Morgunblaðið - 27.11.2012, Síða 24

Morgunblaðið - 27.11.2012, Síða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2012 Ég hef nú í rúma fjóra mánuði kynnt mér mál lítilla stúlkna sem fluttar voru með lögregluvaldi úr landi. Og því betur sem ég kynni mér málið skil ég æ minna í því hvernig svona nokkuð getur viðgengist. Fyrir liggja (og ég hef lesið með eigin augum) vott- orð um andlegt og lík- amlegt ofbeldi, ítarlegar skýrslur barnasálfræðinga sem styðja grun um ofbeldi og gefa ítarlega til kynna vilja barnanna um hvar þær vilja búa. Ég hef í tvígang séð myndir af áverkum á börnunum. Og ekkert er gert, jú, auð- vitað, meintum ofbeldismanni hefur verið dæmt fullt forræði. Reyndar er málið í áfrýjun en á meðan hafa for- eldrarnir sameiginlegt forræði. En móðirin fær ekki að hitta börnin! Fékk að hitta þær í mýflugumynd í skóla og leikskóla en faðirinn tók fyrir það og kemst upp með það. Það er ljóst (fyrir hvern þann sem vill kanna það) að barnaverndurnarmál í Danmörku eru í miklum ólestri. Þar er dönsku for- eldri nánast alltaf dæmt forræði og skiptir ekki máli um hæfi. Mörgum Dönum er sjálfum farið að ofbjóða og krefjast þeir úrbóta með hag barna í huga. Hér í Noregi er verið að taka til í þessum málum eftir voveiflegan dauða þriggja barna innan veggja heimilanna. Og hér er stranglega bannað að sækja börn með lög- regluvaldi. Ég hef skrifað til þriggja ráðherra, Ögmundar, Össurar og Guðbjarts, og beðið um að ég fái hjálp við að reyna að hjálpa stelpunum. Enginn þeirra hefur svarað. Í minni sveit þótti það sjálfsögð kurteisi að svara fólki. Er- um greinilega ekki úr sömu sveit. Ég hitti Guðbjart Hannesson í júlí, rétt eftir að stelpurnar voru fluttar úr landi með aðstoð yfirvalda og lög- reglu. Ég vil gjarna segja frá nokkr- um atriðum sem fram komu á þeim fundi. Ráðherra taldi að faðirinn væri e.t.v. hæfari þar sem hann hefði meiri menntun. Ha, eru ofbeldismenn bara ómenntaðir menn? Hann virtist ekki vita að til væri heimilisofbeldi. Já, sjálfur velferðarráðherrann? Hann sagðist ekki ætla að hætta sinni stöðu fyrir „þessi börn“. Ja svei. Hann spurði af hverju ég færi ekki til Dan- merkur og hjálpaði þessum börnum. Ég hef sennilega ekki skilið að þetta var kaldhæðni, þar sem mér finnst háalvarlegt að börn séu jafnvel í höndum ofbeldismanns. Nú vil ég beina þeirri spurningu til allra þeirra sem komu að þessu máli/ mannréttindabroti á þessum börn- um. Þessara þriggja herramanna, Braga, forstjóra Barnastofu, sýslumanna í Kópavogi og Höfn, Barnaverndar Kópavogs (kannski er einhver úr minni sveit): Ef rökstuddur grun- ur leikur á að barn/ börn séu beitt andlegu/ líkamlegu/kynferð- islegu ofbeldi, er ekki skylda ykkar að rann- saka gaumgæfilega hvort svo sé og þá að- stoða þau börn sem við slíkt búa að komast í öruggt umhverfi? Og eiga börn ekki að njóta vafans? Svör ósk- ast. Að lokum (í bili). Fólk hefur komið að máli við mig og spurt af hverju ég sé að skipta mér af forræðisdeilu. Og með réttu, ég er ekki að því. En ég skipti mér af því ef ég tel að lítil börn eigi bágt og séu beitt ofbeldi. Ég er ekki að hugsa um rétt foreldranna heldur barnanna. Og því hef ég gert mál dætra Hjördísar að mínu. Hvar eru stelpurnar? Faðirinn hefur nú víst flutt í annað sveitarfélag í Danmörku með þær, sem ekki er óalgengt hjá þeim sem hafa eitthvað að fela. Við yfirlestur dómsins sem felur þessum manni yfirráð yfir börnunum er ekki annað að sjá