Morgunblaðið - 21.12.2012, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 21.12.2012, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2012 Jólahátíðin er framundan með allir sinni dýrð og ljóma og er ein helgasta hátíð kristinna manna en um þetta leyti árs fögnum við einn- ig umskiptum ljóss og myrkurs þegar skamm- degið víkur hægt og rólega fyrir hækkandi sól. Vetrarsólstöður verða í dag rétt fyrir há- degi eða klukkan 11.12. Umskiptin ganga hægt til að byrja með og er varla sjónarmun- ur fyrstu dagana en daginn lengir um rúmar 10 sekúndur fyrsta daginn hér í Reykjavík en heilar 12 sekúndur fyrir norðan og njóta Ak- ureyringar því dagsljóssins örlítið lengur. Við njótum þó öll jólaljósanna meðan mesta skammdegið gengur yfir. Sólstöður eiga sér stað tvisvar sinnum á ári þegar sólin er lengst frá miðbaug himins annaðhvort til norðurs eða suðurs. Vetrarsólstöður geta hlaupið til milli daganna 20. og 23. desember og sum- arsólstöður eru á tímabilinu 20. til 22. júní ár hvert og verða 21. júní á næsta ári. Morgunblaðið/RAX Ljósaskipti við upphaf vetrarsólstaða YFIR 20 GERÐIR GASGRILLA Á ÚTSÖLUNNI • Stærð: 149 x 110 x 60 cm verðlaunagrill fyrir íslenskar aðstæður FULLT VERÐ 59.900 42.900 Kraftmikið, meðfærilegt og frábærlega hannað gasgrill fyrir heimilið og í ferðalagið FrábærtEr frá Þýskalandi YFIR 50 GERÐIR GRILLA Á JÓLATILBOÐI JÓLATILBOÐ www.grillbudin.is Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Opið kl. 11 - 19 föstudag Opið kl. 11 - 18 laugardag Opið kl. 13 - 18 sunnudag Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær 51 árs gamla konu í tveggja mánaða fangelsi fyrir búðahnupl. Konan stal fatnaði, skartgripum og tösku úr tveimur verslunum. Verð- mæti varningsins var á annað hundrað þúsund krónur. Annars vegar var konan ákærð fyrir að stela úr verslun í Kópavogi 24. ágúst 2011 og hins vegar úr verslun í Garðabæ 12. júní 2012. Við þingfestingu málsins neitaði konan að hafa stolið úr versluninni í Kópavogi og féll ákæruvaldið þá frá sakargiftum vegna þess hluta málsins. Konan játaði hins vegar að hafa stolið úr hinni versluninni, vörum að verðmæti 108 þúsund kr. Hún hefur hlotið sjö fangelsisdóma vegna þjófnaðar. Þá var konunni gert að greiða Högum 84 þúsund krónur í bætur þar sem vörur sem konan stal skemmdust þegar þjófa- vörn sem á þeim var, var fjarlægð. Tveggja mánaða fangelsi fyrir búðahnupl Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Eftir eitt versta veiðisumar í manna minnum hafa laxveiðimenn áhyggj- ur af komandi sumri. Aðsókn í árnar minnki og félögin sem leigja þær lendi í kjölfarið í hremmingum. Ekki er hins vegar ástæða til að ætla annað en að veiðin batni á næsta ári að sögn Bjarna Júlíusson- ar, formanns Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Hann segir sumarið nú í ár hafa verið ákaflega slakt og sumir vilji jafnvel halda því fram að það hafi verið það versta frá árinu 1930. Veiðimálastofnun hafi staðfest að meðalþyngd laxanna hafi verið sú minnsta frá því mælingar hófust. „Staðan í ánum sjálfum er hins vegar afbragðsgóð. Það er allt í blóma og miðað við seiðamælingar stefnir í gott sumar 2013. Við vonum það besta og höfum ekki ástæðu til að ætla annað en að veiðin batni,“ segir Bjarni. Á sama tíma og veiðin versnar segir Bjarni að verð á veiðileyfum hafi líklega verið í sögulegu hámarki nú í sumar. Veiðimenn hafi áhyggj- ur af þróuninni og telji leyfin orðin allt of dýr. Taki veiðin ekki við sér sé ljóst að laxveiðibransinn á Íslandi verði í uppnámi. „Það er alveg ljóst að ef veiðin minnkar til frambúðar þá minnkar áhugi veiðimanna. Þá lækkar verð veiðileyfa og það hefur í för með sér keðjuverkun frá veiðimönnunum, veiðifélögunum og allt til bænda,“ segir Bjarni. Umræðan orðum aukin Að sögn Óðins Sigþórssonar, for- manns Landssambands veiðifélaga, telja vísindamenn að köldum að- stæðum í sjó sumarið 2011 og langt fram á haust hafi verið um að kenna hversu slæm veiðin var nú í sumar. Mjög sterkt samhengi sé á milli vaxtarhraða seiða í sjó og endur- heimtuhlutfalls í ánum. Hann segir þó áhyggjur veiðimanna af stöðunni orðum auknar. „Alltaf þegar veiðin er minni en menn bjuggust við þá fer þessi um- ræða á kreik um að það hafi áhrif á aðsókn í árnar, þetta verði viðvar- andi ástand og hafi áhrif á mark- aðinn. Sjálfsagt er það rétt að ein- hverju leyti en umræðan gengur alltaf lengra en efni og ástæður eru til. Það kunna að vera einstaka ár sem minni aðsóknar gætir en þær eru færri en fleiri,“ segir Óðinn. Ekki ástæða til að ætla annað en að veiði batni Morgunblaðið/Einar Falur Veiði Illa gekk í laxveiði í sumar og hafar ýmsir áhyggjur af næsta ári.  Áhyggjur veiði- manna af laxveiði á næsta ári Niðursveifla » Samkvæmt tölum Veiði- málastofnunar dróst laxveiði saman um 39% í sumar frá árinu 2011. Samdrátturinn frá 2010, sem þótti afar gott ár, er um 60%. » Vefkönnun vefsíðunnar flug- ur.is í haust bendir til þess að meirihluti veiðimanna ætli að verja minna fé í veiðileyfi á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.