Morgunblaðið - 27.11.2012, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 27.11.2012, Qupperneq 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2012 HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Sigrún Bald-ursdóttir fæddist á Grýtu- bakka I í Höfð- ahverfi 3. desem- ber 1950. Hún lést á sjúkrahúsinu á Akureyri 17. nóv- ember 2012. Foreldrar henn- ar voru Arnbjörg Aradóttir frá Grýtubakka og Baldur Jónsson frá Mýri í Bárðardal. Systkini Sigrúnar eru: Aðalbjörg, Sigríður, maki Páll Kjartansson, Margrét, maki Ólafur Einarsson, Sig- urður Jónas, maki Guðrún Valdís Eyvindsdóttir, Bryndís, maki Jón Eymund- ur Berg, Ari, maki Kolbrún Reyn- isdóttir, Jón Karl, l. 1988, og Guð- mundur, maki El- isabeth Kvelland. Sigrún ólst upp á Grýtubakka í stórum systk- inahópi. Árið 1970 flutti hún til Ak- ureyrar á vist- heimilið Sólborg. Síðustu árin var hún til heimilis á sambýl- inu Geislatúni 1. Sigrún verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag, 27. nóvember 2012, klukkan 13.30. Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti. (Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir.) Elsku Didda. Nokkur orð til þín á kveðju- stundu. Þú áttir við erfið veik- indi að stríða síðustu mánuði. Nú er því stríði lokið og þú farin frá okkur á annað tilverustig. Við vitum að þar færð þú góðar móttökur. Við hugsum til þín þegar jóla- ljósin tendrast eitt af öðru og jólalögin byrja að óma í útvarp- inu því þú varst mikið jólabarn. Þú elskaðir ljósin og skreyting- arnar og kunnir mikið af jólalög- um sem þú söngst fyrir okkur. Þér fannst í raun engu máli skipta hvaða árstíð var, alltaf var við hæfi að syngja eitt og eitt jólalag. Þú hafðir yndi af allri tónlist og varst einstaklega músíkölsk, spilaðir t.d. á orgel og hér áður fyrr var nóg fyrir þig að heyra lag einu sinni þá gast þú spilað það á orgelið. Þú hafðir sérstaklega gaman af „Guttavísum“ og söngst þær mikið, stundum aftur og aftur og hlóst bara að okkur þegar við spurðum hvort ekki væri við hæfi að skipta yfir í annað lag. Þér virtist finnast óþekktin í Gutta svo spaugileg. Sjálf varstu stundum spaugsöm og glettin og áttir til að stríða okkur og kalla okkur bollur. Stundum þóttumst við móðgast og það fannst þér mjög fyndið, en áttir þó til að breyta og kalla okkur gellur til að gera okkur glaðar. Í ársbyrjun 2007 fluttir þú í fallega íbúð í íbúðarsambýlinu í Geislatúni 1. Þú naust þess að vera í íbúðinni þinni og vildir hafa allt í röð og reglu. Gaman fannst þér að fá heimsókn og bjóða upp á kaffi og mola. Oft kallaðir þú „komdu inn“ þegar þú heyrðir einhvern ganga fram hjá íbúðinni þinni. Þú varst mikil félagsvera og hafðir gaman af að sækja skemmtanir ýmiss konar. Með- an heilsa leyfði sóttir þú nám- skeið á vegum Fjölmenntar. Eitt af því sem þú hafðir virkilega ánægju af var að fara á Hæfing- arstöðina við Skógarlund, þar áttir þú margt góðra vina. Nú er komið að leiðarlokum og við kveðjum þig með söknuði, kæra vina, og þökkum allar sam- verustundirnar. Guð geymi þig, elsku Didda okkar. Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá frið- lausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? (Kahlil Gibran) Við vottum systkinum og öðr- um aðstandendum Diddu okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd starfsfólks í Geislatúni, Ingibjörg Jónsdóttir, Þorbjörg Guðmundsdóttir. Elsku Didda. Nú ertu farin. Í minningunni er ekki svo langt síðan þú varst hér hjá okkur full af lífsgleði og orku. En vissulega var farið að halla undan fæti og heilsan þín farin að gefa sig síðustu miss- erin. Hvíldin er komin og ef- laust hefur hún verið þér kær- komin. Samt er litla lífið þannig að við vitum aldrei hvenær til- vist okkar hér á jörðu