Morgunblaðið - 27.11.2012, Page 27

Morgunblaðið - 27.11.2012, Page 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2012 ✝ Eysteinn Árna-son fæddist 6. september 1923 á Nunnuhóli, sem var hluti jarð- arinnar Möðruvalla í Hörgárdal, Eyja- fjarðarsýslu. Hann lést á Landspít- alanum 20. nóv- ember 2012. Foreldrar Ey- steins voru Árni Björnsson, kennari á Akureyri, f. 24.1. 1894, d. 29.4. 1966, og Jónína Sigrún Þorsteinsdóttir, húsmóðir og leikkona, f. 13.1. 1895, d. 18.7. 1970. Systir Ey- steins Guðrún, f. 7.10. 1931, d. 1.8. 2002, giftist Richard George Young. Þau bjuggu í Kaliforníu, eignuðust tvær dæt- ur og þrjú barnabörn. Hinn 28. desember 1948 kvæntist Eysteinn Önnu Val- mundardóttur, f. 9.1. 1925. For- eldrar hennar voru Valmundur Guðmundsson, vélsmiður, f. 29.6. 1890, d. 24.7. 1963, og Sig- ríður Árnadóttir, f. 27.7. 1901, d. 31.8. 1962. Börn Eysteins og Önnu eru: 1) Sigríður snyrti- fræðingur, f. 24.4. 1949, gift Ómari Ólafssyni flugstjóra, f. tungumálanám meðfram vinnu í kvöldskólum. Hann dvaldi í Svíþjóð árið 1947 við nám í al- mennum verksmiðjurekstri með sælgætisframleiðslu sem sér- svið og vann sem stjórnandi framleiðslu hjá Nóa-Síríusi hf. til ársins 1956. Þá fluttist hann til Akureyrar og tók við starfi hjá Lindu hf. og stofnaði m.a. fyrirtækið Ískex hf., en sú vara er enn á íslenskum markaði. Var framkvæmdastjóri Sana hf. 1965-1969. Árið 1971 stofnaði Eysteinn innflutningsfyrirtækið E. Árnason & Co hf., sem hann rak til starfsloka. Áhugamál Eysteins voru fjölmörg, hann var í stjórn Lionsklúbbs Ak- ureyrar, sat mörg ár í stjórn Félgs íslenskra stórkaupmanna og hlaut gullmerki FÍS að loknu starfi. Var um áraraðir félagi í karlakórnum Geysi og um áratuga skeið virkur félagi í Frímúrarareglunni og gegndi þar mörgum trúnaðarstöðum. Auk þess áttu útivist og ferða- lög hug hans allan frá ungum aldri. Frá árinu 1996 hafa Eysteinn og Anna verið búsett í Reykja- vík. Útför Eysteins fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 27. nóv- ember 2012, og hefst athöfnin kl. 13. Meira: mbl.is/minningar 29.11. 1947. Synir Sigríðar og Ómars eru: a) Högni Björn, flugstjóri f. 2.1. 1973, kvæntur Ingibjörgu Helgu Arnardóttur, flug- freyju, frkvstj. Sundsambands Ís- lands, f. 29.6. 1972, dætur þeirra eru Júlía Helga, f. 19.6. 2002, og María Helga, f. 26.7. 2005. b) Arnar Steinn, hagfræðingur, búsettur í Lúxemborg, f. 27.2. 1979, sambýliskona hans er Nicole Wiesner, f. 13.3. 1978. 2) Ragna Ingibjörg, sjúkraliði og ferða- fræðingur, f. 15.6. 1961, gift Árna V. Þórssyni, lækni, f. 15.5. 1942. Dóttir Rögnu: Anna Lind Traustadóttir, nemi í næringar- fræði við HÍ, f. 10.3. 1984. Unn- usti hennar er Guðmundur Þ. Vilhjálmsson, flugmaður, f. 4.3. 1984, sonur þeirra f. 20.9. 2012. Að auki á Ragna þrjá stjúpsyni; Lárus Þórarin, Þór og Jóhann- es Árnasyni, þrjár tengdadætur og níu barnabörn. Eysteinn tók gagnfræðapróf frá Menntaskólanum á Ak- ureyri og stundaði auk þess Yndislegi afi minn er látinn. Ég er svo þakklát fyrir allan þann tíma sem við áttum saman og minningarnar sem munu fylgja mér áfram. Dásamlegu sumrin fyrir norðan hjá ömmu og afa. Stóra hramminn hans sem hann lagði á vanga okkar svo svefninn sveif að. Sífellt fulla bolsíuboxið í bílnum og einstaka flautið hans sem líktist fuglasöng. Afi minn var ein- staklega ljúfur og hlýr og mun ég sakna hans svo óskaplega mikið. Litli prinsinn okkar Gumma mun alast upp við minningar okkar um ljúfa