Morgunblaðið - 21.12.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.12.2012, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Kristinn Rithöfundur Sigrún stendur hér stolt með handgerðri geimverunni Bétveimur en bók um hana er nú endurútgefin. þó margar þeirra séu talsvert líkar þeim fyrri. Ég vann þessar nýju myndir öðruvísi, gömlu myndirnar voru vatnslitamyndir en þessar nýju málaði ég með skærum olíu- litum. Einnig eru myndirnar stærri í nýju útgáfunni. Ég breytti líka sumu aðeins, til dæmis voru afinn og amman útlítandi eins og langafi og langamma í gömlu bókinni, en í nýju útgáfunni færði ég þau aðeins meira í átt að nútíma öfum og ömm- um. Ég tálgaði textann aðeins til, sleppti málalengingum og öðru slíku. En sagan er samt alveg sú sama.“ Við þvældumst um safnið Nýjasta bók Sigrúnar er Lista- safnið, þriðja bókin um feðgana Skarphéðin og Rúnar, en áður hafa komið út bækurnar Forn- gripasafnið og Náttúrugripasafnið. Sigrún segir að kveikjan að þessum safnabókum sé sú staðreynd að hún ólst sjálf upp á Þjóðminjasafninu frá fæðingu og þar til hún var 14 ára, en faðir hennar Kristján Eldjárn var þá þjóðminjavörður. „Það var vissulega svolítið sér- stakt að búa á þjóðminjasafni, og í sama húsi var Listasafn Íslands og í geymslum í kjallaranum var Nátt- úrugripasafnið. Við systkinin þekkt- um ekkert annað og við þvældumst auðvitað um safnið og heilsuðum upp á gæslukonurnar. Þetta var partur af lífinu. En þegar við byrjuðum í skóla fórum við að renna grun í að það væri kannski ekki alveg venju- legt að búa á safni. Ekkert af því sem gerist í sögunum mínum um söfnin hefur nein tengsl við mig að öðru leyti.“ Persónur verða smátt og smátt til bæði í mynd og texta Sigrún ætlar sennilega að segja skilið við Rúnar og vini hans með þessari þriðju safnabók. „Nema þau fari að ásækja mig og biðja um meira, maður veit aldrei,“ segir hún og bætir við að það sé alltaf svolítið sorglegt að skilja við sögupersónur fyrir fullt og allt. „Ég hef gert nokkrar svona þriggja bóka syrpur og mér hefur fundist það vera alveg nóg. Um leið og ég byrja á einhverju nýju sakna ég hinna krakkanna lítið, ég skil við þau þokkalega sátt.“ Þeg- ar Sigrún fer af stað með nýjar per- sónur segir hún allan gang á því hvernig þær verða til. „Oft er þetta hópur þar sem samsetningin af krökkum spannar breytt aldurssvið, einhver er kannski ellefu ára, eitt lít- ið kríli og stundum líka unglingur. Þar sem ég geri alltaf sjálf allar myndir í mínar bækur, þá eru þær stór partur af þeim. Krakkarnir verða því oft til smátt og smátt, fyrst sem riss og svo taka þau á sig endan- lega mynd. Sköpun þeirra á sér því stað samhliða í mynd og texta.“ Jólakrakkar Stelpur og strákar sem geta staðið og hægt er að klæða. Úlli og Þispa Persónur í bókinni um Listasafnið. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2012 Komin er út dönsk unglingabók sem kallast De Første Piger På Månen og gerist á Íslandi. En höfundarnir Anne- Marie Donslund og Kirsten Sonne Ha- rild fengu hugmyndina að sögusvið- inu í heimsókn sinni til Íslands. Í bók- inni segir frá stjúpsystrunum Lunu og Alberte. Pabbi Alberte og móðir Lunu eru nýtt par og halda þau með stúlkurnar til Íslands til að hrista nýju fjölskylduna saman. Á baksíðu bókarinnar segir að stúlkurnar séu síður en svo ánægðar með þessa áætlun og líki í fyrstu afar illa við hvor aðra. Íslenska náttúran hafi hins vegar dulmögnuð áhrif á þær og þegar þær týnist mitt í óbyggðum Íslands styrkist böndin á milli þeirra svo um munar. Það er Gyldendal-forlagið í Kaupmannahöfn sem gefur út bókina. Íslenskt sögusvið í danskri unglingabók Bók Danskar stúlkur lenda í íslensk- um ævintýrum í óbyggðum. Fyrstu stúlkurnar á tunglinu ARINN – FYRIR RÓLEGA OG RÓMANTÍSKA JÓLASTEMNINGU! OPNUNARTÍMI: Mán. 17. t i l sunn 23. des . 