Morgunblaðið - 21.12.2012, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2012
Skógarhlíð 18 sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
•
5. janúar í 10 nætur
Verð frá 79.900,-
til Kanarí
Verð frá 79.900,-
Netverð á mann m.v. 2 fullorðna og eitt barn í búð á Roque Nublo.
Verð m.v. 2 fullorðna í íbúð kr. 98.200. Sértilboð 5. janúar í 10 nætur.
Sé
rti
lbo
ð
Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér sæti í sólina í
byrjun janúar. Fleiri gistimöguleikar í boði á afar hagstæðu verði
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Hvers vegna þykir það fréttnæmt
þegar Óttar Felix Hauksson, tón-
listarmaður og framkvæmdastjóri,
fer í klippingu? Því var slegið upp
á forsíðu Morgunblaðsins í gær að
Óttar Felix hefði loksins sagt skil-
ið við hártísku Bítlaæðisins eftir
nærri 50 ára hárprýði. „Ætli síð-
asta klippingin, þar sem hárið var
svona stutt, hafi ekki verið um
fermingu 1964,“ sagði Óttar Felix
af því tilefni í samtali við Morg-
unblaðið.
Ástæða athyglinnar sem klipp-
ingin vakti var að Óttar Felix varð
ungur eins konar tákngervingur
Bítlaæðisins – þótt hann héldi
meira upp á Rolling Stones. Hann
varð frægur á einni nóttu þegar
viðtal birtist við hann í Morg-
unblaðinu 9. október 1964, á af-
mælisdegi Johns Lennons.
Tilefni viðtalsins var að hinn 14
ára gamli Óttar Felix hefði farið
30 sinnum í Tónabíó til að horfa á
Bítlakvikmyndina „A Hard Days
Night“.
Félagar hans tveir voru sagðir
hafa farið nokkru sjaldnar á
myndina, annar tíu sinnum og
hinn tuttugu sinnum. Óttar Felix
segir nú að viðtalið hafi að mestu
verið skáldskapur í því skyni að
vekja athygli á kvikmyndinni. At-
hyglin varð óskipt og Óttari Felix
til talsverðs ama á sínum tíma.
Viðtalið sviðsett auglýsing
„Blaðamaðurinn skáldaði tals-
vert og færði í stílinn heldur fífla-
legt viðtal,“ sagði Óttar Felix. „Ég
leið svolítið fyrir þetta næstu ár-
in.“ Óttar Felix sagðist hafa verið
í sveit um sumarið og verið til-
tölulega nýkominn til borgarinnar
þegar hann féllst á það ásamt fé-
lögum sínum að taka þátt í leikn-
um.
„Þetta var sviðsett auglýsing
sem bíóið setti í gang. Það átti að
búa til einhverja keppni á meðal
unglinga því aðsóknin að myndinni
var farin að dala,“ sagði Óttar
Felix. „Þeir vildu fá einn sem
hefði séð hana þrjátíu sinnum,
annan sem hefði séð hana tuttugu
sinnum og einn sem hefði séð
hana tíu sinnum.
Móðirin fékk að heyra það
Þegar við komum þarna fé-
lagarnir vorum við búnir að ráða
okkar ráðum. Ég var sá sem hafði
átti að hafa séð hana tíu sinnum
og hinir oftar. Þegar ljósmynd-
arinn og blaðamaðurinn mættu þá
kom þeim saman um að skyn-
samlegast væri að hafa mig í
broddinum. Ég var nefnilega með
bítlalegasta hárið! Þeir töluðu mig
inn á það og ég lét mig hafa það.“
Óttar Felix segir að móðir sín
heitin hafi verið afskaplega leið
yfir þessu. Hún fékk að heyra það
hvers lags þetta uppeldi það væri
að láta 14 ára barnið hafa peninga
til að sjá sömu kvikmyndina þrjá-
tíu sinnum!
„Þetta varð erfiðara og verra
mál heldur en það sýndist,“ sagði
Óttar Felix. Hann fékk líka að
heyra glósur um það næstu árin
að þarna færi „fíflið sem horfði á
Bítlamyndina þrjátíu sinnum“.
Þessu linnti þegar Óttar Felix hóf
tónlistarferil sinn 16-17 ára í vin-
sælum hljómsveitum þess tíma. Þá
hafði Bítlamenningin einnig fest
sig svo í sessi að það ríkti hálfgert
stríð á milli kynslóðanna um hár-
söfnun, eins og birtist berlega í
sumum skólum landsins.
„Ég var í Laugalækjarskóla á
árunum 1964-65 og var kominn
með þetta síða hár og gaf mig
hvergi. Við vorum ekki margir
með svona sítt hár þá. Svo síkkaði
það bara,“ sagði Óttar Felix.
Hann sagði að veturinn 1965 hefðu
Rolling Stones tekið við af Bítl-
unum sem leiðandi hljómsveit á
meðal ákveðins kjarna unglinga.
Hélt meira upp á Stones
„Bítlarnir þóttu meira popp en
Stones. Þá var vaxandi blues- og
rythmabluesbylgja í London sem
Stones leiddi. Við sem vildum Sto-
nes söfnuðum enn meira hári,“
sagði Óttar Felix. „Ég hef haldið
uppi merki Stones síðan. Við héld-
um upp á 40 ára afmæli þeirra á
Nasa en það er eftir að halda upp
á 50 ára afmælið.“
Óttar Felix sagði að hljóm-
sveitin Gullkistan mundi eflaust
taka einhver Stones-lög á jóla-
dansleikjum á Kringlukránni 28.
og 29. desember og eins á Þrett-
ándagleði þar 4. og 5. janúar. Þar
verða Bítlaárunum gerð góð skil
og „sixtís“ stemningin allsráðandi.
