Morgunblaðið - 27.11.2012, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2012
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Mohamed Morsi, forseti Egypta-
lands, ræddi í gær við æðstu dóm-
ara landsins og hermt var að hann
hefði léð máls á því að takmarka
völd sín vegna harðra viðbragða við
tilskipun hans sem veitti honum
stóraukin völd.
Tilskipunin kveður meðal annars
á um að dómstólarnir geti ekki ógilt
tilskipanir og ákvarðanir forsetans
eða leyst upp stjórnlagaþing sem á
að semja nýja stjórnarskrá. Dóms-
málaráðherra Egyptalands sagði
fyrir viðræður forsetans við dómar-
ana í gær að Morsi léði máls á því að
takmarka þetta ákvæði við mál sem
heyrðu beint undir þjóðhöfðingj-
ann.
Forsetinn kvaðst einnig vona að
málamiðlunarsamkomulag næðist
við andstæðinga Bræðralags músl-
íma, samtaka forsetans, um stjórn-
lagaþing sem á að semja nýja
stjórnarskrá. Markmiðið með til-
skipuninni væri að koma í veg fyrir
að dómstólar græfu undan tilraun-
um til að koma á lýðræði.
Neita að semja
Leiðtogar andstæðinga Bræðra-
lags múslíma sögðu að ekki kæmi til
greina að semja við Morsi. Einn
þeirra, Mohamed ElBaradei, fyrr-
verandi yfirmaður Alþjóðakjarn-
orkumálastofnunarinnar, sagði að
Morsi hefði „komið á einræði“ með
tilskipuninni.
Auk þess að banna dómstólunum
að ógilda ákvarðanir forsetans tók
hann sér vald til að grípa til hvers
konar aðgerða sem hann teldi nauð-
synlegar til að verja byltinguna og
tryggja stöðugleika, einingu ríkis-
ins og öryggi þjóðarinnar.
Morsi leggur áherslu á að tilskip-
unin gildi aðeins þangað til ný
stjórnarskrá hefur verið sett og
nýtt þing kosið. Eric Trager, banda-
rískur sérfræðingur í málefnum
Austurlanda nær, bendir á að lík-
legt sé að Morsi og bandamenn hans
í Bræðralagi múslíma hafi bæði tögl
og hagldir í landinu eftir að ný
stjórnarskrá tekur gildi. Íslamistar
eru í meirihluta á stjórnlagaþingi,
sem skipað var til að semja stjórn-
arskrá, og fulltrúar annarra hópa
hafa gengið úr því, sakað þingið um
að vera ólýðræðislegt.
Óttast íslamska stjórnarskrá
Tager telur að með tilskipuninni
hafi Morsi sameinað andstæðinga
íslamista sem hafi áður verið mjög
sundraðir, t.a.m. sósíalista, komm-
únista, kristna Egypta og frjáls-
lynda veraldlega stjórnmálaflokka.
„Með því að taka sér framkvæmda-
vald og losa sig við eftirlit dómstól-
anna með svo ósvífnum hætti hefur
Morsi gert þeim kleift að breiða yfir
aðrar deilur þeirra,“ hefur frétta-
vefnur CNN eftir Trager.
Morsi hefur verið gagnrýndur fyr-
ir að hafa ekki ráðfært sig við and-
stæðinga sína áður en hann gaf til-
skipunina út. Þeir segja að hann hafi
tekið sér meiri völd en Hosni Mub-
arak einræðisherra hafði áður en
honum var steypt af stóli fyrir tæp-
um tveimur árum og völd hans séu
næstum án nokkurra takmarkana.
Þótt Morsi segi að markmiðið með
þessu einræðisvaldi hans sé að
tryggja „frelsi og lýðræði“ óttast
margir Egyptar að ætlun hans sé að
auka völd forsetaembættisins og
Bræðralags múslíma til frambúðar.
Megintilgangurinn með tilskipun-
inni sé að gera íslamistunum í stjórn-
lagaráðinu kleift að semja íslamska
stjórnarskrá.
Tilskipunin sögð sameina
andstæðinga íslamista
AFP
Ólga Mótmælendur kasta grjóti að lögreglumönnum í Kaíró. Stuðningsmenn og andstæðingar Bræðralags múslíma
ætla að efna til fjöldafunda í dag vegna deilunnar um aukin völd forseta Egyptalands.