lýkur og ný hefst í öðrum heimi. Þú varst alveg bráðskemmti- leg kona. Þú varst tónelsk og elskaðir að syngja og dansa og fannst alveg ótrúlega gaman að fara á ball eða bara búa til ball. Þú spilaðir á hljómborð og spannst oft skemmtilega tónlist. Þú tókst á við það sem geta þín leyfði og varst virk bæði í leik og starfi. Eftir sem áður og eðlilega varst þú ekkert endilega að gera það sem þér var þvert um geð. Á því hafðir þú skoð- anir. Mikið þótti þér gott að fá þér „batti“ og mola og létti það lund- ina þegar slíkt var á boðstólum. Nú ertu komin í tilvist þar sem þú getur búið til böll og fengið þér þitt batti að vild. Það skarð sem myndaðist með brotthvarfi þínu verður vand- fyllt. Þín er sárt saknað. Síðustu vikur hafa verið erf- iðar. Við máttum vita hvert stefndi og kannski megum við vera forsjóninni þakklát fyrir það að þú fékkst hvíld frá erf- iðum veikindum. En þegar kallið kemur er samt ekki létt að tak- ast á við það. Kæra Didda. Við erum þakklát fyrir að hafa átt þig að. Þú hefur gefið okkur mikið. Einhversstaðar einhverntíma mun slóðin mín þangað liggja hugurinn strjúka hæðirnar, opna steinana, telja stráin og staðnæmast undir regnboganum. (Þórdís Jónsdóttir) Systkinin frá Grýtubakka og fjölskyldur ykkar, kæru vinir í sambýlinu í Geislatúni. Ykkur öllum sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum almættið að umvefja ykkur og styrkja. Elsku Didda. Hlutverki þínu á jarðríki var að ljúka og nú skilur leiðir. Hafðu hjartans þökk fyrir samfylgdina sem var gefandi og skemmtileg. Í hjörtum okkar eigum við minningu um þig glaða og hressa. Megi góður Guð geyma þig. F.h. starfsfólks og notenda í Skógarlundi/Birkilundi, hæfing- arstöð, Margrét Ríkarðsdóttir. Sigrún Baldursdóttir ✝ Hulda SigrúnMatthíasdóttir fæddist í Reykja- vík 3. nóvember 1937. Hún lést 7. nóvember 2012. Hulda var dóttir Matthíasar Karls- sonar og Guðrúnar Jónsdóttur. Hún ólst upp í Keflavík en flutti austur á Neskaupstað árið 1956 og giftist Sveini Benedikt- syni og eignuðust þau Benedikt og Guðrúnu Sveinsbörn. Seinni eiginmaður Huldu er Hall- grímur Svavar Gunnþórsson, þau gengu í hjónaband árið 1965 og eignuðust dæturnar Laufeyju, Dag- björtu og Svanfríði Hallgrímsdætur. Árið 1975 skildi leiðir Huldu og Svavars og hélt Hulda aftur á sína heimahaga suður í Keflavík þar sem hún vann nokkur ár á Keflavíkur- flugvelli og við fiskvinnslustörf. Hulda flutti norður til Ak- ureyrar árið 1993 og bjó í Lundargötu fram til síðasta dags. Útför Huldu fór fram í Höfðakapellu á Akureyri 15. nóvember 2012. Elsku mamma mín, takk fyr- ir allt sem þú hefur fært mér og börnunum mínum í lífinu. Takk fyrir að kenna mér góða siði sem ég er afar þakklát fyrir. Ég veit að þú gerðir alltaf þitt besta fyrir okkur systkinin og átt þakkir skilið. Þú kvaddir þennan heim rétt eftir 75 ára afmælið þitt og ert nú með fólk- inu okkar sem okkur þótti svo vænt um, Matta afa, Guðrúnu ömmu og Sigga frænda. Lífið var ekki alltaf dans á rósum hjá þér elsku mamma en þú gerðir þitt besta og kvartaðir ekki og alltaf varstu þakklát fyrir allt það einfalda sem lífið hafði upp á að bjóða. Þér fannst svo huggulegt að gera vel við þig og fara stöku sinnum á kaffihús og veitingastaði. Skemmilegast fannst þér að ferðast erlendis og varst dugleg við það síðustu árin þín. Brynjar, Elísabet Hulda og Leifur eiga góðar minningar um ömmu Huldu sem bauð alltaf upp á nammi og skemmtilegar barnamyndir til að horfa á þeg- ar við komum í heimsókn. Elsku mamma mín, nú kveð ég þig með sálmi sem þú kenndir mér þegar ég var lítil stelpa við eldhúsborðið heima í Keflavík að spjalla við mömmu sína. Þú, Guð, sem stýrir stjarna her og stjórnar veröldinni, í straumi lífsins stýr þú mér með sterkri hendi