Morgunblaðið - 27.11.2012, Side 10

Morgunblaðið - 27.11.2012, Side 10
10 DAGLEGT LÍFÚtivist og hreyfing MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2012 Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Það er í sjálfu sér ekkert flók-ið að ganga á skíðum. Mað-ur bara rennir öðrum fæt-inum fram fyrir hinn og ýtir sér með stöfunum. Eða hvað? Nei, málið er ekki alveg svona einfalt. Það þarf að finna rétta taktinn, spyrna á réttum tíma, láta sig renna í skrefinu, beita stöfunum rétt, vera mjúkur í hnjám og mjöðmum og ekki gleyma að hugsa um jafnvægið. Það þarf meira að segja að læra að bremsa, fara niður brattar brekkur og skipta um spor. Gönguskíðafólk þarf þar að auki að setja sig inn í eitt flóknasta álitamál sem mannkynið stendur frammi fyrir; á að velja riffluð eða óriffluð gönguskíði? Og ef óriffluð verða fyrir valinu, hvaða fatt-áburð á þá að setja undir skíðin? Það veitir því svo sannarlega ekki af æfingabúðunum líkt og þeim sem boðið var upp á á Ísafirði um helgina. Í búðunum var lögð mikil áhersla á tækniæfingar og eftir að þjálfararnir, þ.á m. tveir fyrrverandi ólympíufarar, höfðu predikað yfir lýðnum og sýnt hvernig á að fara að þessu fylgdust þeir með og bentu fólki á það sem betur mátti fara. Það kom dálítið á óvart hversu mikið þarf að taka á með magavöðv- um, öxlum og handleggjum, einkum þríhöfða vöðvunum, og eftir æfingar töluðu margir um að þeim væri hrein- lega orðið illt í maganum af áreynslu. Mest mæðir samt á fótunum. Telja upp að þremur í skrefinu Til að göngutakturinn verði góð- ur þarf margt að smella saman. Einna mikilvægast er að spyrnan í göngunni sé rétt tímasett. Í sem stystu máli sagt þá á að spyrna með fremri fætinum um það bil þegar sá aftari er kominn upp að hlið hans (þeir sem eitthvað vita um göngu- skíði, vita hvað átt er við). Svona lagað er ekki hægt að læra af bók (eða morgunblaði) heldur er eina leiðin að reyna sjálfur og helst að fá tilsögn. En þó að bóklegt nám í göngu- skíðatækni dugi skammt og dálítið flókið að koma efninu til skila með skriflegum hætti, sakar ekki að benda á nokkur atriði sem þjálf- ararnir bentu á um helgina. Ekki má sveifla handleggjunum of hátt og svo þarf að lyfta sér upp á tærnar í sveiflunni og láta skíðin renna en þegar hægt er að telja upp að þremur á meðan þau renna í hverri sveiflu er fólk á réttri leið. Önnur aðferð til að koma sér áfram á skíðunum felst í að ýta sér áfram með báðum stöfum og spyrna með öðrum fæti. Þegar þeirri aðferð er beitt þarf að beita magavöðunum og setja líkamsþungann ofan á stafina og passa sig á að nota fæturna á víxl við spyrnuna. Um leið og stöfunum er stungið niður getur verið gott að láta sem fólk sé að lyfta öðru hnénu til móts við búkinn. Í æfingabúðum til að finna rétta taktinn Fjallað var um flest mögulegt og ómögulegt sem viðkemur gönguskíðum í æf- ingabúðum fyrir Fossavatnsgönguna sem haldnar voru í Seljalandsdal fyrir ofan Ísafjörð frá fimmtudegi til sunnudags í samvinnu Skíðafélags Ísafjarðar, Hótels Ísafjarðar og Ísafjarðarbæjar. Þjálfararnir pössuðu sig að hlæja ekki þegar að- komumenn duttu á rassinn, þ.