10-22. Aðfangadag 10-13 • SÍMI: 558 1100 ÖRUGGT OG UMHVERFISVÆNT. Real Flame arinn-eldsneyti í dós. Real Flame gelið er snarkandi og róandi á köldum haustdögum. Sótar ekki. Logar í þrjár klukkustundir. KASSI 24 DÓSIR 15% AFSLÁTTUR KR. 16.116 790KR.DÓSINNÝ SENDING MIKIÐ ÚRVAL AF FALLEGUM ÖRNUM 79.990 ELISE ARINN VERÐ FRÁ KR. Síðasta innsýn í heim undirrit-aðrar birtist hér í september ípistli sem sagði frá þeirri ákvörðun að setjast aftur á skólabekk eftir fimm ára hlé. Svona rétt til að fullnýta þær stundir sólarhringsins sem ekki eru lagðar undir vinnu. Pist- illinn einkenndist af hvoru tveggja í senn: Spenningi fyrir að prófa eitt- hvað nýtt (eða rifja upp gamla takta kannski frekar) og dassi af sjálfs- blekkingar-peppi um hversu stór- kostlega skemmtilegt það sé nú að vera í skóla. Nú rúmum þremur mán- uðum síðar er mér ljúft og skylt að greina frá því sem ég hef lært. Það fyrsta sem ég lærði, sama dag og ég byrjaði í skólanum, var að nú eru til pennar með bleki sem hægt er að stroka út. Þetta hafði ég aldrei séð áður og eftir á að hyggja eru þessir pennar sennilega það sem kom mest á óvart á þessari önn, því þetta er í al- vörunni töfrum líkast. Löngum stundum sat ég yfir náms- bókunum og krotaði eitthvað með bleki til þess eins að stroka það síðan út aftur í andakt. Annað sem ég lærði er að það getur tekið svolítið á að vera settur inn í lokað herbergi með hópi af ókunnugu fólki og þurfa að hlusta á skoðanir þess í 3 klukkutíma. (Ekki endilega vegna þess að þær séu svona vitlausar samt). Í grunnnáminu í háskól- anum hafði fólk alls ekki svona miklar skoðanir, og á netinu er alltaf hægt að loka athugasemdakerfinu. Ein lexía sem tók svolítinn tíma að síast inn er sú að það gengur nokkuð freklega á orkubú- skap líkamans að vera í 50% námi ofan á 100% vinnu. Eftir nokkrar vikur með dögum sem hófust í skólanum klukkan 9 og enduðu í vinnunni klukkan 24, eða öf- ugt (hádegis- og kvöldmatur snædd- ur við skrifborðið) þá komst ég að því að ég er alls engin 150% manneskja. Ég er ekki einu sinni A-manneskja. Að öllu gríni slepptu lærði ég þó auðvitað heilmargt, enda komst ég þrátt fyrir allt yfir að lesa einhver hundruð blaðsíðna, þótt mér fyndist ég stöðugt vera að dragast aftur úr námsáætluninni. Ég komst líka að því, sem mig grunaði reyndar fyrir, að eftir nokkurra ára þátttöku í sam- félaginu sem fullorðinn einstaklingur nálgast maður námsefni öðruvísi og á hægara með að tengja milli teoríu og praxís. En mér lærðist líka að þótt námsbækurnar væru nógu áhuga- verðar til að lesa þær uppi í rúmi á kvöldin, þá fannst mér hreint ekki nógu áhugavert að þurfa svo að leggja þær á minnið til að láta einhvern annan prófa mig upp úr þeim. Mér lærðist að þótt ég eigi margar nostalgískar minningar um líf náms- mannsins þá hef ég senni- lega rómantíserað úr hófi fram þá hugmynd að vera eilífðarstúdent – nema þá sjálf- lærður sé. »Annað sem ég lærði erað það getur tekið svo- lítið á að vera settur inn í lokað herbergi með hópi af ókunnugu fólki og þurfa að hlusta á skoðanir þess HeimurUnu Una Sighvatsdóttir una@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.