lang- afa hans. Anna Lind. Eysteinn Árnason lést að- faranótt 20. nóvember sl. Ey- steinn var afi Högna eigin- manns míns, ættaður að norðan, höfuð ættarinnar. Það eru aðeins um þrjár vik- ur síðan Eysteinn og Anna voru hjá okkur í fjölskylduboði. Eysteinn sjálfum sér líkur, svipsterkur, myndarlegur, stoltur; alltaf þakklátur fyrir samverustundir með fjölskyld- unni. Eysteinn og Anna, já, það hafa verið forréttindi að fylgj- ast með þeirri virðingu sem þau báru hvort fyrir öðru og hjónabandi sínu. Fjölskyldan var ávallt ofarlega í hug þeirra hjóna. Ég fann fyrir lifandi áhuga á því sem við vorum að gera; hvaðan eruð þið að koma, hvert eruð þið að fara, hvernig gengur hjá stelpunum í skól- anum eða í íþróttunum? Ey- steinn bjó sjálfur yfir góðri frá- sagnargáfu og hafði frá mörgu fróðlegu, skemmtilegu og spaugilegu að segja þar til tár- in láku úr augnkrókum. Á svona stundum streyma minningabrotin fram, fiskur á mánudögum á Bárugrandanum, kaffiboðin með fína bakkelsinu frá Önnu, allt fágað, fínt og flott. Fjölskylda Eysteins er mikið afmælisfólk og nú er gott að rifja upp dásamlegar stundir sem ylja okkur um hjartarætur um ókomna tíð. Fjársjóður dætra okkar Högna eru ljóðin frá Eysteini langafa sem hann orti til þeirra í afmæliskortin með afmælisgjöfinni – sem allir biðu spenntir eftir. Afi Eysteinn var mikils met- inn á okkar heimili, hann var áhrifavaldur og mikill vinur Högna míns sem mun sakna hans sárt. Ég og dætur mínar erum þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast Eysteini. Elsku Eysteinn, hvíldu í friði og vertu alveg rólegur, við munum hugsa vel um hana Önnu þína Vall. Ingibjörg Helga Arnardóttir. „Jæja, svona endaði þetta þá, drengur minn,“ sagði Ey- steinn þegar ég kom til hans á sjúkrahúsið. Hann hafði um morguninn verið á leið til tann- læknis á sínum bíl, en hrasaði í tröppu og lærbrotnaði. Hann fór í aðgerð en náði sér ekki eftir það og andaðist aðfaranótt 20. nóvember. Ég kynntist Eysteini fyrst árið 1995 og frá fyrstu tíð sýndi hann mér sanna vináttu og kærleik. Reyndar er náunga- kærleikur gott orð til að lýsa Eysteini. Hann var umtalsgóð- ur og bar sérlega umhyggju fyrir allri sinni fjölskyldu. Eysteinn var mikill náttúru- unnandi. Gaman var að hlusta á hann lýsa ævintýralegum ferða- lögum um hálendi Íslands sem hann stundaði að sumri jafnt sem vetri, ýmist gangandi, á hestbaki eða á skíðum. Árið 1941 fór hann, ásamt félaga sínum Kjartani Sæmundssyni, gangandi suður yfir Kjöl með viðkomu á Hveravöllum, Lang- jökli, Þjófadölum, Hvítárvatni, Gullfossi, Geysi og víðar. Ári síðar ferðaðist hann á hestbaki suður Sprengisand og fjölmarg- ar aðrar ferðir átti hann um norður- og suðuröræfin. Ey- steinn var í félagi „Skíðastaða- manna“ um áraraðir og í keppnisliði Íþróttaráðs Akur- eyrar um mörg ár. Ferðalög voru einnig mörg til fjarlægra landa, ýmist í verslunarerindum eða með konu sinni í fríum, víðsvegar um Evrópu, Bandaríkin, Ísrael og Egyptaland svo eitthvað sé nefnt. Þá kom sér vel að Ey- steinn var sleipur í mörgum er- lendum tungumálum, svo sem Norðurlandamálum, ensku og þýsku. Ég hef það fyrir satt að á yngri árum hafi Eysteinn verið töluverður „töffari“. Hann reykti vindla, hafði gaman af því að aka bíl sínum hratt með góða músík í kassettutækinu. Ég gat ekki varist brosi þegar ég sótti bílinn hans nú um dag- inn eftir síðustu ökuferðina og það fyrsta sem blasti við var öflugur radarvari. Sem dæmi um dugnað og