þinni. Stýr mínu hjarta’ að hugsa gott og hyggja’ að vilja þínum, og má þú hvern þann blett á brott, er býr í huga mínum. Stýr minni tungu’ að tala gott og tignar þinnar minnast, lát aldrei baktal, agg né spott í orðum mínum finnast. (Vald. Briem) Þin dóttir, Svanfríður Hallgrímsdóttir. Elsku amma mín, það er svo erfitt að trúa því að þú sért far- in. Ég var að tala við pabba og hann sagði mér hvernig þú varst síðasta daginn sem hann sá þig. Hann setti filmur í gluggana á útidyrahurðinni þinni og gaf þér tvö stór prins póló af því hann vissi hvað þér fannst gott að fá smánammi. Þú kallaðir mig alltaf skellibjöllu, mér fannst svo gott og skemmtilegt að heyra það þótt ég sýndi það ekki og hvernig þú hermdir alltaf eftir okkur krökkunum þegar við sögðum „hættu amma“ þegar þú varst að stríða okkur. Ég er búin að fá allar myndirnar síðan á ferm- ingardaginn minn í vor og ég sakna þín svo mikið þegar ég horfi á þær. Ég er svo ánægð með að eiga fallegar myndir af okkur tveimur saman. Ég er líka svo ánægð og stolt með það að vera skírð í höfuðið á þér amma mín. Ég mun muna eftir þér sem hressu ömmunni minni sem gaf okkur krökkunum allt- af nammi þegar við komum í heimsókn. Ég man líka eftir því þegar við bjuggum í bláu blokk- inni með þér og þú gafst mér bókina sem ég man bara alls ekkert hvað heitir en hún er um álfa sem eru vinir skellibjöllu og þú sagðir mér að bókin minnti þig á mig og ef mér þætti bókin vera of barnaleg gætir þú tekið hana til baka, en ég mun aldrei skila henni. Ég vil bara segja þér hversu mikið ég elska þig og mun alltaf gera og ég mun varðveita allar skemmtilegu minningarnar um þig, elsku amma mín. Þín Elísabet Hulda Snorradóttir „skellibjalla“. Hulda Sigrún Matthíasdóttir Mig langar í nokkrum orðum að minnast hennar ömmu minn- ar sem lést þann 15. nóvember síðastliðinn. Hún Þorsteina Ólafsdóttir eða amma í Eyjum, hefur alltaf verið hluti af tilveru minni og skrítið til þess að hugsa að maður hafi kvatt hana í síðasta sinn. Þær eru hlýjar minningarnar frá æsku- og unglingsárunum á Hólagötunni þar sem amma og afi, Ólafur Árnason, bjuggu sín hjúskaparár. Þar fór vel um ömmubörnin. Þegar maður mætti sjóvolkaður úr Herjólfi tók hún amma á móti manni á grænum Saab sem átti sér fáa líka á landinu, með útsaumuðum púða í afturglugganum og bíla- bæninni á mælaborðinu. Þegar á Hólagötuna kom biðu manns staflarnir af ristuðu fransbrauði með fondue-osti, sem var nú eitthvað sem maður fékk hvergi annars staðar. Þessu var raðað í mann eins og maginn tók við og öllu skolað niður með soda stream með öllum heimsins brögðum og litum. Það sannaðist að hjá ömmu og afa gilda aðrar reglur. Það mátti éta Royalbúðing beint úr skál- inni, kleinurnar voru hvergi betri, þar var til videótæki og gnægð af alls kyns afþreyingu, ævintýraheimur gamalla hluta á háaloftinu og heilu hillumetrarn- ir af Þrautgóður á raunastund bókunum og öðrum fjársjóðum bókmenntanna í safni Óla afa. Allt var einhvernveginn öðruvísi á skemmtilegan hátt, einhver stemning sem maður kynntist ekki annars staðar. Þar blandast saman í minningunni pípuilmur frá Half & Half, harmónikku- Þorsteina Sigurbjörg Ólafsdóttir ✝ Þorsteina Sig-urbjörg Ólafs- dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 4. september 1920. Hún lést á dval- arheimilinu Hraun- búðum í Vest- mannaeyjum 15. nóvember 2012. Útför Þorsteinu fór fram frá Landa- kirkju 24. nóv- ember 2012. tónlist, hláturinn í ömmu, og einhver afslöppuð athafna- semi sem erfitt er að lýsa. Það hefði ekki verið hægt að hugsa sér það betra og tilhlökkunin var alltaf mikil að dvelja hjá ömmu á Hólagötunni. En tíminn líður og maður fullorðn- ast frá soda-streaminu og kynn- ist fólki á annan hátt. Ég er þakklátur fyrir