Morgunblaðið - 21.12.2012, Side 16

Morgunblaðið - 21.12.2012, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2012 Fallegar gjafir fyrir ástina þína. www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind PIPA R\TBW A • SÍA • 123272 Gefðu persónulega jólagjöf í ár FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Það á ekki af íslensku sumargots- síldinni að ganga. Hún var ekki fyrr byrjuð að jafna sig eftir erfiða sýk- ingu, sem kennd er við Ichthyo- phonus, að hún drapst unnvörpum í Kolgrafafirði á fimmtudag í síðustu viku. Mikið var þá af síld í firðinum, eða 250-270 þúsund tonn, en aðeins eru nokkrir dagar síðan mæling var gerð í Kolgrafafirði. Ekki liggur fyrir hversu mikið drapst í þeim aðstæðum sem sköp- uðust fyrir helgi. Ljóst er hins vegar að hver tíu þúsund tonn geta skipt miklu fyrir vöxt og viðgang stofns- ins, sem á síðustu árum hefur átt undir högg að sækja. Til að setja stærðir í samhengi var leyft að veiða um 66 þúsund tonn af íslenskri sum- argotssíld í haust. Útflutningsverð- mæti þeirrar síldar, frystrar að mestu, gæti verið 10-11 milljarðar. Nokkrar kenningar Nokkrar kenningar hafa verið uppi um orsakir síldardauðans í Kol- grafafirði nú. Sumir telja að sjávar- kuldi hafi grandað þessum mikla fjölda fiska. Aðrir halda því fram að þurrð hafi orðið á súrefni inni í Kol- grafafirði og síldin kafnað. Þverun fjarðarins með brúarsmíði árið 2004, fyrir átta árum, hafi dregið úr magni nýsjávar innan brúar og end- urnýjunartíminn orðið lengri. Fleira hefur verið nefnt en niður- stöður rannsókna á orsökunum ættu að liggja fyrir í dag. Sömuleiðis hvort nauðsynlegt verður að grípa til aðgerða vegna dauðrar síldar á botni og fjörum. Þrír síldarstofnar Nauðsynlegt er að greina á milli íslensku sumargotssíldarinnar og norsk-íslensku síldarinnar þegar talað er um síld, en um ólíka og að mestu aðskilda stofna er að ræða. Í samanburði við marga aðra stofna er íslenski sumargotsstofninn ekki stór og svo hart var sótt í hann á sjö- unda áratugnum að hann var að hruni kominn. Veiðar voru bannaðar árið 1972 og við tók tími uppbygg- ingar og skilvirkrar veiðistjórnunar. Norsk-íslenska síldin kallast hin- um megin við hafið norsk vorgots- síld og mun vera stærsti síldarstofn sem um getur. Hún hefur síðustu sumur leitað á ný í miklum mæli á Íslandsmið í ætisleit að lokinni hrygningu eins og hún gerði fram eftir síðustu öld. Samkvæmt samkomulagi við önn- ur strandríki máttu Íslendingar veiða tæplega 120 þúsund tonn í ár, en norsk íslenski síldarstofninn virð- ist vera á niðurleið og ráðlögð veiði á næsta ári er mun minni. Þriðji stofninn er íslenski vor- gotssíldarstofninn, en hann hrundi á sjöunda áratug síðustu aldar og finnst nánast ekki lengur. Aflinn yfir 150 þúsund tonn fyrir sýkingu Stærð hrygningarstofns íslensku sumargotssíldarinnar var metin 444 þús. tonn í upphafi árs 2012. Þar af voru um 66 þúsund tonn af sýktri síld sem áætlað var að dræp- ist á fyrstu mánuðum ársins eða um 14% veiðistofnsins. Í ástand- sskýrslu Hafrannsóknastofnunar var stærð hrygningarstofns á hrygningartíma 2012 því metin 377 þús. tonn. Afli úr stofninum hefur síðustu tvo áratugi oft verið um og talsvert yfir 100 þúsund tonn og árin fyrir sýkinguna var hann 159 þúsund haustið 2007 og 152 þúsund tonn 2008. Tvö síðustu ár hafa komið sterkar vísbendingar um að sýking- arfaraldurinn kunni að vera að ganga yfir og eins að sterkari mót- staða gagnvart sýklinum kunni að hafa þróast í stofninum. Kiðeyjarsund og Kolgrafafjörður Mikið hefur veiðst af síld síðustu ár í Kiðeyjarsundi og víðar í grennd við Stykkishólm. Sum árin hefur mest fengist í Grundarfirði og vitað er að oft hefur síldin haft vetursetu í Kolgrafafirði, þar