framsækni Eysteins má nefna að fyrir rúmu ári, þá tæplega 88 ára, pantaði hann sér or- lofsíbúð á Akureyri og ók þang- að með sinni konu og þaðan á ættarmót í Húnavatnssýslu. Fjölskyldan var dálítið áhyggjufull, en allt gekk þetta eins og í sögu. Hann var góður vinur, elsk- aði landið sitt, lífið og ljósið. Mig langar að enda þessi orð með vísu, sem Árni Björnsson, faðir Eysteins, orti árið 1947 og finnst hún geta átt vel við hann: Á meðan sálin er ötul og ung má ýmislegt vinna til þrifa. Þótt fóturinn lýist og færðin sé þung mér finnst þó sé gaman að lifa. Árni V. Eysteinn Árnason er látinn. Eysteinn var afi Högna, okkar kæra tengdasonar. Eysteinn átti í sjálfum sér og þroskaði með sér margt það besta sem um góða Norðlendinga hefur verið sagt. Hann var ættræk- inn, umhyggjusamur, hjálpfús og lét sér annt um velferð sam- ferðamanna sinna, eldri sem yngri. Þessum eiginleikum hef- ur hann skilað ríkulega til af- komenda sinna. Eysteinn var einstaklega svipsterkur maður sem lifir áfram í hans fólki. Sá, sem deyr, heldur áfram í öllum sem þekktu hann. Hvað skyldu margir þurfa að deyja til að ljúka ævi eins manns? Eftir að hann deyr tekur hann á sig nýjar víddir, fram- kallast jafnvel líkt og filma sem gleymdist og kemur óvænt í leitirnar og birtir glænæýjar myndir. Sjálfur kann hann að vera á ferðalagi fis- léttur í háloftum yfir endalausu út- hafi á leið til vetrarstöðvanna. Í hug- skoti geymir hann sumarið, liti, angan, atvik, okkur. (Pétur Gunn- arsson) Með þessum orðum kveðjum við Eystein og þökkum fyrir það sem hann hefur verið okk- ur og okkar fjölskyldu og biðj- um algóðan Guð að taka hann í faðm sér. Jafnframt vottum við Önnu, sem nú sér á bak ástrík- um lífsförunaut, og stórfjöl- skyldu Eysteins innilega samúð okkar. Vilborg og Örn. Eysteinn Árnason ✝ Guðfinna Sum-arrós Guð- mundsdóttir fædd- ist 5. júní 1924 að Núpi í Hauka- dalshr., Dal. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja í Keflavík 20. nóvember 2012. Foreldrar henn- ar voru Sólveig Ólafsdóttir, f. 15.10. 1885, d. 13.2. 1936, og Guðmundur Guðmundsson, bóndi á Núpi í Haukadal, Dal., f. 29.9. 1929, d. 14.3. 1924. Uppeldisfaðir henn- ar var Guðjón Gísli Sigurðsson, f. 3.6. 1895, d. 21.8. 1982. Systkini hennar voru: Sigríður Kristinn, pípulagningameistari í Borgarnesi, f. 2.3. 1923, d. 19.5. 2004, og hálfbróðir henn- ar sammæðra var Sigurvin Ingvi Guðjónsson, bóndi á Mjóabóli í Haukadal, Dal., f. 18.4. 1927, d. 1.8. 1998. Guðfinna ólst fyrst upp að Núpi í Haukadal og fluttist með móður sinni og stjúpföður til Keflavíkur 1934. Eftir að móðir hennar lést var hún að Sleggjulæk og síðar Síðumúla- veggjum í Borgarfirði og síðar um tíma í Reykjavík. Hún flutt- ist síðan til Keflavíkur og bjó hún þar upp frá því. Hún vann almenn störf framan af en meginhluta starfsævi sinnar starfaði hún hjá Sérleyfis- bifreiðum Keflavíkur við farmiðasölu og almenn af- greiðslustörf. Hún giftist eft- irlifandi manni sínum, Jóni Ás- mundssyni pípulagninga- meistara 17.7. 1961, f. 20.9. 1929, og bjuggu þau saman alla tíð í Keflavík. Útför Guðfinnu fer fram frá Njarðvíkurkirkju í dag, 27. nóvember 2012, kl. 13. Guðmundsdóttir Greeves, hjúkr- unarkona í Eng- landi, f. 23.4. 1909, d. 6.11. 1997, Sig- urlaug húsfreyja í Keflavík, f. 6.11. 1911, d. 2.3. 1987, Jóna Elísabet, ljós- móðir og húsfreyja í Reykjavík, f. 11.6. 1915, d. 16.5. 1995, Jóhannes, prentari í Reykjavík, f. 26.2. 1917, d. 16.10. 