Morgunblaðið - 21.12.2012, Qupperneq 25
FRÉTTIR 25Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2012
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Milljónir ferðamanna eru í Mexíkó
og Mið-Ameríkulöndum til að taka
þátt í hátíðarhöldum í tilefni af því
að í dag lýkur dagatali maya-
indíána, svonefndri löngu talningu
sem hófst 11. ágúst árið 3114 fyrir
Krist að okkar tímatali.
Maya-indíánar voru menningar-
þjóð sem réð ríkjum í sunnanverðu
Mexíkó og Mið-Ameríku á árunum
250 til 900 eftir Krist.
Með löngu talningu voru tvö eldri
tímatöl maya-indíana sameinuð.
Annars vegar var það sólartímatalið
sem var notað við dagleg störf og
samanstóð af 365,242129 dögum, en
það er talið nákvæmara en gregor-
íska tímatalið okkar með 365,242500
daga. Hins vegar var það heilaga
tímatalið, sem samanstóð af 260 dög-
um og maya-indíánar notuðu við
trúarlegar athafnir. Samkvæmt því
voru aldirnar taldar í hingrásum
sem fólu í sér 5.125,40 ár.
Samkvæmt tímatali maya verða
aldahvörf í dag, 21. desember. Þá
hefst ný hringrás með nýrri skipan
milli jarðarinnar og himingeimsins.
Nýtt upphaf – ekki heimsendir
Margir dómsdagsspámenn, þeirra
á meðal nýaldarspekingar, hafa skír-
skotað til löngu talningar og spáð því
að heimurinn farist í dag. Sérfræð-
ingar í tímatali maya segja hins veg-
ar ekkert benda til þess að þeir hafi
talið að heimsendir verði daginn sem
löngu talningu lýkur. Tímatal þeirra
sé endalaust og nýtt tímabil hefjist
þegar núverandi dagatali ljúki.
Alvaro Pop, mannfræðingur í
Gvatemala, segir að langa talning sé
ekki aðeins dagatal. „Hún er líkan
sem sýnir hreyfingar himin-
hnattanna og hringrás þeirra áhrifa
sem þær hafa á líf mannanna,“ hefur
fréttaveitan AFP eftir Pop. Hann
segir að mayar hafi m.a. notað tíma-
talið til að komast að áhrifum himin-
hnatta á sjávarföll, fæðingar og
plöntur.
Mayar tóku einnig tímatalið upp
til að geta skráð sögu sína. Siðmenn-
ing maya náði hámarki á árunum
250 til 900 eftir Krist. Auk stjarn-
fræði voru þeir framarlega á sviði
stærðfræði, myndlistar, arkitektúrs
og landbúnaðar á blómaskeiði sínu.
Mayar urðu t.a.m. fyrstir til að
rækta maís fyrir um 3.000 árum og
voru meðal þeirra fyrstu til að nota
og rækta kakóbaunir.
Tímamótanna verður minnst með
flugeldasýningum, tónleikum og
fleiri viðburðum á u.þ.b. 40 stöðum í
Mexíkó og Mið-Ameríku.
Upphafi nýrrar hringrásar
í tímatali maya fagnað
KARÍBAHAF
HONDÚRAS
GVATEMALA
MEXÍKÓ
Menningarminjar Maya-indíána
Yucatan
CHICHEN ITZA
900-1450 e.Kr.
Yucatan
UXMAL
600-900 e.Kr.
Quintana Roo
TULUM
1200-1450 e.Kr.
Peten
TIKAL
200-850 e.Kr.
Chiapas
PALENQUE
600-800 e.Kr.
Copan
COPAN
400-800 e.Kr.
Heimild: MayaGIS
Hátíðarhöld verða á mikivægum stöðum maya-indíána í dag
í tilefni af því að 5.200 ára hringrás í tímatali þeirra er lokið
Mikil hátíðar-
höld í Mexíkó og
Mið-Ameríku
Tvítug bandarísk kona, Olivia Culpo,
var krýnd Ungfrú alheimur í Las Ve-
gas í Bandaríkjunum í fyrrinótt. 89
fegurðardrottningar tóku þátt í
keppninni sem var haldin í 61. skipti.
Þetta er í fyrsta skipti sem banda-
rísk kona er krýnd Ungfrú alheimur
frá árinu 1997. Fulltrúi Filippseyja,
Janine Tugonon, varð í öðru sæti og
og Ungfrú Venesúela, Irene Sofia
Esser Quintero, í því þriðja.
Sigurvegari keppninnar á síðasta
ári, Leila Lopes frá Angóla, setur
hér kórónuna á Culpo.
AFP
Ungfrú alheimur krýnd
þingholtsstræti 1 · 101 rvk · sími 562 7335
caruso.is · caruso@caruso.is
við Erum líka á facebook
Fjölbreyttur matseðill þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi
veitingastaðurinn
caruso kynnir
kósýkvöld með eyfa
4. árið í röð bjóðum við nú upp á hin geysivin-
sælu „Kósýkvöld með Eyfa“, þar sem hinn ástsæli
tónlistarmaður Eyjólfur Kristjánsson leikur og
syngur íslenskar og erlendar dægurperlur, meðan
matargestir njóta þriggja rétta ljúffengrar máltíðar
á hinni rómantísku og notalegu 3. hæð okkar.
Fimmtudagskvöldin 8., 15., 22. og 29. nóvember
Fimmtudagskvöldin 6., 13. og 20. desember
Kópavogur 544 5000
Njarðvík 421 1399
Selfoss 482 2722www.solning.is
Smurþjónusta RafgeymarSmáviðgerðir RúðuvökviRúðuþurrkur
JEPPADEKK
VILT ÞÚ HAFA BÍLINN Í LAGI?
ÞÁ GETUM VIÐ AÐSTOÐAÐ
EINFÖLD ÁKVÖRÐUN
VELDU
ÖRYGGI
FYRIR ÞIG OG ÞÍNA