en að hann falli á þann veg vegna: Íslensk stjórnvöld sendu börnin til Danmerkur. Fað- irinn heldur fram að aðeins ef hann fái forræðið muni börnin njóta beggja foreldra. Hann hefur nú haft börnin frá 1. júlí og gætir þess vandlega að þau fái ekki að hitta móður sína. Að móðirin hafi farið með börnin til Ís- lands og hann hafi ekki vitað hvar þær voru og þess vegna ekki haft samband við þær. Þessu er kannski hægt að halda fram í Danmörku, en allir sem þekkja til á Íslandi vita bet- ur. Hann hafði búið á Höfn sjálfur og vissi að enginn vandi var að hafa uppi á þeim ef áhugi var fyrir hendi. Of- beldi gagnvart börnunum var ekki kannað, hvorki á Íslandi né Dan- mörku, þrátt fyrir skýrslur og mynd- ir þar um. Og það er lögbrot. Eru þetta viðunandi vinnubrögð? Er þetta viðeigandi meðferð á litlum börnum sem eru þar að auki íslenskir ríkisborgarar? Hvað finnst ykkur? Eftir Arndísi Ósk Hauksdóttur »Er þetta viðeigandi meðferð á litlum börnum sem eru þar að auki íslenskir ríkisborg- arar? Arndís Ósk Hauksdóttir Höfundur er sóknarprestur hjá norsku kirkjunni. Hvar eru dætur Hjördísar Svan? Þingmenn af lands- byggðinni eru oft vændir um hags- munapot og að þeir horfi ekki á stóru myndina. Oft eru þessi mál tilfinninga- mál og hefur umræð- an oft gengið svo langt að sumir höf- uðborgarbúar eru þess fullvissir að þeir haldi allri lands- byggðinni uppi. Það hefur skort í umræðuna staðreyndir um t.d. skiptingu skatttekna milli lands- svæða, nokkuð sem hægt er að benda á því á meðan slíkt liggur ekki fyrir komumst við aldrei upp úr það-sem-mér-finnst-umræðu. Skattgreiðandinn Af þessu tilefni fagna ég skýrslu sem unnin var af Háskóla Ak- ureyrar og nefnist „Starfsemi rík- isins í Norðausturkjördæmi“. Þar er farið í gegnum útgjöld ríkisins í kjördæminu út frá sjónarhorni skatt- greiðenda. Svæðinu tilheyra miklar auð- lindir, s.s. orku-, fisk- og hugsanlega olíu- lindir. Fram kemur að afgangur Austurlands sé 1,7 milljarðar. Hér eru miklir fjármagns- flutningar úr fjórð- ungnum og spurning hvort kominn sé tími til að snúa dæminu við? Kjördæmin halda eftir sínum afgangi og hinir óska eftir stuðningi? Auðvit- að er þetta ekki svona einfalt en rétt skal vera rétt, við þurfum enga ölmusu, við eigum ekki að þurfa að berjast fyrir lágmarks- þjónustu. Við eigum innistæðu fyrir þeim brýnu verkefnum sem bíða á svæðinu. Forgangsröðun Ljóst er að fjármagni og þjón- ustu er misskipt og umræðan er á villigötum, því þurfum við að breyta. Gerum langtímaplön, hættum að kollvarpa atvinnugrein- um með illa ígrunduðum stefnu- breytingum, byggjum upp allt Ís- land og gerum það að fyrsta vali fyrir íbúa þess, fjárfesta og ferða- menn. Hjá þingmönnum þarf að ríkja skilningur á öllum málefnum og mikilvægt að forgangsraða brýnum verkefnum. Það sem sum- ir kjósa að kalla hagsmunapot kýs ég að kalla mikilvæga innsýn í málefni þeirra svæða sem þurfa sterka málsvara. Þessa innsýn megum við ekki missa og hana höfum við í þeim sem lifa og hrær- ast við þessar aðstæður. Eftir Ástu Kristínu Sigurjónsdóttur Ásta Kristín Sigurjónsdóttir » Gerum langtíma- plön, hættum að kollvarpa atvinnugrein- um með illa ígrunduðum stefnubreytingum … Höfundur er verkefnastjóri nýsköp- unar og þróunar hjá Austurbrú ses. Hún gefur kost á sér í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Norðaust- urkjördæmi. Ísland fyrir alla? Á komandi kosn- ingavetri er vandséð hvaða fjármála- úrræðum