Gullkistuna skipa sjóaðir tónlist-
armenn. Auk Óttars Felix, sem
var í Pops, eru þar innanborðs
þeir Gunnar Þórðarson úr Hljóm-
um, Ásgeir Óskarsson Stuðmaður
og Jón Ólafsson úr Pelican.
Tákngervingur Bítlaæðisins
Óttar Felix Hauksson varð táknmynd Bítlaaðdáenda Afdrifaríkt viðtal
byggt á ósannindum, að hans sögn Stríð milli kynslóða um síða hárið
Morgunblaðið/SÞ
Bítlaunnendur Þessi mynd, sem tekin var utan við Tónabíó, birtist með viðtalinu fræga í október 1964. Bekkjar-
félagarnir úr Laugalækjarskóla. F.v.: Guðmann Ingjaldsson, Óttar Felix Hauksson og Einar Pálmi Jóhannesson.
„Ég var með tvo lærlinga á Bítla-
árunum þegar aðrir hárskerar
drógu saman seglin,“ sagði Guðjón
Jónasson hárskerameistari sem
um árabil var með rakarastofu í
Veltusundi 1 í Reykjavík. Lær-
lingarnir voru Garðar Sig-
urgeirsson og Hinrik Þor-
steinsson.
Guðjón sagði að vinna hjá hár-
skerum hefði dregist saman um
meira en helming þegar Bítlaæðið
stóð sem hæst. Flestir hárskerar
voru einyrkjar og heyrði til tíð-
inda ef einhver þeirra tók lærling
á þessum tíma.
„Ég var með þessa tvo lærlinga
og það þótti afrek að ég skyldi
halda þeim,“ sagði Guðjón. „Ég
lagði áherslu á að láta við-
skiptavinina algjörlega um það
hvernig þeir vildu hafa hárið. Ég
reyndi aldrei að stjórna því neitt
og hafði heilmikið að gera á þess-
um árum. Ég klippti menn eins og
þeir vildu.“
Guðjón sagði að sumir eldri hár-
skerar hefðu viljað taka ráðin af
mönnum um hvernig þeir væru
klipptir. Svo vildu foreldrar ráða
klippingu sona sinna, þótt þeir
væru komnir á unglingsár. Guðjón
rifjaði upp sögu af því þegar faðir
einn kom með son sinn í klipp-
ingu. Feðgarnir voru ósammála
um hvernig skyldi klippa og tók
Guðjón svari stráksins. Karlinn
vildi láta klippa meira og þá rauk
strákurinn upp úr stólnum, reif af
sér svuntuna og hljóp á dyr.
Leyfði kúnn-
unum að ráða
Morgunblaðið/Ól.K.M.
Rakarinn Guðjón Jónasson, hár-
skerameistari á rakarastofunni í
Veltusundi 1.
Þegar bítlaæðið rann á æsku lands-
ins reyndu sumir skólastjórnendur
að hamla á móti síkkandi hártísku
skólasveina.
Oddur Sveinsson, fréttaritari á
Akranesi, skrifaði frétt í gaman-
sömum tóni sem birtist í Morgun-
blaðinu 2. júní 1965 undir fyrirsögn-
inni „Gáfnaljós með hrísbagga“.
Þar segir af Rúnari sem kallaður
var bítill, fullu nafni Rúnar Jóhann-
es Garðarsson. Hann fékk ágæt-
iseinkunn, 9,29, á barnaprófi frá
Barnaskóla Akraness. Skólastjórinn
tilkynnti honum að hann ætti von á
tvennum bókarverðlaunum við
skólaslit í kirkjunni – en hann yrði
að láta klippa sig fyrir afhend-
inguna. Rúnar man vel eftir klipp-
ingunni vorið 1965.
„Mér var heilmikið sárt um hárið.
Þessi tíska var að byrja þá,“ sagði
Rúnar. „Ég var einn af þeim fyrstu á
Akranesi til að hafa sítt hár og var
ekki vel við að láta klippa mig. En
mér var ekki gefinn neinn annar
kostur.“
Rúnar safnaði aftur hári og var
síðhærður öll unglingsárin og fram á
miðjan þrítugsaldur. Hann var í
Verzlunarskólanum í fjögur ár og
síðhærður og skeggjaður allan tím-
ann. Eftir það vann hann í tísku-
versluninni Karnabæ í nokkur ár og
sat þá stundum fyrir í auglýsingum.
Hann flutti síðan til Danmerkur og
lét klippa sig þar.
Rúnar hefur starfað sem flug-
maður og flugrekstrarstjóri í Banda-
ríkjunum síðustu 32 árin og býr nú í
Seattle í Washington.
Varð að fara í klippingu
„Fyrrverandi bítill“ skrifaði í Vel-
vakanda 28. nóvember 1965 og sagði
farir sínar ekki sléttar. Þegar skólar
byrjuðu um haustið fékk hann ekki
að mæta fyrr en hann lét klippa sig.
Samt þvoði hann sér um höfuðið
annan hvern dag!
„Hins vegar eru kennararnir ekki
með vel hirt hár, þótt þeir láti sér
ekki vaxa bítlahár. Þeir eru allir með
flösu – nema einn. Hann er sköll-
óttur,“ skrifaði bítillinn fyrrverandi.
Voru skikkaðir
í klippingu
Morgunblaðið/Oddur
Herraklipping Geirlaugur Árnason
hárskeri á Akranesi klippti Rúnar.