
Skipverjum á Jónínu Brynju fannst biðin í fjörunni löng
Strandstaður á Straumnesi
Loftmyndir ehf. Straumnesfjall
Straumnes
Straumnesdalur
Skorar
Straumnesviti
Ratsjárstöð
Siglingaleið
Jónínu Brynju
Strandstaður
Fiskibáturinn Jónína
Brynja ÍS-55 er af nýrri
gerð, Cleopatra 40B, sem
Bátasmiðjan Trefjar í
Hafnarfirði smíðar. Bátur-
inn var afhentur eigand-
anum, útgerðarfélaginu
Jakob Valgeir ehf. í Bol-
ungarvík, í byrjun mán-
aðarins. Hann var búinn til
línuveiða.
Báturinn mælist 15
brúttótonn. Hann var öfl-
ugur og ýmsar nýjungar í
honum frá eldri gerð. Með-
al annars hefur gírinn innbyggð tvö
gírhlutföll. Efra hlutfallið er notað
þegar siglt er með léttan bát út á
miðin en neðra hlutfallið þegar
bátnum er siglt hlöðnum til hafnar.
Báturinn kostaði um 130 millj-
ónir króna með tækjabúnaði. Þá
var hann með afla um borð enda á
siglingu til Bolungarvíkur eftir að
hafa vitjað um línuna.
Nýr og dýr fiskibátur
Nýr Jónína Brynja ÍS var glæsilegur bátur frá
Trefjum í Hafnarfirði.