á m. blaðamaður Morgunblaðsins. Morgunblaðið/Rúnar Pálmason Sveifla Daníel Jakobsson, bæjarstjóri á Ísafirði og gönguskíðakappi, sýnir grunnstöðuna. Guðfinna dóttir hans hjálpar til við sýniskennsluna. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Nú eru þeir kaldir hjá Eirvík Bjóðum takmarkað magn af kæli- og frystiskápum frá Liebherr. Þeir eru búnir nýjustu tækni, hannaðir af alúð og framleiddir af þýskri nákvæmni. Einstök framtíðareign. Quality, Design and Innovation SÉRVERÐ Nr. litur Hæð Stærð í ltr. Orkufl. Sérverð CUsl 3503 grár 181,7 cm K 232 F 91 A+ 174.700,- CPesf 3523 stál 181,7 cm K 230 F 91 A++ 199.995,- CP 3523 hvítur 181,7 cm K 230 F 91 A++ 180.995,- Ces 4023 stál 201,1 cm K 281 F 91 A+ 194.995,- C 4023 hvítur 201,1 cm K 281 F 91 A+ 156.995,- vil bo rg a@ ce nt ru m .is Carrie Lundell er skýrt dæmi um konu sem virðist geta allt. Ætla mætti að hún gæti stöðvað tímann til að koma öllum sínum áhugamálum fyrir. Hún er fjögurra barna móðir sem vann áður við að hanna stúlkna- föt fyrir Old Navy í New York. Nú heldur hún úti heimasíðu þar sem hún kemur hönnun sinni á framfæri. Hitt áhugamálið, hreyfingin, virðist stundum ætla að verða yfirsterkara. Það er áhugavert og hvetjandi að fylgjast með henni ráðast í og klára hverja keppnina á fætur annarri á milli þess sem hún saumar kjóla. Vefsíðan www.thismamamakesstuff.com Saumandi íþróttakona Carrie Lunden rétt ókomin í mark í þríþrautarkeppni. Hleypur, hjólar og saumar Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Næsta Hleðsluhlaup á Ísafirði verður farið fimmtudaginn 6. desember næstkomandi og hefst klukkan 18. Hlaupið hefst við hringtorg hjá Ísafjarðarkirkju og eru hlaupnir 5 km á hlaupastígum. Leiðin er al- veg flöt og góð til að ná hraða og er tíma- taka. Einnig er boðið uppá 2,5 km hlaup/ göngu og 11 km hjólreiðar eftir hraðbraut frá Ísafirði. Umsjónarmenn eru Benni Sig (bennisig@vikari.is) og Martha Ernstdóttir. Endilega… …sprettið í Hleðsluhlaupi Hlauparar Tími til að skipta yfir í vetrargallann. Ekki er alltaf hægt að ganga á flat- lendi og því voru brekku- og bremsu- æfingar ekki umflúnar. Í sjálfu sér er einfalt að renna sér niður, maður set- ur sig bara í brunstellingu og lætur sig gossa – en það erfiða er að halda sig í sporinu og fljúga ekki út úr brautinni. Þjálfararnir sögðu að aðal- málið væri að vera mjúkur í hnjánum en af fenginni reynslu blaðamanns dugar það skammt ef trúin er ekki fyrir hendi, þ.e. trúin á að maður komist niður án þess að detta. Þegar sú trú glatast er stutt í fallið. Byrjendabremsan sem kennd var á námskeiðinu er líka ósköp einföld og kunnugleg; bara að lyfta öðru skíðinu eða báðum upp úr sporinu og setja í plóg. Þetta getur þó mistekist enda eru gönguskíðin örmjó, hællinn er laus og engir stálkantar. Nokkrir hlutu því þokkalegustu byltur en aðr- ir gátu staðið hverja einustu ferð en það var bara fyrir einhverja algjöra glópaheppni. Brekkuæfingarnar komu sér vel því brautin í Seljalandsdal er mishæðótt og sumar brekkur allbrattar en um leið feikilega skemmtilegar, jafnvel þótt maður detti. Mjúkur í hnjánum og fylgja sporinu Brun Þessi datt ekki en það var svindl, hann er þaulvanur skíðamaður. Trúin mikilvæg í brekkunum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.