margar gæða- stundir á Hólagötunni og síðar á Selfossi og að síðustu í Hraun- búðum í Vestmannaeyjum. Sama góða viðmótið tók alltaf við manni hjá henni ömmu og gam- an að spjalla við hana um lífið og tilveruna. Hún var óþrjótandi brunnur frétta um fólkið í kring- um sig, ættingjana sem maður hittir of sjaldan og Vestmanna- eyingana sem maður hefur aldr- ei hitt en stóðu ljóslifandi í hug- skotssjónum við frásagnirnar. Hún var ávallt vel á nótunum í þessum efnum, hnyttin og mátu- lega hreinskilin um menn og málefni. Nú er komið að kveðjustund og samveru ömmu með okkur lokið. Það veit ég að hann afi minn og alnafni verður kátur ef kenningar kirkjunnar standast og fagnaðarfundir þegar þau hittast á ný eftir um 16 ára fjar- veru. Það er okkar hinna í fjöl- skyldunni á Hólagötunni að halda í heiðri minningu þeirra hjóna. Það vona ég að við getum hlúð að okkar börnum og barna- börnum með sömu ástúðinni . Ég þakka fyrir mig, kæra amma. Ólafur Árnason. Kær vinkona okkar Hrafnhildur Jóhannes- dóttir lést þann 8. október síð- astliðinn. Það komu margar minningar upp í hugann þegar við settumst niður til að minn- ast Hröbbu, eins og hún var alltaf kölluð. Kynni okkar af Hröbbu ná yfir rúmlega 40 ár í gegnum félagsskap æskuvina úr Vesturbænum sem síðar Hrafnhildur Jóhannesdóttir ✝ HrafnhildurJóhannesdóttir fæddist í Reykjavík 30. júlí 1947. Hún lést 8. október 2012. Útför Hrafnhild- ar fór fram í kyrr- þey frá Fossvogs- kapellu 18. október 2012. urðu eiginmenn okkar. Strákarnir kölluðu sig Ölver- inga og var Hrabba fyrst af okkur stelpunum að ganga í hópinn þegar hún kynnt- ist Sigga Palla, en fljótlega bættumst við hinar inn í hópinn. Við höfum allar verið góðar vinkonur frá fyrstu tíð og hist reglulega, núna síðast 5. nóv- ember sl. til að minnast Hröbbu. Það hefur verið erfitt að skilja það skarð sem komið er í hópinn við fráfall hennar. Hugur okkar leitar langt aftur til fyrstu áranna sem voru tímar áhyggjuleysis og frelsis, við ung og full eftirvæntingar um framtíðina. Eftir að Hrabba og Siggi Palli fluttu úr borginni og fóru að búa á Ásólfsstöðum fórum við stund- um að heimsækja þau og var þá gist í tjöldum við bæinn. Minnisstæð er ferð þegar við borgarbörnin vorum drifin á hestbak, í göngu- og sundferð- ir ásamt ógleymanlegri stund að Þjóðveldisbænum Stöng þar sem Hrabba fræddi okkur um sögu staðarins af öryggi og kunnáttu. Hún var mjög áheyrileg þegar hún hélt tölu í afmælum og við önnur tæki- færi, falleg og alltaf smart, með munninn fyrir neðan nef- ið. Við ferðuðumst einnig til útlanda, fórum bæði til Spánar og Ítalíu. Í Ítalíuferðinni vor- um við fjórtán saman og gist- um á litlu heimilislegu hóteli. Farið var í bátsferð og skoðuð fegurðin í kring um Garda- vatn. Það gekk ekki þrauta- laust þegar hópurinn ætlaði að fara út að borða á kvöldin, alltaf eitthvað fyndið og skemmtilegt til umræðu, kom það oft í hlut Hröbbu að drífa mannskapinn áfram. Farið til Verona, Feneyja og Toscana þar sem skoðaðir voru merkir staðir og skartaði Hrabba í þessari ferð, grænum hatti og hvítri blússu sem gerði hana glæsilegasta allra. Ótalin eru öll þorrablótin sem við héldum og fleiri góðar stundir sem hópurinn átti saman. Það sem einkennir þennan hóp er vænt- umþykja hvers til annars. Við stelpurnar hittumst í tilefni 60 ára afmælis Hröbbu og áttum skemmtilega kvöldstund, Hrabba var hrókur alls fagn- aðar, glöð og glæsileg, eins og hún átti til að vera í góðra vina hóp. Við vinkonurnar og makar sendum Sigga Palla, Jóhann- esi, Ragnheiði og öðrum að- standendum innilegar samúð- arkveðjur. Hvíl í friði, elsku vinkona. Brynja, Sigrún, Kristín, Gerða, Guðbjörg, Erna, Jóhanna og Ragnhildur (Raggý).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.