Morgunblaðið - 21.12.2012, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2012
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
Annþór Kristján Karlsson og Börkur
Birgisson eiga sér engar málsbætur
vegna þeirra ofbeldisbrota sem þeir
hafa framið, að mati fjölskipaðs Hér-
aðsdóms Reykjaness sem sakfelldi
þá í gær fyrir hættulegar líkams-
árásir, frelsissviptingar, hótanir
nauðung og fjárkúgun.
Hlaut Annþór 7 ára fangels-
isdóm en Börkur var dæmdur til 6
ára fangelsisvistar. Að auki voru þeir
Smári Valgeirsson og Jón Ólafur Ró-
bertsson dæmdir í tveggja ára fang-
elsi fyrir aðild sína að málunum. Sex
aðrir menn hlutu styttri dóma, frá 15
til 18 mánaða.
Mikið gekk á meðan á meðferð
málsins stóð fyrir dómi, enda sak-
borningarnir margir og vitnin einnig
auk þess sem fjöldi lögreglumanna
hafði gætur á þeim Annþóri og Berki.
Þegar dómurinn var kveðinn upp í
gærmorgun var hins vegar aðeins
einn sakborninganna viðstaddur, en
Annþór og Börkur voru ekki fluttir af
Litla-Hrauni af þessu tilefni.
Þrjár líkamsárásir
Málið snerist um þrjár sér-
staklega hættulegar líkamsárásir og
voru Annþór og Börkur sakfelldir í
öllum ákæruliðum sem að þeim
sneru. Fyrsta árásin átti sér stað í
október 2011 þegar tveir ungir menn
sem voru í skuld við Annþór voru
leiddir á hans fund í sólbaðsstofu sem
hann rak. Kom þar til átaka þar sem
Annþór mun m.a. hafa slegið annan
manninn ítrekað í andlitið og tekið
hann kverkataki, en sparkað í hinn
og staðið á höfði hans.
Önnur líkamsárásin var gerð í
desember 2011 af Berki og Annþóri
báðum ásamt fleirum. Réðust þeir
gegn tveimur mönnum í Grafarvogi
og var annar þeirra m.a. laminn með
spýtu en migið yfir hinn.
Þriðja líkamsárásin var ákveðin
og skipulögð sameiginlega af Berki
og Annþóri í janúarbyrjun 2012. Réð-
ust þeir þá ásamt sjö öðrum inn í íbúð
í Mosfellsbæ, m.a. vopnaðir sleggju,
kylfum og hafnaboltakylfu.
Húsráðandi hlaut m.a. brotinn
sköflung og 6 cm opinn skurð á
leggnum, brot á hægri hnéskel og
bólgur kringum hnéð auk fjölda
áverka á fótleggjum, úlnliðum og
handleggjum. Þrír aðrir menn sem
staddir voru í íbúðinni fengu m.a.
höggáverka á höfuð og skurði og mar
á útlimi.
Ótrúverðugur framburður
Börkur og Annþór neituðu báðir
sök þegar þeim var gert að taka af-
stöðu til ákærunnar. Mikið ósam-
ræmi var í framburði annarra sak-
borninga hjá lögreglu annars vegar
og fyrir dóminum hins vegar.
Fram kom í máli eins lögreglu-
manns fyrir dóminum í nóvember að
vitnum, sakborningum og fjöl-
skyldum þeirra hefði verið hótað of-
beldi yrði framburði ekki breytt. M.a.
hefði barnsmóður eins sakbornings
verið hótað ofbeldi.
Í niðurstöðu dómsins kemur
hins vegar fram að dómarar telji
framburð Barkar og Annþórs víða
ótrúverðugan. Fullsannað þykir að
þeir hafi sammælst um að skipu-
leggja og framkvæma líkamsárás-
irnar tvær sem þeir frömdu í samein-
ingu ásamt öðrum mönnum.
Enginn verjanda fór fram á
áfrýjun í gær en tímenningarnir sem
dóma hlutu hafa allir fjögurra vikna
frest til ákvörðunar um áfrýjun.
Annþór og Börkur
hljóta þunga dóma
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Dómsuppsaga Aðeins einn sakborninganna tíu var viðstaddur þegar dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykja-
ness í gærmorgun. Fjögurra vikna frestur er gefinn til ákvörðunar um hvort dómunum verður áfrýjað.
Við ákvörðun refsinganna yfir Berki og Annþóri var litið til langs brotafer-
ils þeirra beggja. Annþóri, sem er 36 ára, hefur fyrir utan þessi brot verið
fjórum sinnum áður gerð refsing fyrir líkamsárásir, fimm sinnum fyrir
þjófnað og nytjastuld og tvisvar fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot. Hann
hefur auk þess þrisvar rofið skilorðsdóma og þrisvar rofið reynslulausn.