flokkarnir geti glatt kjósendur með, þegar vantar ennþá svo sárlega pen- ingana. Því virðist tímabært að fitja frek- ar upp á nýjum hug- sjónamálum. Sjálfstæðisflokk- urinn mætti huga að því að hleypa nýju lífi í kaldastríðsumræðuna gömlu, því Rússland liggur þar enn vel við höggi; sem ólýðræðislegur arf- taki Sovétríkjanna sálugu. Þar gætum við gagnrýnt kjarn- orkuvopnaáætlun þeirra og geim- ferðaáætlun, brotalamirnar í Nató- samstarfinu og í Evrópusamvinn- unni, fangelsanirnar á lýðræðis- sinnum, tilefnislitlar handtökur og pyntingar lögreglunnar, herstjórana frumstæðu í Tétsníu og hindranirnar á fjöldasamkomum og uppákomum stjórnarandstæðinga. Það gæti reynst kærkomin ný áhersla í Evrópusamstarfinu okkar að leggja áherslu á Rússlands- andstöðuna í Norðurlandasamvinn- unni. Óhugnanlegt þykir að svo frumstætt lýð- ræðisríki skuli enn standa grátt fyrir járn- um við austurlandamæri Finnlands; jafnvel þótt Finnland sé nú gengið í ESB og Nató; og Rúss- land eigi nú að heita vin- samlegt kjarnorkuvopna- risaveldi. Að auki hefur Norð- urlandasamstarfið þróast út í að hafa Eystrasaltsþjóðirnar, Eistland, Lett- land og Litháen, einnig með, en það eru fyrrum ríki í Sovétríkjunum gömlu og finna því jafnvel fyrir meiri ógn en Finnar af þessum forna erfða- fjanda. Í framhaldi af þessu gætu Íslend- ingar reynt að lauma sér inn í þær nefndir Evrópuráðsins og Evrópu- sambandsins sjálfs, er viðkoma mannréttindabrotum Rússlands. Þannig gætum við kannski fengið nokkra uppbót fyrir áhrifaleysi okkar í efnahagsmálum innan Evrópusam- bandsins, með því að ávinna okkur þar athygli í mannréttindamálum. Við megum ekki láta það hræða okkur þótt Rússar séu stórir: Þeir munu ekki reyna að gera hernaðar- lega árás á Nató-ríkið Ísland í fyrir- sjáanlegri framtíð. Og við megum ekki heldur vera hrædd við að styggja þá viðskipta- lega. Því smáþjóð sem lætur lúffast með hugsjónir sínar fyrir einhverjum óljósum viðskiptahagsmunum á sér varla sjálfstæðis von. Einnig má vera, að með því að hafa forgöngu um þetta málefni myndum við ávinna okkur í staðinn meiri við- skiptavild frá grannþjóðunum okkar stóru í vestri; BNA og Kanada. Vera má, að það taki nokkra ára- tugi að mannréttindamálin í Rúss- landi þróist nógu langt til að Vest- urlandabúum verði þau almennt að skapi. En það er of langur tími fyrir okk- ar þarfir, því við þurfum nýtt og spennandi baráttumál ekki síðar en nú! Ég vil enda þennan pistil á mál- efnalegu ljóði. Í bálki mínum Harð- stjóraljóðum eru erindi um fyrrver- andi stjórnendur Sovétríkjanna sálugu, sem eiga enn við að sumu leyti nú. Læt ég þau því fljóta með hér: „Læknir Leníns kátur er, / yfir láni dillar sér: / þegar hinn er burtu bor- inn / mun hann bráðum verða skor- inn. Klukkurnar í Kreml / kinka kolli með sinn / bólgna kólf í munni / því Skeggi frændi á afmæli. / Óþekktur aðdáandi / sendir honum blómvönd / „fyrir að mega vera til“. / Gamli Skeggi vill ekki / unna honum nafn- leyndar.“ Mannréttindaherferð gegn Rússlandi? Eftir Tryggva Líndal Tryggvi V. Líndal » Það gæti reynst kærkomin ný áhersla í Evrópusam- starfinu okkar að leggja áherslu á Rússlands- andstöðuna í Norður- landasamvinnunni. Höfundur er skáld og mannfræðingur. - með morgunkaffinu Jólaskreytingar Við seljum og setjum upp jólaseríur 10% afsláttur af uppsetningu ef þú kaupir seríurnar af okkur. Sími 571 2000 | hreinirgardar.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.