1993, Ólafía Katrín, húsfreyja í Keflavík, f. 27.3. 1918, d. 7.4. 1995, Guð- mundur, bóndi á Kolsstöðum í Dölum, f. 20.5. 1919, Kjartan bifreiðarstjóri í Keflavík, f. 23.4. 1921, d. 12.8. 1972, Jón Nú er elsku Finna frænka búin að fá hvíldina. Hún Finna eins og hún var alltaf kölluð var yndisleg manneskja. Við fengum að kynn- ast því mjög vel þegar við bjugg- um niðri hjá þeim hjónum á Baug- holtinu í tíu ár. Hún var alltaf boðin og búin að rétta hjálparhönd og hún mátti ekkert aumt sjá. Veigari þótti gott að koma til hennar eftir skóla og fá að vera hjá henni þangað til við foreldr- arnir komum heim. Þar fékk hann ristað brauð og kakó og laumaðist hún stundum til þess að gefa hon- um kók. Það fór vel á með þeim Veigari og Finnu þar sem þau voru oft að spila veiðimann og ól- sen og þegar Veigar var heppinn í spilunum sagði hún oft: „Þetta var glópalán!“ Stundum á kvöldin hljóp hann upp og hoppaði og skoppaði eins og íþróttaálfurinn og hún hafði gaman af því. Alltaf var gott að koma til þeirra hjóna í sumarbústaðinn í Dölunum og var Finna gestrisin mjög. Þeim drengjunum fannst gott að koma til Finnu frænku. Alltaf var hún jafnþakkklát fyrir það litla sem gert var fyrir hana og hún sparaði ekki hólið í okkar garð. Elsku Finna, takk fyrir að fá að kynnast þér og eiga þig að öll þessi ár. Hvíl í friði og við kveðjum þig með þessu litla ljóði: Þú áttir söngva og sól í hjarta er signdi og fágaði viljans stál. Þeir þurftu ekki um kulda að kvarta, er kynni höfðu af þinni sál. (Grétar Fells) Helgi, Steina Þórey, Ragnar Björn og Veigar Þór. Það var kalt og napurt hér á Suðurnesjunum þegar hún Finna frænka okkar skildi við þriðjudag- inn 20. nóvember sl. en hún hafði háð langa og stranga baráttu við Elli kerlingu. Því var öfugt farið þegar maður var í návist hennar Finnu, en alla tíð frá því að við vorum börn fann maður fyrir hlýju og virðingu frá þessari kæru frænku okkar. Hún og Jón eigin- maður hennar veittu okkur ómet- anlegan stuðning þegar faðir okk- ar og bróðir hennar féll frá langt fyrir aldur fram. Fyrst munum við eftir Finnu þegar hún og systkini hennar fóru ásamt mök- um í ferðalög um landið að sumri til snemma á sjöunda áratugnum. Við bræðurnir kepptumst um að fá að vera með í bílnum hjá Jóni og Finnu enda var mikið látið eftir okkur. Við fengum þá að sitja frammi í á milli þeirra hjóna og stjórna þurrkum eða öðrum stjórntækjum Skodans sem þau áttu. Systkinin ferðuðust oft sam- an um landið og nutu félagsskapar hvers annars en mikill kærleikur var á milli þeirra og virtust þau vera að vinna upp tapaðar sam- verustundir. Faðir Finnu og afi okkar lést 48 ára gamall í sjóslysi í Grindavík árið 1926 frá níu börn- um þegar Finna var tveggja ára. Hann var bóndi vestur í Dölum, á Núpi í Haukadal, en sótti sjóinn á vetrarvertíðum á Suðurnesjum til að framfleyta fjölskyldu sinni. Þá var ekkert tryggingakerfi og amma okkar hafði engin tök á að ala önn fyrir öllum börnunum. Þess vegna reyndist nauðsynlegt að skipta systkinunum niður á milli bæja í sveitinni. Eftir að þau fullorðnuðust lögðu þau sig fram um að hittast og hafa félagsskap hvert af öðru. Þau höfðu ákaflega gaman af því að spila á spil og gerðu það oft. Finna starfaði lengstum hjá Sérleyfisbifreiðum Keflavíkur (SBK) við almenna afgreiðslu og sölu farmiða. Hún var ákaflega vinsæl bæði af viðskiptavinum og samstarfsfólki og var það ekki hvað síst vegna þess hversu létta lund hún hafði og stutt var í