sem síldardauð- inn varð í síðustu viku. Undir brúna sem þverar Kolgrafafjörð komast stærri veiðiskip ekki. Síldin í Breiðafirðinum er að uppistöðu eldri árgangar. Yngri síldin virðist vera að koma upp ann- ars staðar, einkum fyrir Suðaustur- landi. Líklegt er talið að uppvax- andi árgangar verði þar áfram og gætu veiðisvæði næstu ár því í auknum mæli færst austur á bóg- inn. Slíkir búferlaflutningar síld- arinnar eru löngu þekktir og á síð- ustu árum síðustu aldar veiddist Afföll á síldinni í Breiðafirði  Fyrst gekk sýking nærri stofni íslensku sumargotssíldarinnar  Í síðustu viku drapst hún unnvörpum í Kolgrafafirði  Margar kenningar, en búist við niðurstöðum rannsókna í dag Eins dauði … Anna Dóra Markúsdóttir á Bergi í Eyrarsveit og Skúli Skúlason, Hallkelsstaðahlíð, safna síld í fjör- unni í Kolgrafafirði, en margir hafa lagt leið sína þangað síðustu daga til að ná í síld í skepnufóður. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Heildarafli - íslensk sumargotssíld 1995 2012 150 100 50 0 Áætl. 2012: 66 þús. tonn (Þús. tonn) Fá dæmi munu um að fiskur finnist í bunkum á fjörum eins og gerðist í Kolgrafafirði. Ekki er óalgengt að brim beri ungviði ýmiss konar og smáfiska á land og á hverju vori má finna talsvert af loðnu á fjörum, en hún drepst að mestu eftir hrygningu. Ráðgátan um orsakir síldardauðans í Kolgrafafirði er hins vegar af öðrum toga, en hugsanlega hefur svipað gerst áður á nákvæmlega sama stað. Sögufróðir menn hafa rifjað upp atvik úr stríðinu, en þá var síld sótt í fjöru til að fæða her manns! Nánar tiltekið í lok nóvember 1941 og er hér byggt á dagbókarbrotum Ingvars Agnarssonar, bónda í Kolgröfum, sem m.a. hafa birst í ritunum Fólkið, fjöll- in, fjörðurinn. Hertóku bæinn Að kvöldi 28. nóvember segir hann frá því að hvasst hafi verið, sunnan rok og rigning. Um háttatíma hafi heyrst „eins og í skruggu og mikið birti til“ og hann undraðist að heyra slíkt í SA roki. Daginn eftir hafði hann verið að sinna fé og var á heimleið eftir að myrkur var skollið á þegar hann mætti þremur stórum trukkbílum. „Þetta voru þá hermannabílar að leita að flugvél sem fór frá Akureyri og ætlaði til Reykjavíkur og talið að hefði farist einhvers staðar hér í fjall- garðinum kl. ca. 10 … Ekki var talið fært að leita neitt meira þá um kvöldið í myrkrinu og snéru allir við hingað og gistu hér, þó ekki eins og venjulegir næturgestir því þeir her- tóku bæinn og allir komu inn alvopn- aðir og var því myndarlegt byssusafn hér á ganginum, sem konunum leist ekki á.“ Ingvar lýsir síðan erfiðleikum Bret- anna við leit að vélinni, þeir hafi fest bíla sína kirfilega á lélegum vegum eftir mikla vætutíð og ekki voru þeir góðir leitarmenn að sögn Ingvars, „því þeir voru í meira lagi lofthræddir og gilti þá einu hvort þeir voru í skriðum eða bröttum grasgeirum“. Um nóttina gistu 20-30 manns í Kol- gröfum, „margir illa til reika af vos- búð því engin verjuföt höfðu þeir …“ „Mat höfðu þeir ekki með sér nema aðeins fyrst og var því bjargað eftir bestu getu. Ég var nýkominn úr fjör- unni með síld í fötu sem nóg var af hér í firðinum á þeim árum, hana rak á land í illviðrinu. Þetta leist Bret- unum vel á og steiktu hana og þótti hnossgæti,“ skrifar Ingvar Agnarsson. Ólíkt veður Ekki er nánar fjallað um illviðrið né hvaða dag síldinni skolaði á land og í hversu miklu magni. Ekki eru til ná- kvæmar veðurlýsingar frá Kolgröfum frá þessum tíma, en miðað við veð- urlýsingar frá Stykkishólmi í nóv- ember 1941 virðast sunnanáttir hafa verið ríkjandi í mánuðinum. Í riti Trausta Jónssonar veðurfræð- Síld úr fjörunni var hnossgæti ATBURÐIR Í STRÍÐINU OG SÍLDARDAUÐI Í KOLGRAFAFIRÐI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.