Forseti Egyptalands reynir að semja við dómara um málamiðlunarlausn
Ofmat hann styrk sinn?
» Morsi tók mikla pólitíska
áhættu þegar hann gaf út til-
skipunina sem veitti honum
aukin völd, að mati fréttaskýr-
anda BBC, Jon Leyne.
» Morsi gaf tilskipunina út
skömmu eftir að honum hafði
verið hælt í hástert fyrir að
tryggja vopnahlé milli Ísraela
og Hamas-samtakanna. Hann
hugðist notfæra sér þennan
sigur til að styrkja stöðu sína
heima fyrir.
» Leyne telur að Morsi kunni
að hafa ofmetið styrk sinn.
Norska lög-
reglan bað í gær
formlega afsök-
unar á aðild sinni
að því að hundr-
uð gyðinga voru
handtekin í Nor-
egi og flutt úr
landi í síðari
heimsstyrjöld-
inni. Stjórn Vid-
kuns Quislings,
sem var tekinn af lífi árið 1945,
fyrirskipaði árið 1942 að gyðing-
arnir skyldu fluttir í fangabúðir
nasista. Um 2.100 gyðingar bjuggu
í Noregi þegar stríðið hófst og 772
þeirra voru fluttir úr landi. Aðeins
34 lifðu af vistina í fangabúðunum,
að sögn norskra sagnfræðinga.
Biðst afsökunar
á því að hafa flutt
gyðinga úr landi
Vidkun
Quisling
NOREGUR
Mikil óvissa ríkir um hvort efnt
verður til þjóðaratkvæðagreiðslu í
Katalóníu um hvort sjálfstjórnar-
héraðið eigi að lýsa yfir sjálfstæði
frá Spáni. Flokkur Arturs Mas, for-
sætisráðherra Katalóníu, missti tólf
þingsæti í kosningum til þings hér-
aðsins á sunnudag og fékk 50 sæti
af 135. Katalónskur vinstriflokkur,
sem er hlynntur sjálfstæði, fjölgaði
hins vegar þingsætum sínum úr 10 í
21. Þótt þeir séu með meirihluta er
ólíklegt að þeir myndi sam-
steypustjórn eftir kosningarnar.
Líklegra er að Mas myndi stjórn
með Sósíalistaflokknum eða Þjóð-
arflokknum sem eru báðir andvígir
þjóðaratkvæðinu.
Beið ósigur Artur Mas með eiginkonu
sinni, Helenu Rakosnik.
Mikil óvissa um
þjóðaratkvæði
AFP
KATALÓNÍA
Að minnsta kosti fjórtán manns fór-
ust í eldsvoða á vinnustofu fyrir
fatlaða í Þýskalandi í gær. Sex
manns til viðbótar voru fluttir á
sjúkrahús með alvarleg brunasár,
að sögn lögreglunnar.
Eldurinn kviknaði á verkstæði í
bænum Titisee-Neustadt í Svarta-
skógi í suðvesturhluta Þýskalands.
Um 100 slökkviliðsmenn voru send-
ir á staðinn og þeim tókst að
slökkva eldinn nokkrum klukku-
stundum eftir að hann kviknaði.
Þyrlur voru notaðar við slökkvi-
starfið. Eldsupptökin voru ókunn,
að sögn slökkviliðsmanna á staðn-
um.
Fjölmennt lið lögreglu var einnig
á staðnum. Sálfræðingar veittu ætt-
ingjum þeirra sem fórust áfalla-
hjálp, að sögn fréttaveitunnar AFP.
Á verkstæðinu unnu um það bil
120 fatlaðir starfsmenn, meðal ann-
ars við trésmíðar. Ekki kom fram
hversu margir þeirra voru í vinnu-
stofunni þegar eldurinn kviknaði
eða hvort eldfim efni voru geymd í
byggingunni.
AFP
Mannskæður bruni Slökkviliðsmenn að störfum við vinnustofu fatlaðra
sem brann í bænum Titisee-Neustadt í Þýskalandi.
Fjórtán brunnu inni
á verkstæði fatlaðra