bros- ið. Jón og Finna byggðu sér sum- arbústað í Dölunum og nutu þau þess að vera þar í frítíma sínum. Þegar komið var að starfslokum fjölgaði stundunum í Dölunum og var ákaflega notalegt að hitta þau þar þegar Dalaloftið togaði í okk- ur. Svo var nú gjarnan leitað skjóls hjá þeim þegar lognið fór hraðar um en maður vildi viður- kenna. Hún var sérlega barngóð og hændust börn og unglingar að henni. Börnin okkar fengu að njóta þess því hún átti það til að gauka að þeim peningi, gosflösku eða góðgæti og minnast þau henn- ar af mikilli virðingu. Undanfarin ár hafa verið strembin hjá Jóni sem hefur veitt henni aðdáunar- verða umönnun. Um leið og við kveðjum okkar kæru frænku með miklu þakklæti vottum við Jóni og öðrum ættingj- um samúð okkar og megi minning hennar lifa um ókomna tíð. Þórður Magni og Guðmundur Kjartanssynir. Líf Finnu frænku var erfitt í æsku. Hún missti Guðmund föður sinn kornung og Sólveig móðir hennar reyndi eftir fremsta megni að halda barnahópnum saman á Núpi í Haukadal í Dölum. Sveit- ungar í Haukadalnum reyndu að hlaupa undir bagga með ekkjunni með því að vista börnin í lengri eða skemmri tíma. Sólveig móðir Finnu fluttist síðar til Keflavíkur ásamt Guðjóni Gísla seinni manni sínum. Þar lést Sólveig amma árið 1936. Eftir að Finna missir móður sína var hún um tíma hjá frænd- fólki að Sleggjulæk í Borgarfirði. Móðir okkar, Sigurlaug, var næstelst Núpssystkinanna. Elst þeirra, Sigríður, fluttist ung til Englands og eignaðist sína fjöl- skyldu þar. Það kom því í hlut móður okkar að vera kjölfesta yngri systkina sinna. Naut hún þar stuðnings föður okkar. Við ól- umst upp við það að yngri systkini móður okkar væru hluti af okkar fjölskyldu og nánast eins og systk- ini okkar. Finna stundaði verslunarstörf í Reykjavík og síðar um tíma hjá Varnarliðinu þar sem henni var sagt upp störfum vegna stjórn- málaskoðana. Þá hóf hún störf hjá SBK þar sem hún starfaði giftu- samlega fram til starfsloka. Finna hóf búskap með eftirlifandi eigin- manni sínum, Jóni Ásmundssyni, árið 1957. Þau bjuggu fyrstu árin á Vatnsnesvegi 34 í Keflavík, síðar við Smáratún og byggðu sér síðan hús í Baugholti sem þau bjuggu í upp frá því. Jón féll vel inn í fjöl- skyldumynstrið og varð með hon- um og þeim Núpssystkinum náinn vinskapur. Þau komu oft saman og spiluðu bridge á Vatnsnesveginum fram eftir nóttu og varð stundum heitt í hamsi þegar leið á spila- mennskuna. Einnig styrkti það vinskap foreldra okkar og Jóns og Finnu þegar þau byggðu sumarbú- stað nærri hvor öðrum í Dölunum. Þar var oft glatt á hjalla. Í kringum þann vinareit styrktust ættarbönd- in með samverustundum á sumrin. Flestir afkomendur Núpssystkina áttu þar gleðistundir sem hafði það m.a. för í með sér að það styrkti kærleiksböndin á milli þeirra systkina undir Dalanna sól. Finna frænka var einstaklega ljúf og gefandi persóna. Nutum við systkinin þess ómælt. Alltaf þegar einhverjir þurftu stuðning var skjól í húsum Finnu og studdi Jón hana með ráðum og dáð. Börn áttu hjarta hennar allt og voru bæði börn vina og ættingja hennar henni afar kær. Síðustu árin átti Finna við heilsubrest að stríða og Jón maður hennar annaðist hana að mikilli alúð í veikindum hennar. Fyrir hönd barna Sigurlaugar systur hennar minnumst við Finnu frænku okkar með mikilli hlýju og við söknum hennar sárt. Haukur, Sólveig og Einar Þórðarbörn. Guðfinna Sumarrós Guðmundsdóttir Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.