Brotin sem Annþór var dæmdur fyrir í gærmorgun framdi hann einmitt
á reynslulausn. Í dóminum segir að hann eigi sér engar málsbætur og að
fyrri dómar virðist engin varnaðaráhrif hafa. Engin skilyrði eru að mati
dómsins til að skilorðsbinda refsinguna sem hann er nú dæmdur til.
Börkur, sem er 33 ára, hefur sjö sinnum hlotið refsidóma frá árinu
1997, en þá var hann dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir hótun og stór-
fellda líkamsárás. Hann hefur síðan ítrekað verið dæmdur fyrir sér-
staklega hættulegar líkamsárásir auk tilraunar til manndráps, en fyrir
hana hlaut hann rúmlega sjö ára fangelsisdóm árið 2005. Dómurinn segir
hann engar málsbætur eiga sér. una@mbl.is
Ítrekaðar stórfelldar líkams-
árásir á undanförnum árum
EIGA LANGAN BROTAFERIL AÐ BAKI
Sex og sjö ára fangelsi Eiga sér engar málsbætur
Ný skipaskrá og sjómannaalmanak fyrir árið 2013 er komin út.
Bókinni er dreift frítt til útgerða skipa og báta sem eru í rekstri, einnig
til framkvæmda- og útgerðarstjóra stærri fyrirtækja auk fleiri aðila. Út-
gefandi er fyrirtækið Árakló slf. og er þetta sjöunda útgáfa þess. Auglýs-
ingar kosta bókina.
Skipaskráin og sjómannaalmanakið er hefðbundin handbók sjómanna
með upplýsingum um: sjávarföll, vita- og sjómerki, veður og sjólag, fjar-
skipti, öryggismál og fleira.
Skipaskrá ársins 2013 komin út
Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja
fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og
tekjuskatt sem hlutfall af heildar-
tekjum sjávarútvegsins jókst milli
ára 2010 og 2011. Þetta kemur fram í
nýjum tölum frá Hagstofu Íslands.
Í fiskveiðum og -vinnslu hækkaði
þetta hlutfall (án milliviðskipta) úr
28,9% í 30%, lækkaði í fiskveiðum úr
26,6% árið 2010 í 26,4% af tekjum ár-
ið 2011 og hækkaði í fiskvinnslu úr
16,1% í 19%.
Hreinn hagnaður í sjávarútvegi,
samkvæmt árgreiðsluaðferð, nam
22,6% árið 2011 en 19,8% árið áður.
Sé miðað við hefðbundna uppgjörs-
aðferð er niður-
staðan 17,1%
hagnaður 2011.
Samkvæmt
efnahagsreikn-
ingi voru heildar-
eignir sjávar-
útvegs í árslok
2011 rúmir
547 milljarðar
króna, heildar-
skuldir rúmir 443
milljarðar og eigið fé 105 milljarðar.
Verðmæti heildareigna hækkaði
um 8,9% frá 2010 en skuldir lækk-
uðu um 6,5%. Eiginfjárhlutfallið
reyndist 19,1% en 10,5% í árslok
2010. Eiginfjárhlutfallið var nei-
kvætt um tæplega 12% í árslok 2008
en árin þar á undan var eiginfjár-
hlutfallið á bilinu 24-29%.
Verðmæti birgða var 23.296 millj-
ónir en var 20.019 millj. 2010.
Horft til skattframtala
Hagstofa Íslands tekur árlega
saman yfirlit yfir rekstur helstu
greina sjávarútvegs. Við gerð þess
er bæði byggt á skattframtölum
rekstraraðila og reikningum sem
fyrirtæki í sjávarútvegi hafa sent
Hagstofunni.
Aukinn hagnaður í sjávarútvegi
Á sjó Sjómenn að
störfum.
—við sýnum tilfinningar
Þú færð tvo miða á Dýrin í
Hálsaskógi ásamt glænýjum
geisladiski með lögunum úr
sýningunni og frásögn Lilla
klifurmúsar á litlar 7.900 kr.
Húrra, húrra, húrra!
Br
an
de
nb
ur
g
Viðhaldsfríar
hurðir
Hentar mjög vel
íslenskri veðráttu
Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir
Við höfum framleitt viðhaldsfría
glugga og hurðir í 28 ár
Nánari upplýsingar á www.solskalar.is
Yfir 40 litir í boði!
Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187