Morgunblaðið - 27.11.2012, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2012
Hópur Norðmanna hyggst bjarga
þriggja mastra seglskipi, Maud, sem
norski landkönnuðurinn Roald
Amundsen sigldi, og flytja það til Nor-
egs um mitt næsta ár. Ráðgert er að
hafa skipið til sýnis á nýju safni í Nor-
egi.
Hópurinn er nú í Cambridge-flóa í
Norður-Kanada, þar sem skipið sökk,
til að taka myndir af því. Skrokkur
skipsins er fastur í ís og sést að hluta.
Norski listamaðurinn Jan Wang-
gaard, sem fer fyrir hópnum, segir að
íbúar á staðnum hafi hirt allt lauslegt
úr skipinu og það hafi einnig látið á sjá
vegna íssins. Ástand skipsins sé þó
„ótrúlega gott“. „Eikin í Maud virðist í
góðu ástandi,“ hefur fréttaveitan AFP
eftir Wanggaard.
Amundsen varð fyrstur manna til
að sigla Norðvesturleiðina árið 1906 til
að leita að styttri siglingaleið milli
Evrópu og Asíu. Fimm árum síðar
varð hann fyrstur manna til að komast
á suðurpólinn. Honum tókst þó ekki
að komast á norðurpólinn.
Maud var smíðuð í Noregi árið 1917
og Amundsen sigldi skipinu Norð-
austurleiðina á árunum 1918-1920.
Hann reyndi aftur að komast á
norðurpólinn frá Bering-sundi á árun-
um 1920-1921 en honum tókst það
ekki.
Maud var skírð eftir Maud Noregs-
drottningu. Skipið var selt Hudson’s
Bay Company, elsta verslunarfyrir-
tæki Norður-Ameríku, árið 1925 og
fékk þá nafnið Baymaud. Það var not-
að sem vörugeymsla og útvarpsstöð
áður en það sökk 1930.
Sveitarfélagið Asker í Noregi
keypti skipið á einn dollar árið 1990 og
fékk heimild til að flytja það til Nor-
egs. Ekkert varð þó úr því og heim-
ildin rann út. Kanadísk yfirvöld heim-
iluðu norska hópnum að flytja Maud
til Noregs þótt íbúar Cambridge-flóa
hefðu lagst gegn því. bogi@mbl.is
Skip Amund-
sens flutt heim
Norskur hópur hyggst bjarga
könnunarskipi og flytja það til Noregs
Norsk hreyfing hyggst bjarga könnunarskipi
Roalds Amundsens og flytja það til Noregs.
Sögufrægu skipi bjargað
Heimild: Fram-safnið/Maudreturnshome.com
Skipið sökk í
Cambridge-flóa
í Norður-Kanada
árið 1930
KANADA
Cambridge-
flói
Nunavut
NOREGUR
Maud
Smíðað í Asker í
Noregi árið 1917
Lengd: 32,5 m
Stærð: 385 tonn
Kjölurinn er úr eik
Roald Amundsen sigldi
skipinu á könnunar-
leiðöngrum á
norðurslóðum á
árunum 1918-1920
Werner Beckmann, starfsmaður Náttúrusögusafnsins í
Münster í Þýskalandi, stillir upp beinum búrhvals sem
rak á land á þýsku eyjunni Pellworm fyrir ári. 550 kíló-
gramma þung hauskúpa og bein hvalsins verða til sýnis
í náttúrusögusafninu í eitt ár. Hvalurinn var um fimm-
tán metra langur.
AFP
Beinum búrhvals púslað saman
Nýbirtar niður-
stöður rann-
sóknar benda til
þess að reykingar
skaði heilann og
dragi úr getu
manna til að læra
og hugsa rökrétt.
Rannsóknin náði
til 8.800 manna
yfir fimmtugu og
bendir til þess að
hár blóðþrýstingur og ofþyngd skaði
einnig heilann.
Vísindamenn við King’s College í
London önnuðust rannsóknina. Þeir
sögðu hana sýna að fólk þyrfti að
gera sér grein fyrir því að óheil-
brigður lífsstíll gæti dregið úr and-
legri færni og skaðaði ekki aðeins
líkamann. Rannsóknin var birt í
tímaritinu Age and Ageing.
Reykingar
skaða heilann
Tóbakið er skað-
legt heilanum.
Viðskiptavinir Kjaran
eru lítil og stór
fyrirtæki, stofnanir og
prentsmiðjur sem eiga
það sameiginlegt að
gera kröfur um gæði
og góða þjónustu.
bizhub C35 er sannkallað fjölnotatæki
bizhub C35 er prentlausn sem hentar flestum fyritækjum.
Prentari, ljósritunarvél, faxtæki og skanni í einu nettu tæki sem
prentar 30 blaðsíður á mínútu, hvort sem er í svart-hvítu eða lit.
Kynntu þér rekstrarkostnaðinn því hann kemur á óvart. Þú þarft
ekki annað tæki en bizhub C35.
Verð: 379.900 kr.
Konica Minolta fjölnotatækin eru margverðlaunuð fyrir
hönnun, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika.
Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is